PISA vangaveltur Jórunn Tómasdóttir skrifar 6. desember 2013 06:00 Það er gott til þess að vita að nemendum líður vel í skólanum okkar. Það er gott til þess að vita að einelti hefur minnkað í skólanum okkar. Það er gott til þess að vita að nemendur okkar njóta jafnréttis til náms. Annað er ekki eins gott. Það er ekki til nein patentlausn á vanda skólakerfisins en það eru örugglega til ráð til úrbóta. Í mörg ár hafa fjölmargir skólamenn og -konur bent á meinin og komið með tillögur sem gætu orðið til bóta en ætíð verið á eintali við tómið. Það hlustar enginn. Þó svo faglegt, fallegt og þróttmikið starf sé unnið í skólum landsins og allir séu að vinna af alúð og metnaði þá fær skólakerfið okkar falleinkunn enn einu sinni. Við verðum að horfast í augu við þá staðreynd og bregðast við henni. Það sem þarf að gera er augljóst. Það þarf að leggja til hliðar pólitískan rétttrúnað, sem aldrei hefur náð að skapa gott kerfi, setjast niður, skoða, greina og meta vandann ískalt, setja metnaðarfull og raunhæf markmið og þróa ferli og leiðir að þeim. Við verðum að spyrja okkur að því, hvað við eigum við með orðinu menntun – er allt fólk með prófgráðu menntað fólk? – hvernig menntakerfi við viljum hafa, hvað við viljum að börnin okkar læri, hvað við viljum að börnin okkar kunni að námi loknu. Hvernig einstaklinga viljum við móta til að skapa hér mennskt, vel menntað samfélag.Lifandi afl Ef við viljum í einlægni og einurð skóla án aðgreiningar og skóla fyrir alla verðum við að axla þá ábyrgð og skapa viðunandi námsumhverfi fyrir alla nemendur og kennara. Ef við viljum í einlægni og einurð skapa góðan skóla verðum við að axla þá ábyrgð og bjóða kennurum mannsæmandi laun. Kennarastarfið þarf að verða eftirsóknarvert ekki bara vegna sumarleyfisins. Það þarf að skoða inntak kennaranámsins, auka vægi íslensku, stærðfræði og raungreina. Aðferðafræðin má ekki drekkja fagkunnáttunni í kennaranáminu. Það þarf að skoða námskrár skólanna, námslýsingar og námsmarkmið. Það þarf að spyrja hvort eðlilegt sé að það sé óhindrað, frjálst flæði nemenda úr grunnskóla yfir í framhaldsskóla sem skapar síðan vanda framhaldsskólans bæði hvað varðar fall nemenda og brottfall. Það þarf að skoða hvort grunnskólarnir líði fyrir það að vera í forsjá sveitarfélaganna. Það þarf að skoða hvort skólinn sé í takt við þá veröld sem hann hrærist í. Spurningarnar eru mýmargar og fjölmargt sem þarf að gaumgæfa. En eitt er alveg víst. Skólinn batnar ekki við það, að sífellt sé verið að krukka í hann eingöngu með sparnað að leiðarljósi. Hann batnar ekki heldur við það að kennarar séu hafðir á ósæmandi launum eftir langt og strangt háskólanám. Skólinn þarf að vera lifandi afl, síkraumandi deigla, spegill vaxandi og metnaðarfulls samfélags. Skólinn þarf að njóta virðingar og nám þarf að vera eftirsóknarvert. Skólinn þarf að sinna þörfum og áhuga allra sinna nemenda. Allt kostar þetta mikla vinnu, mikinn metnað, mikið áræði, mikinn áhuga, mikla fagmennsku. Og ekki hvað síst, peninga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Það er gott til þess að vita að nemendum líður vel í skólanum okkar. Það er gott til þess að vita að einelti hefur minnkað í skólanum okkar. Það er gott til þess að vita að nemendur okkar njóta jafnréttis til náms. Annað er ekki eins gott. Það er ekki til nein patentlausn á vanda skólakerfisins en það eru örugglega til ráð til úrbóta. Í mörg ár hafa fjölmargir skólamenn og -konur bent á meinin og komið með tillögur sem gætu orðið til bóta en ætíð verið á eintali við tómið. Það hlustar enginn. Þó svo faglegt, fallegt og þróttmikið starf sé unnið í skólum landsins og allir séu að vinna af alúð og metnaði þá fær skólakerfið okkar falleinkunn enn einu sinni. Við verðum að horfast í augu við þá staðreynd og bregðast við henni. Það sem þarf að gera er augljóst. Það þarf að leggja til hliðar pólitískan rétttrúnað, sem aldrei hefur náð að skapa gott kerfi, setjast niður, skoða, greina og meta vandann ískalt, setja metnaðarfull og raunhæf markmið og þróa ferli og leiðir að þeim. Við verðum að spyrja okkur að því, hvað við eigum við með orðinu menntun – er allt fólk með prófgráðu menntað fólk? – hvernig menntakerfi við viljum hafa, hvað við viljum að börnin okkar læri, hvað við viljum að börnin okkar kunni að námi loknu. Hvernig einstaklinga viljum við móta til að skapa hér mennskt, vel menntað samfélag.Lifandi afl Ef við viljum í einlægni og einurð skóla án aðgreiningar og skóla fyrir alla verðum við að axla þá ábyrgð og skapa viðunandi námsumhverfi fyrir alla nemendur og kennara. Ef við viljum í einlægni og einurð skapa góðan skóla verðum við að axla þá ábyrgð og bjóða kennurum mannsæmandi laun. Kennarastarfið þarf að verða eftirsóknarvert ekki bara vegna sumarleyfisins. Það þarf að skoða inntak kennaranámsins, auka vægi íslensku, stærðfræði og raungreina. Aðferðafræðin má ekki drekkja fagkunnáttunni í kennaranáminu. Það þarf að skoða námskrár skólanna, námslýsingar og námsmarkmið. Það þarf að spyrja hvort eðlilegt sé að það sé óhindrað, frjálst flæði nemenda úr grunnskóla yfir í framhaldsskóla sem skapar síðan vanda framhaldsskólans bæði hvað varðar fall nemenda og brottfall. Það þarf að skoða hvort grunnskólarnir líði fyrir það að vera í forsjá sveitarfélaganna. Það þarf að skoða hvort skólinn sé í takt við þá veröld sem hann hrærist í. Spurningarnar eru mýmargar og fjölmargt sem þarf að gaumgæfa. En eitt er alveg víst. Skólinn batnar ekki við það, að sífellt sé verið að krukka í hann eingöngu með sparnað að leiðarljósi. Hann batnar ekki heldur við það að kennarar séu hafðir á ósæmandi launum eftir langt og strangt háskólanám. Skólinn þarf að vera lifandi afl, síkraumandi deigla, spegill vaxandi og metnaðarfulls samfélags. Skólinn þarf að njóta virðingar og nám þarf að vera eftirsóknarvert. Skólinn þarf að sinna þörfum og áhuga allra sinna nemenda. Allt kostar þetta mikla vinnu, mikinn metnað, mikið áræði, mikinn áhuga, mikla fagmennsku. Og ekki hvað síst, peninga.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar