Afskrifa hundruð milljóna króna Freyr Bjarnason skrifar 28. desember 2013 07:00 Gunnlaugur Kristjánsson og Regína Ásvaldsdóttir við undirritun samningsins í gær. Fréttablaðið/GVA Eigendur Sementsverksmiðjunnar afskrifa hundruð milljóna með samningum sem Akraneskaupsstaður, Sementsverksmiðjan, og Arion banki undirrituðu í gær. Með þeim eignaðist Akranesbær svokallaðan Sementsverksmiðjureit að mestu leyti, bæði mannvirki og lóðaréttindi, án endurgjalds til Sementsverksmiðjunnar. Samanlagt tekur bærinn við réttindum á lóðum upp á alls um 55.500 fermetra. Eigendur verksmiðjunnar eru Björgun ehf., Heidelberg á Íslandi, sem er dótturfélag norska sementsframleiðandans HeidelbergCement, Arion banki og Lýsing. Mest þurfa Björgun og Heidelberg að afskrifa en bankarnir afskrifa um eitt hundrað milljónir króna. „Við erum ánægðir með að almennir kröfuhafar eru ekki að tapa neinu,“ segir Gunnlaugur Kristjánsson, stjórnarformaður Sementsverksmiðjunnar, aðspurður. Hann er mjög ánægður með samningana, sem voru gerðir að frumkvæði verksmiðjunnar. „Félagið hefði ekki getað haldið svona áfram. Við erum búnir að tapa rosalega miklu eftir hrun og töpuðum mjög miklu á gjaldþroti BM Vallár á sínum tíma. Svo hefur landið ekkert risið hérna og þess vegna var ekkert annað að gera en að fara í endurskipulagningu og hún tókst mjög vel,“ segir Gunnlaugur en verksmiðjan hefur tapað í kringum eitt hundrað milljónum króna á ári. „Þetta eru góðir samningar fyrir alla. Bankinn og eigendurnir leggja mest til en bærinn hjálpaði til með því að taka yfir þessar eignir strax. Það hefði verið erfitt fyrir okkur að halda áfram með þær á bakinu.“ Næst á dagskrá er að huga að skipulagsmálum reitsins og verða þau rædd á íbúaþingi á Akranesi 18. janúar með aðstoð Kanon arkitekta. Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Akraness, er gríðarlega ánægð með samningana. „Það eru margir Skagamenn sem vildu auðvitað óska þess, og ég þar á meðal, að sementsframleiðsla væri í fullum gangi á Íslandi en það eru breyttir tímar. Það skiptir okkur miklu máli að fá eignarhald á þessu svæði. Það hefði verið mjög vont fyrir bæjaryfirvöld ef Sementsverksmiðjan hefði farið í þrot og við værum með skiptastjóra með yfirráð yfir þessu stóra svæði.“ Aðspurð segist hún vilja sjá sitt lítið af hverju á svæðinu. „Við erum spennt að heyra í íbúum vegna þess að þetta er svæði sem allir hafa skoðanir á. Ég myndi vilja sjá blöndu af léttri atvinnustarfsemi og íbúðum,“ segir hún. Sementsverksmiðjan ehf. mun starfa áfram að innflutningi sements og leigja um 11 prósent af flatarmáli lóða á sementsreitnum til 2028. Þegar leigusamningurinn rennur út fær Akraneskaupstaður öll mannvirki á lóðinni afhent án kvaða, veðbanda eða endurgjalds. Sex starfsmenn eru nú við störf í verksmiðjunni við pökkun og ýmis störf en engin sementsframleiðsla er þar lengur. Þegar best lét störfuðu þar á annað hundrað manns en verksmiðjan hóf starfsemi 1958.250 milljónir í niðurrif Gert er ráð fyrir að kostnaður Akranesbæjar við niðurrif mannvirkja geti numið um 250 milljónum króna en með þessum samningi verður engin breyting á skyldum Akraneskaupsstaðar varðandi niðurrifið. Á móti kostnaðinum koma m.a. 23,4 milljónir króna sem Sementsverksmiðjan ehf. greiddi í gær vegna niðurrifs á efnisgeymslu, og tekjur vegna sölu eða leigu á Faxabraut 10.Hvað verður um strompinn? Sementsstrompurinn, sem hefur lengi verið eitt helsta kennileiti Akraness, er á því svæði sem Akranesbær fær til yfirráða. „Mönnum þykir mjög vænt um þennan stromp. Við gerum ekkert við hann nema að vel athuguðu máli,“ segir Regína Ásvaldsdóttir Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Eigendur Sementsverksmiðjunnar afskrifa hundruð milljóna með samningum sem Akraneskaupsstaður, Sementsverksmiðjan, og Arion banki undirrituðu í gær. Með þeim eignaðist Akranesbær svokallaðan Sementsverksmiðjureit að mestu leyti, bæði mannvirki og lóðaréttindi, án endurgjalds til Sementsverksmiðjunnar. Samanlagt tekur bærinn við réttindum á lóðum upp á alls um 55.500 fermetra. Eigendur verksmiðjunnar eru Björgun ehf., Heidelberg á Íslandi, sem er dótturfélag norska sementsframleiðandans HeidelbergCement, Arion banki og Lýsing. Mest þurfa Björgun og Heidelberg að afskrifa en bankarnir afskrifa um eitt hundrað milljónir króna. „Við erum ánægðir með að almennir kröfuhafar eru ekki að tapa neinu,“ segir Gunnlaugur Kristjánsson, stjórnarformaður Sementsverksmiðjunnar, aðspurður. Hann er mjög ánægður með samningana, sem voru gerðir að frumkvæði verksmiðjunnar. „Félagið hefði ekki getað haldið svona áfram. Við erum búnir að tapa rosalega miklu eftir hrun og töpuðum mjög miklu á gjaldþroti BM Vallár á sínum tíma. Svo hefur landið ekkert risið hérna og þess vegna var ekkert annað að gera en að fara í endurskipulagningu og hún tókst mjög vel,“ segir Gunnlaugur en verksmiðjan hefur tapað í kringum eitt hundrað milljónum króna á ári. „Þetta eru góðir samningar fyrir alla. Bankinn og eigendurnir leggja mest til en bærinn hjálpaði til með því að taka yfir þessar eignir strax. Það hefði verið erfitt fyrir okkur að halda áfram með þær á bakinu.“ Næst á dagskrá er að huga að skipulagsmálum reitsins og verða þau rædd á íbúaþingi á Akranesi 18. janúar með aðstoð Kanon arkitekta. Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Akraness, er gríðarlega ánægð með samningana. „Það eru margir Skagamenn sem vildu auðvitað óska þess, og ég þar á meðal, að sementsframleiðsla væri í fullum gangi á Íslandi en það eru breyttir tímar. Það skiptir okkur miklu máli að fá eignarhald á þessu svæði. Það hefði verið mjög vont fyrir bæjaryfirvöld ef Sementsverksmiðjan hefði farið í þrot og við værum með skiptastjóra með yfirráð yfir þessu stóra svæði.“ Aðspurð segist hún vilja sjá sitt lítið af hverju á svæðinu. „Við erum spennt að heyra í íbúum vegna þess að þetta er svæði sem allir hafa skoðanir á. Ég myndi vilja sjá blöndu af léttri atvinnustarfsemi og íbúðum,“ segir hún. Sementsverksmiðjan ehf. mun starfa áfram að innflutningi sements og leigja um 11 prósent af flatarmáli lóða á sementsreitnum til 2028. Þegar leigusamningurinn rennur út fær Akraneskaupstaður öll mannvirki á lóðinni afhent án kvaða, veðbanda eða endurgjalds. Sex starfsmenn eru nú við störf í verksmiðjunni við pökkun og ýmis störf en engin sementsframleiðsla er þar lengur. Þegar best lét störfuðu þar á annað hundrað manns en verksmiðjan hóf starfsemi 1958.250 milljónir í niðurrif Gert er ráð fyrir að kostnaður Akranesbæjar við niðurrif mannvirkja geti numið um 250 milljónum króna en með þessum samningi verður engin breyting á skyldum Akraneskaupsstaðar varðandi niðurrifið. Á móti kostnaðinum koma m.a. 23,4 milljónir króna sem Sementsverksmiðjan ehf. greiddi í gær vegna niðurrifs á efnisgeymslu, og tekjur vegna sölu eða leigu á Faxabraut 10.Hvað verður um strompinn? Sementsstrompurinn, sem hefur lengi verið eitt helsta kennileiti Akraness, er á því svæði sem Akranesbær fær til yfirráða. „Mönnum þykir mjög vænt um þennan stromp. Við gerum ekkert við hann nema að vel athuguðu máli,“ segir Regína Ásvaldsdóttir
Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira