Ekki sundra Orkuveitu Reykjavíkur! Ögmundur Jónasson skrifar 10. desember 2013 06:00 Samkvæmt tilskipun Evrópusambandsins skal orkufyrirtækjum sundrað í einingar sem annast vinnslu, dreifingu og sölu á orku og jafnframt ber að aðskilja rækilega rekstur sem flokkast undir samkeppnisrekstur frá starfsemi sem heyrir undir einkaleyfisrekstur. Þessi tilskipun var lögfest hér á landi í raforkulögum árið 2003 en síðan var frestað að framfylgja tilskipuninni gagnvart OR. Það var vegna fjárhagsstöðu OR en skuldastaðan var svo slæm að ekki þótti stætt á því að veikja fyrirtækið með þessum hætti. Öðrum orkufyrirtækjum var hins vegar gert með lögunum að undirgangast tilskipunina þótt nánast öllum sem að orkumálum koma þætti þetta hið mesta óráð og vera notendum í óhag. Í greinargerð með frumvarpi sem nú liggur fyrir Alþingi kveður því við gráan tón þegar sagt er að allt þetta sé gert til þess að „tryggja hagsmuni“ þeirra sem njóta eiga þjónustu orkufyrirtækjanna. Veruleikinn er því miður annar því þetta er einvörðungu til að fullnægja kröfum ESB; kröfum sem við hefðum – og kunnum enn að geta fengið undanþágu frá. Og taki menn eftir: Frestunin gagnvart OR var vegna þess að mönnum þótti ekki rétt við erfiðar aðstæður að veikja stofnunina með þessum kerfisbreytingum! Nú á hins vegar að láta til skarar skríða gegn OR og ganga enn lengra, kljúfa stofnunina upp í sjálfstæð dótturfélög – og undirbúa þannig markaðs- og einkavæðingu þeirra. Í frumvarpinu er vísað í félögin sem sundra á Orkuveitunni í, þ.e. þau sem „stunda vinnslu, framleiðslu og sölu raforku og heits vatns og gufu og rekstur grunnkerfa, svo sem dreifiveitu rafmagns, hitaveitu, vatnsveitu, fráveitu og gagnaveitu, auk annarrar starfsemi sem hefur sambærilega stöðu.“ Mikilvægt er að fresta enn um sinn þessari aðför að Orkuveitu Reykjavíkur og nota tímann til að taka allt regluverkið upp gagnvart orkugeiranum í heild sinni og leita heimildar ESB til undanþágu í því efni. Til þess eru ríkar forsendur. Eigendum OR svo og löggjafanum ber skylda til að gæta hagsmuna okkar sem borgum brúsann! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt tilskipun Evrópusambandsins skal orkufyrirtækjum sundrað í einingar sem annast vinnslu, dreifingu og sölu á orku og jafnframt ber að aðskilja rækilega rekstur sem flokkast undir samkeppnisrekstur frá starfsemi sem heyrir undir einkaleyfisrekstur. Þessi tilskipun var lögfest hér á landi í raforkulögum árið 2003 en síðan var frestað að framfylgja tilskipuninni gagnvart OR. Það var vegna fjárhagsstöðu OR en skuldastaðan var svo slæm að ekki þótti stætt á því að veikja fyrirtækið með þessum hætti. Öðrum orkufyrirtækjum var hins vegar gert með lögunum að undirgangast tilskipunina þótt nánast öllum sem að orkumálum koma þætti þetta hið mesta óráð og vera notendum í óhag. Í greinargerð með frumvarpi sem nú liggur fyrir Alþingi kveður því við gráan tón þegar sagt er að allt þetta sé gert til þess að „tryggja hagsmuni“ þeirra sem njóta eiga þjónustu orkufyrirtækjanna. Veruleikinn er því miður annar því þetta er einvörðungu til að fullnægja kröfum ESB; kröfum sem við hefðum – og kunnum enn að geta fengið undanþágu frá. Og taki menn eftir: Frestunin gagnvart OR var vegna þess að mönnum þótti ekki rétt við erfiðar aðstæður að veikja stofnunina með þessum kerfisbreytingum! Nú á hins vegar að láta til skarar skríða gegn OR og ganga enn lengra, kljúfa stofnunina upp í sjálfstæð dótturfélög – og undirbúa þannig markaðs- og einkavæðingu þeirra. Í frumvarpinu er vísað í félögin sem sundra á Orkuveitunni í, þ.e. þau sem „stunda vinnslu, framleiðslu og sölu raforku og heits vatns og gufu og rekstur grunnkerfa, svo sem dreifiveitu rafmagns, hitaveitu, vatnsveitu, fráveitu og gagnaveitu, auk annarrar starfsemi sem hefur sambærilega stöðu.“ Mikilvægt er að fresta enn um sinn þessari aðför að Orkuveitu Reykjavíkur og nota tímann til að taka allt regluverkið upp gagnvart orkugeiranum í heild sinni og leita heimildar ESB til undanþágu í því efni. Til þess eru ríkar forsendur. Eigendum OR svo og löggjafanum ber skylda til að gæta hagsmuna okkar sem borgum brúsann!
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun