Vændi er staðreynd á Íslandi Sandra Marín Gunnarsdóttir og Ester Auðbjörnsdóttir skrifar 8. desember 2013 06:00 Nauðsynlegt er að umræðan um aukinn kynlífsiðnað sé tekin upp í þjóðfélaginu en ekki að henni sé strax stungið undir borðið og flokkuð sem annars flokks málefni. Við ætlum að leyfa okkur að fullyrða, að það sé ekki eðlilegt að fólk líti framhjá þeirri alvarlegu staðreynd að hér á landi sé fólk að selja líkama sinn sér til framfærslu, vegna þess að það sér ekki farborða öðruvísi. Á sama tíma og lög segja, að hver sem greiðir fyrir kynlífsþjónustu af nokkru tagi skuli sæta sektum eða fangelsi allt að einu ári, hefur brotafjöldi vegna vændis á Íslandi um það bil tífaldast frá því á síðasta ári. Í dag er nánast jafn auðvelt að kaupa kynlíf eins og hverja aðra neysluvöru. Það er einfaldlega hægt að slá inn leitarorðið „erótískt nudd” og þar koma fram tugir niðurstaða og margar þeirra innihalda sölu á vændi. Af hverju njóta kaupendur nafnleyndar? Gæti það verið vegna þess að menn í æðstu stöðum þjóðfélagsins nýti sér neyð þessara kvenna? Það myndi eflaust draga úr vændiskaupum til muna ef leyndinni yrði aflétt og kaupendur nytu ekki verndar. Það hafa eflaust ekki margir játað sök sína fyrir framan vini og vandamenn út af skömminni sem því fylgir að hafa keypt afnot af líkama annarrar mannsekju sér til ánægju. Vændiskaupandinn eða seljandinn getur verið faðir þinn, bróðir, systir eða móðir. Við höldum að vændiskaupendur skorti fræðslu um hvaða afleiðingar vændið getur haft í för með sér. Þunglyndi, kvíðaröskun, kynsjúkdómar og sjálfsskaðandi hegðun eru aðeins dæmi. Vændi er orðið algengt í umhverfi okkar, klámvæðingin daglegt brauð og það er til að mynda erfitt að finna vægt klám (e. soft porn) á netinu í dag. Klám verður ofbeldisfyllra með hverjum degi sem líður og því fylgir einnig aukið ofbeldi gagnvart vændisveitendum. Einstaklingar sem kaupa vændi sýna frekar slíka hegðun þar heldur en heima hjá sér. Forseti Lettlands hefur lýst yfir áhyggjum sínum á auknum útflutningi kvenna frá Eystrasaltslöndunum til Vesturlanda, þar á meðal Norðurlanda. Glæpahringir plata oft á tíðum þessar konur með gylliboðum um betra líf og vel launaða vinnu, þar á meðal til Íslands. Þessar konur lifa í mörgum tilfellum við sára fátækt og hafa ekki efni á að hafna boðinu og auk þess virðist þetta vel umtalaða og ríka land nokkuð spennandi. Þrátt fyrir bankahrun og endalausa spillingu er Ísland ein ríkasta þjóð heims. Hreint vatn rennur úr krönum heimilanna, aðgengi að skóla er sjálfsagt og heilbrigðisþjónustan er ein sú besta í heiminum þótt illa gangi að fjármagna hana þessa dagana. Það er mikil skömm að vændi skuli viðgangast í okkar samfélagi og að öllum virðist sama. Við, sem lítil 320 þúsund manna þjóð, eigum að geta komið í veg fyrir að einstaklingur þurfi að selja líkama sinn sér til framfærslu. Við þurfum að sjá til þess að hver og einn geti afþakkað vinnu sem honum er þvert um geð, hvort sem einstaklingurinn er frá Íslandi eða annarsstaðar frá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Nauðsynlegt er að umræðan um aukinn kynlífsiðnað sé tekin upp í þjóðfélaginu en ekki að henni sé strax stungið undir borðið og flokkuð sem annars flokks málefni. Við ætlum að leyfa okkur að fullyrða, að það sé ekki eðlilegt að fólk líti framhjá þeirri alvarlegu staðreynd að hér á landi sé fólk að selja líkama sinn sér til framfærslu, vegna þess að það sér ekki farborða öðruvísi. Á sama tíma og lög segja, að hver sem greiðir fyrir kynlífsþjónustu af nokkru tagi skuli sæta sektum eða fangelsi allt að einu ári, hefur brotafjöldi vegna vændis á Íslandi um það bil tífaldast frá því á síðasta ári. Í dag er nánast jafn auðvelt að kaupa kynlíf eins og hverja aðra neysluvöru. Það er einfaldlega hægt að slá inn leitarorðið „erótískt nudd” og þar koma fram tugir niðurstaða og margar þeirra innihalda sölu á vændi. Af hverju njóta kaupendur nafnleyndar? Gæti það verið vegna þess að menn í æðstu stöðum þjóðfélagsins nýti sér neyð þessara kvenna? Það myndi eflaust draga úr vændiskaupum til muna ef leyndinni yrði aflétt og kaupendur nytu ekki verndar. Það hafa eflaust ekki margir játað sök sína fyrir framan vini og vandamenn út af skömminni sem því fylgir að hafa keypt afnot af líkama annarrar mannsekju sér til ánægju. Vændiskaupandinn eða seljandinn getur verið faðir þinn, bróðir, systir eða móðir. Við höldum að vændiskaupendur skorti fræðslu um hvaða afleiðingar vændið getur haft í för með sér. Þunglyndi, kvíðaröskun, kynsjúkdómar og sjálfsskaðandi hegðun eru aðeins dæmi. Vændi er orðið algengt í umhverfi okkar, klámvæðingin daglegt brauð og það er til að mynda erfitt að finna vægt klám (e. soft porn) á netinu í dag. Klám verður ofbeldisfyllra með hverjum degi sem líður og því fylgir einnig aukið ofbeldi gagnvart vændisveitendum. Einstaklingar sem kaupa vændi sýna frekar slíka hegðun þar heldur en heima hjá sér. Forseti Lettlands hefur lýst yfir áhyggjum sínum á auknum útflutningi kvenna frá Eystrasaltslöndunum til Vesturlanda, þar á meðal Norðurlanda. Glæpahringir plata oft á tíðum þessar konur með gylliboðum um betra líf og vel launaða vinnu, þar á meðal til Íslands. Þessar konur lifa í mörgum tilfellum við sára fátækt og hafa ekki efni á að hafna boðinu og auk þess virðist þetta vel umtalaða og ríka land nokkuð spennandi. Þrátt fyrir bankahrun og endalausa spillingu er Ísland ein ríkasta þjóð heims. Hreint vatn rennur úr krönum heimilanna, aðgengi að skóla er sjálfsagt og heilbrigðisþjónustan er ein sú besta í heiminum þótt illa gangi að fjármagna hana þessa dagana. Það er mikil skömm að vændi skuli viðgangast í okkar samfélagi og að öllum virðist sama. Við, sem lítil 320 þúsund manna þjóð, eigum að geta komið í veg fyrir að einstaklingur þurfi að selja líkama sinn sér til framfærslu. Við þurfum að sjá til þess að hver og einn geti afþakkað vinnu sem honum er þvert um geð, hvort sem einstaklingurinn er frá Íslandi eða annarsstaðar frá.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar