Vændi er staðreynd á Íslandi Sandra Marín Gunnarsdóttir og Ester Auðbjörnsdóttir skrifar 8. desember 2013 06:00 Nauðsynlegt er að umræðan um aukinn kynlífsiðnað sé tekin upp í þjóðfélaginu en ekki að henni sé strax stungið undir borðið og flokkuð sem annars flokks málefni. Við ætlum að leyfa okkur að fullyrða, að það sé ekki eðlilegt að fólk líti framhjá þeirri alvarlegu staðreynd að hér á landi sé fólk að selja líkama sinn sér til framfærslu, vegna þess að það sér ekki farborða öðruvísi. Á sama tíma og lög segja, að hver sem greiðir fyrir kynlífsþjónustu af nokkru tagi skuli sæta sektum eða fangelsi allt að einu ári, hefur brotafjöldi vegna vændis á Íslandi um það bil tífaldast frá því á síðasta ári. Í dag er nánast jafn auðvelt að kaupa kynlíf eins og hverja aðra neysluvöru. Það er einfaldlega hægt að slá inn leitarorðið „erótískt nudd” og þar koma fram tugir niðurstaða og margar þeirra innihalda sölu á vændi. Af hverju njóta kaupendur nafnleyndar? Gæti það verið vegna þess að menn í æðstu stöðum þjóðfélagsins nýti sér neyð þessara kvenna? Það myndi eflaust draga úr vændiskaupum til muna ef leyndinni yrði aflétt og kaupendur nytu ekki verndar. Það hafa eflaust ekki margir játað sök sína fyrir framan vini og vandamenn út af skömminni sem því fylgir að hafa keypt afnot af líkama annarrar mannsekju sér til ánægju. Vændiskaupandinn eða seljandinn getur verið faðir þinn, bróðir, systir eða móðir. Við höldum að vændiskaupendur skorti fræðslu um hvaða afleiðingar vændið getur haft í för með sér. Þunglyndi, kvíðaröskun, kynsjúkdómar og sjálfsskaðandi hegðun eru aðeins dæmi. Vændi er orðið algengt í umhverfi okkar, klámvæðingin daglegt brauð og það er til að mynda erfitt að finna vægt klám (e. soft porn) á netinu í dag. Klám verður ofbeldisfyllra með hverjum degi sem líður og því fylgir einnig aukið ofbeldi gagnvart vændisveitendum. Einstaklingar sem kaupa vændi sýna frekar slíka hegðun þar heldur en heima hjá sér. Forseti Lettlands hefur lýst yfir áhyggjum sínum á auknum útflutningi kvenna frá Eystrasaltslöndunum til Vesturlanda, þar á meðal Norðurlanda. Glæpahringir plata oft á tíðum þessar konur með gylliboðum um betra líf og vel launaða vinnu, þar á meðal til Íslands. Þessar konur lifa í mörgum tilfellum við sára fátækt og hafa ekki efni á að hafna boðinu og auk þess virðist þetta vel umtalaða og ríka land nokkuð spennandi. Þrátt fyrir bankahrun og endalausa spillingu er Ísland ein ríkasta þjóð heims. Hreint vatn rennur úr krönum heimilanna, aðgengi að skóla er sjálfsagt og heilbrigðisþjónustan er ein sú besta í heiminum þótt illa gangi að fjármagna hana þessa dagana. Það er mikil skömm að vændi skuli viðgangast í okkar samfélagi og að öllum virðist sama. Við, sem lítil 320 þúsund manna þjóð, eigum að geta komið í veg fyrir að einstaklingur þurfi að selja líkama sinn sér til framfærslu. Við þurfum að sjá til þess að hver og einn geti afþakkað vinnu sem honum er þvert um geð, hvort sem einstaklingurinn er frá Íslandi eða annarsstaðar frá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nauðsynlegt er að umræðan um aukinn kynlífsiðnað sé tekin upp í þjóðfélaginu en ekki að henni sé strax stungið undir borðið og flokkuð sem annars flokks málefni. Við ætlum að leyfa okkur að fullyrða, að það sé ekki eðlilegt að fólk líti framhjá þeirri alvarlegu staðreynd að hér á landi sé fólk að selja líkama sinn sér til framfærslu, vegna þess að það sér ekki farborða öðruvísi. Á sama tíma og lög segja, að hver sem greiðir fyrir kynlífsþjónustu af nokkru tagi skuli sæta sektum eða fangelsi allt að einu ári, hefur brotafjöldi vegna vændis á Íslandi um það bil tífaldast frá því á síðasta ári. Í dag er nánast jafn auðvelt að kaupa kynlíf eins og hverja aðra neysluvöru. Það er einfaldlega hægt að slá inn leitarorðið „erótískt nudd” og þar koma fram tugir niðurstaða og margar þeirra innihalda sölu á vændi. Af hverju njóta kaupendur nafnleyndar? Gæti það verið vegna þess að menn í æðstu stöðum þjóðfélagsins nýti sér neyð þessara kvenna? Það myndi eflaust draga úr vændiskaupum til muna ef leyndinni yrði aflétt og kaupendur nytu ekki verndar. Það hafa eflaust ekki margir játað sök sína fyrir framan vini og vandamenn út af skömminni sem því fylgir að hafa keypt afnot af líkama annarrar mannsekju sér til ánægju. Vændiskaupandinn eða seljandinn getur verið faðir þinn, bróðir, systir eða móðir. Við höldum að vændiskaupendur skorti fræðslu um hvaða afleiðingar vændið getur haft í för með sér. Þunglyndi, kvíðaröskun, kynsjúkdómar og sjálfsskaðandi hegðun eru aðeins dæmi. Vændi er orðið algengt í umhverfi okkar, klámvæðingin daglegt brauð og það er til að mynda erfitt að finna vægt klám (e. soft porn) á netinu í dag. Klám verður ofbeldisfyllra með hverjum degi sem líður og því fylgir einnig aukið ofbeldi gagnvart vændisveitendum. Einstaklingar sem kaupa vændi sýna frekar slíka hegðun þar heldur en heima hjá sér. Forseti Lettlands hefur lýst yfir áhyggjum sínum á auknum útflutningi kvenna frá Eystrasaltslöndunum til Vesturlanda, þar á meðal Norðurlanda. Glæpahringir plata oft á tíðum þessar konur með gylliboðum um betra líf og vel launaða vinnu, þar á meðal til Íslands. Þessar konur lifa í mörgum tilfellum við sára fátækt og hafa ekki efni á að hafna boðinu og auk þess virðist þetta vel umtalaða og ríka land nokkuð spennandi. Þrátt fyrir bankahrun og endalausa spillingu er Ísland ein ríkasta þjóð heims. Hreint vatn rennur úr krönum heimilanna, aðgengi að skóla er sjálfsagt og heilbrigðisþjónustan er ein sú besta í heiminum þótt illa gangi að fjármagna hana þessa dagana. Það er mikil skömm að vændi skuli viðgangast í okkar samfélagi og að öllum virðist sama. Við, sem lítil 320 þúsund manna þjóð, eigum að geta komið í veg fyrir að einstaklingur þurfi að selja líkama sinn sér til framfærslu. Við þurfum að sjá til þess að hver og einn geti afþakkað vinnu sem honum er þvert um geð, hvort sem einstaklingurinn er frá Íslandi eða annarsstaðar frá.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun