Ríkisútvarpið Gunnar Kvaran skrifar 12. desember 2013 06:00 Sú atlaga, sem hefur verið gerð að Ríkisútvarpinu í formi fjöldauppsagna nú nýlega, er ekki einungis dapurleg og erfið fyrir þá einstaklinga, sem í hlut eiga, heldur snerta þessar uppsagnir alla þjóðina og menningararf hennar. Ég hef átt því láni að fagna að eiga í Ríkisútvarpinu menningarlega uppsprettu, sem hefur þroskað mig og veitt mér aðgang að menningarlegu fjöreggi þessarar þjóðar í meira en sextíu ár. Það sem ég hef lært um listir og menningu og ekki síst rætur íslenskrar menningar hefði enginn háskóli í veröldinni getað veitt mér. Ríkisútvarpið hefur verið menningarlegt sameiningartákn og flaggskip íslensku þjóðarinnar frá stofnun þess árið 1930. Það fólk, sem þar hefur lengst af ráðið ríkjum, hefur haft menningarlegan metnað svo eftir var tekið. Að sjálfsögðu hefur oft staðið styr um áherslur í rekstri stofnunarinnar eins og eðlilegt er þegar um svo stóra ríkisrekna stofnun er að ræða. Þrátt fyrir það hefur rekstur Ríkisútvarpsins ætíð einkennst af miðlun og varðveislu menningar á háu plani.Raunveruleg manngildi Það sem nú hefur gerst er ekki einungis að stór hluti gömlu Gufunnar hefur verið lagður í rúst, heldur hefur fólki, sem margt hvert hefur áratuga sérþekkingu og reynslu á sínu sviði, verið varpað út í kuldann. Einmitt á þessum síðustu tímum, þegar skýrt hefur komið í ljós hversu grátt hin óhóflega og gegndarlausa dýrkun Mammons hefur leikið okkur andlega sem þjóð, er mikilvægara en nokkru sinni fyrr að varðveita gildi menningar, lista og menntunar. Í menningu, listum og menntun felst ekki einungis sálarkjarni okkar sem þjóðar, heldur ekki síður raunverulegt manngildi okkar allra. Okkur ber að varðveita þau ómetanlegu gildi, sem í þessu felast þrátt fyrir tímabundna erfiðleika í ríkiskassanum. Ég vona að þeir, sem valdið hafa, hafi einnig til að bera það innsæi, glöggskyggni og framtíðarsýn, sem styrkir okkur öll í mannúð, menningu og varðveislu þeirra fjársjóða, sem okkur hefur verið trúað fyrir að gæta og ávaxta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Sú atlaga, sem hefur verið gerð að Ríkisútvarpinu í formi fjöldauppsagna nú nýlega, er ekki einungis dapurleg og erfið fyrir þá einstaklinga, sem í hlut eiga, heldur snerta þessar uppsagnir alla þjóðina og menningararf hennar. Ég hef átt því láni að fagna að eiga í Ríkisútvarpinu menningarlega uppsprettu, sem hefur þroskað mig og veitt mér aðgang að menningarlegu fjöreggi þessarar þjóðar í meira en sextíu ár. Það sem ég hef lært um listir og menningu og ekki síst rætur íslenskrar menningar hefði enginn háskóli í veröldinni getað veitt mér. Ríkisútvarpið hefur verið menningarlegt sameiningartákn og flaggskip íslensku þjóðarinnar frá stofnun þess árið 1930. Það fólk, sem þar hefur lengst af ráðið ríkjum, hefur haft menningarlegan metnað svo eftir var tekið. Að sjálfsögðu hefur oft staðið styr um áherslur í rekstri stofnunarinnar eins og eðlilegt er þegar um svo stóra ríkisrekna stofnun er að ræða. Þrátt fyrir það hefur rekstur Ríkisútvarpsins ætíð einkennst af miðlun og varðveislu menningar á háu plani.Raunveruleg manngildi Það sem nú hefur gerst er ekki einungis að stór hluti gömlu Gufunnar hefur verið lagður í rúst, heldur hefur fólki, sem margt hvert hefur áratuga sérþekkingu og reynslu á sínu sviði, verið varpað út í kuldann. Einmitt á þessum síðustu tímum, þegar skýrt hefur komið í ljós hversu grátt hin óhóflega og gegndarlausa dýrkun Mammons hefur leikið okkur andlega sem þjóð, er mikilvægara en nokkru sinni fyrr að varðveita gildi menningar, lista og menntunar. Í menningu, listum og menntun felst ekki einungis sálarkjarni okkar sem þjóðar, heldur ekki síður raunverulegt manngildi okkar allra. Okkur ber að varðveita þau ómetanlegu gildi, sem í þessu felast þrátt fyrir tímabundna erfiðleika í ríkiskassanum. Ég vona að þeir, sem valdið hafa, hafi einnig til að bera það innsæi, glöggskyggni og framtíðarsýn, sem styrkir okkur öll í mannúð, menningu og varðveislu þeirra fjársjóða, sem okkur hefur verið trúað fyrir að gæta og ávaxta.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar