Vændi er staðreynd á Íslandi Sandra Marín Gunnarsdóttir og Ester Auðbjörnsdóttir skrifar 8. desember 2013 06:00 Nauðsynlegt er að umræðan um aukinn kynlífsiðnað sé tekin upp í þjóðfélaginu en ekki að henni sé strax stungið undir borðið og flokkuð sem annars flokks málefni. Við ætlum að leyfa okkur að fullyrða, að það sé ekki eðlilegt að fólk líti framhjá þeirri alvarlegu staðreynd að hér á landi sé fólk að selja líkama sinn sér til framfærslu, vegna þess að það sér ekki farborða öðruvísi. Á sama tíma og lög segja, að hver sem greiðir fyrir kynlífsþjónustu af nokkru tagi skuli sæta sektum eða fangelsi allt að einu ári, hefur brotafjöldi vegna vændis á Íslandi um það bil tífaldast frá því á síðasta ári. Í dag er nánast jafn auðvelt að kaupa kynlíf eins og hverja aðra neysluvöru. Það er einfaldlega hægt að slá inn leitarorðið „erótískt nudd” og þar koma fram tugir niðurstaða og margar þeirra innihalda sölu á vændi. Af hverju njóta kaupendur nafnleyndar? Gæti það verið vegna þess að menn í æðstu stöðum þjóðfélagsins nýti sér neyð þessara kvenna? Það myndi eflaust draga úr vændiskaupum til muna ef leyndinni yrði aflétt og kaupendur nytu ekki verndar. Það hafa eflaust ekki margir játað sök sína fyrir framan vini og vandamenn út af skömminni sem því fylgir að hafa keypt afnot af líkama annarrar mannsekju sér til ánægju. Vændiskaupandinn eða seljandinn getur verið faðir þinn, bróðir, systir eða móðir. Við höldum að vændiskaupendur skorti fræðslu um hvaða afleiðingar vændið getur haft í för með sér. Þunglyndi, kvíðaröskun, kynsjúkdómar og sjálfsskaðandi hegðun eru aðeins dæmi. Vændi er orðið algengt í umhverfi okkar, klámvæðingin daglegt brauð og það er til að mynda erfitt að finna vægt klám (e. soft porn) á netinu í dag. Klám verður ofbeldisfyllra með hverjum degi sem líður og því fylgir einnig aukið ofbeldi gagnvart vændisveitendum. Einstaklingar sem kaupa vændi sýna frekar slíka hegðun þar heldur en heima hjá sér. Forseti Lettlands hefur lýst yfir áhyggjum sínum á auknum útflutningi kvenna frá Eystrasaltslöndunum til Vesturlanda, þar á meðal Norðurlanda. Glæpahringir plata oft á tíðum þessar konur með gylliboðum um betra líf og vel launaða vinnu, þar á meðal til Íslands. Þessar konur lifa í mörgum tilfellum við sára fátækt og hafa ekki efni á að hafna boðinu og auk þess virðist þetta vel umtalaða og ríka land nokkuð spennandi. Þrátt fyrir bankahrun og endalausa spillingu er Ísland ein ríkasta þjóð heims. Hreint vatn rennur úr krönum heimilanna, aðgengi að skóla er sjálfsagt og heilbrigðisþjónustan er ein sú besta í heiminum þótt illa gangi að fjármagna hana þessa dagana. Það er mikil skömm að vændi skuli viðgangast í okkar samfélagi og að öllum virðist sama. Við, sem lítil 320 þúsund manna þjóð, eigum að geta komið í veg fyrir að einstaklingur þurfi að selja líkama sinn sér til framfærslu. Við þurfum að sjá til þess að hver og einn geti afþakkað vinnu sem honum er þvert um geð, hvort sem einstaklingurinn er frá Íslandi eða annarsstaðar frá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Nauðsynlegt er að umræðan um aukinn kynlífsiðnað sé tekin upp í þjóðfélaginu en ekki að henni sé strax stungið undir borðið og flokkuð sem annars flokks málefni. Við ætlum að leyfa okkur að fullyrða, að það sé ekki eðlilegt að fólk líti framhjá þeirri alvarlegu staðreynd að hér á landi sé fólk að selja líkama sinn sér til framfærslu, vegna þess að það sér ekki farborða öðruvísi. Á sama tíma og lög segja, að hver sem greiðir fyrir kynlífsþjónustu af nokkru tagi skuli sæta sektum eða fangelsi allt að einu ári, hefur brotafjöldi vegna vændis á Íslandi um það bil tífaldast frá því á síðasta ári. Í dag er nánast jafn auðvelt að kaupa kynlíf eins og hverja aðra neysluvöru. Það er einfaldlega hægt að slá inn leitarorðið „erótískt nudd” og þar koma fram tugir niðurstaða og margar þeirra innihalda sölu á vændi. Af hverju njóta kaupendur nafnleyndar? Gæti það verið vegna þess að menn í æðstu stöðum þjóðfélagsins nýti sér neyð þessara kvenna? Það myndi eflaust draga úr vændiskaupum til muna ef leyndinni yrði aflétt og kaupendur nytu ekki verndar. Það hafa eflaust ekki margir játað sök sína fyrir framan vini og vandamenn út af skömminni sem því fylgir að hafa keypt afnot af líkama annarrar mannsekju sér til ánægju. Vændiskaupandinn eða seljandinn getur verið faðir þinn, bróðir, systir eða móðir. Við höldum að vændiskaupendur skorti fræðslu um hvaða afleiðingar vændið getur haft í för með sér. Þunglyndi, kvíðaröskun, kynsjúkdómar og sjálfsskaðandi hegðun eru aðeins dæmi. Vændi er orðið algengt í umhverfi okkar, klámvæðingin daglegt brauð og það er til að mynda erfitt að finna vægt klám (e. soft porn) á netinu í dag. Klám verður ofbeldisfyllra með hverjum degi sem líður og því fylgir einnig aukið ofbeldi gagnvart vændisveitendum. Einstaklingar sem kaupa vændi sýna frekar slíka hegðun þar heldur en heima hjá sér. Forseti Lettlands hefur lýst yfir áhyggjum sínum á auknum útflutningi kvenna frá Eystrasaltslöndunum til Vesturlanda, þar á meðal Norðurlanda. Glæpahringir plata oft á tíðum þessar konur með gylliboðum um betra líf og vel launaða vinnu, þar á meðal til Íslands. Þessar konur lifa í mörgum tilfellum við sára fátækt og hafa ekki efni á að hafna boðinu og auk þess virðist þetta vel umtalaða og ríka land nokkuð spennandi. Þrátt fyrir bankahrun og endalausa spillingu er Ísland ein ríkasta þjóð heims. Hreint vatn rennur úr krönum heimilanna, aðgengi að skóla er sjálfsagt og heilbrigðisþjónustan er ein sú besta í heiminum þótt illa gangi að fjármagna hana þessa dagana. Það er mikil skömm að vændi skuli viðgangast í okkar samfélagi og að öllum virðist sama. Við, sem lítil 320 þúsund manna þjóð, eigum að geta komið í veg fyrir að einstaklingur þurfi að selja líkama sinn sér til framfærslu. Við þurfum að sjá til þess að hver og einn geti afþakkað vinnu sem honum er þvert um geð, hvort sem einstaklingurinn er frá Íslandi eða annarsstaðar frá.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar