PISA vangaveltur Jórunn Tómasdóttir skrifar 6. desember 2013 06:00 Það er gott til þess að vita að nemendum líður vel í skólanum okkar. Það er gott til þess að vita að einelti hefur minnkað í skólanum okkar. Það er gott til þess að vita að nemendur okkar njóta jafnréttis til náms. Annað er ekki eins gott. Það er ekki til nein patentlausn á vanda skólakerfisins en það eru örugglega til ráð til úrbóta. Í mörg ár hafa fjölmargir skólamenn og -konur bent á meinin og komið með tillögur sem gætu orðið til bóta en ætíð verið á eintali við tómið. Það hlustar enginn. Þó svo faglegt, fallegt og þróttmikið starf sé unnið í skólum landsins og allir séu að vinna af alúð og metnaði þá fær skólakerfið okkar falleinkunn enn einu sinni. Við verðum að horfast í augu við þá staðreynd og bregðast við henni. Það sem þarf að gera er augljóst. Það þarf að leggja til hliðar pólitískan rétttrúnað, sem aldrei hefur náð að skapa gott kerfi, setjast niður, skoða, greina og meta vandann ískalt, setja metnaðarfull og raunhæf markmið og þróa ferli og leiðir að þeim. Við verðum að spyrja okkur að því, hvað við eigum við með orðinu menntun – er allt fólk með prófgráðu menntað fólk? – hvernig menntakerfi við viljum hafa, hvað við viljum að börnin okkar læri, hvað við viljum að börnin okkar kunni að námi loknu. Hvernig einstaklinga viljum við móta til að skapa hér mennskt, vel menntað samfélag.Lifandi afl Ef við viljum í einlægni og einurð skóla án aðgreiningar og skóla fyrir alla verðum við að axla þá ábyrgð og skapa viðunandi námsumhverfi fyrir alla nemendur og kennara. Ef við viljum í einlægni og einurð skapa góðan skóla verðum við að axla þá ábyrgð og bjóða kennurum mannsæmandi laun. Kennarastarfið þarf að verða eftirsóknarvert ekki bara vegna sumarleyfisins. Það þarf að skoða inntak kennaranámsins, auka vægi íslensku, stærðfræði og raungreina. Aðferðafræðin má ekki drekkja fagkunnáttunni í kennaranáminu. Það þarf að skoða námskrár skólanna, námslýsingar og námsmarkmið. Það þarf að spyrja hvort eðlilegt sé að það sé óhindrað, frjálst flæði nemenda úr grunnskóla yfir í framhaldsskóla sem skapar síðan vanda framhaldsskólans bæði hvað varðar fall nemenda og brottfall. Það þarf að skoða hvort grunnskólarnir líði fyrir það að vera í forsjá sveitarfélaganna. Það þarf að skoða hvort skólinn sé í takt við þá veröld sem hann hrærist í. Spurningarnar eru mýmargar og fjölmargt sem þarf að gaumgæfa. En eitt er alveg víst. Skólinn batnar ekki við það, að sífellt sé verið að krukka í hann eingöngu með sparnað að leiðarljósi. Hann batnar ekki heldur við það að kennarar séu hafðir á ósæmandi launum eftir langt og strangt háskólanám. Skólinn þarf að vera lifandi afl, síkraumandi deigla, spegill vaxandi og metnaðarfulls samfélags. Skólinn þarf að njóta virðingar og nám þarf að vera eftirsóknarvert. Skólinn þarf að sinna þörfum og áhuga allra sinna nemenda. Allt kostar þetta mikla vinnu, mikinn metnað, mikið áræði, mikinn áhuga, mikla fagmennsku. Og ekki hvað síst, peninga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Sjá meira
Það er gott til þess að vita að nemendum líður vel í skólanum okkar. Það er gott til þess að vita að einelti hefur minnkað í skólanum okkar. Það er gott til þess að vita að nemendur okkar njóta jafnréttis til náms. Annað er ekki eins gott. Það er ekki til nein patentlausn á vanda skólakerfisins en það eru örugglega til ráð til úrbóta. Í mörg ár hafa fjölmargir skólamenn og -konur bent á meinin og komið með tillögur sem gætu orðið til bóta en ætíð verið á eintali við tómið. Það hlustar enginn. Þó svo faglegt, fallegt og þróttmikið starf sé unnið í skólum landsins og allir séu að vinna af alúð og metnaði þá fær skólakerfið okkar falleinkunn enn einu sinni. Við verðum að horfast í augu við þá staðreynd og bregðast við henni. Það sem þarf að gera er augljóst. Það þarf að leggja til hliðar pólitískan rétttrúnað, sem aldrei hefur náð að skapa gott kerfi, setjast niður, skoða, greina og meta vandann ískalt, setja metnaðarfull og raunhæf markmið og þróa ferli og leiðir að þeim. Við verðum að spyrja okkur að því, hvað við eigum við með orðinu menntun – er allt fólk með prófgráðu menntað fólk? – hvernig menntakerfi við viljum hafa, hvað við viljum að börnin okkar læri, hvað við viljum að börnin okkar kunni að námi loknu. Hvernig einstaklinga viljum við móta til að skapa hér mennskt, vel menntað samfélag.Lifandi afl Ef við viljum í einlægni og einurð skóla án aðgreiningar og skóla fyrir alla verðum við að axla þá ábyrgð og skapa viðunandi námsumhverfi fyrir alla nemendur og kennara. Ef við viljum í einlægni og einurð skapa góðan skóla verðum við að axla þá ábyrgð og bjóða kennurum mannsæmandi laun. Kennarastarfið þarf að verða eftirsóknarvert ekki bara vegna sumarleyfisins. Það þarf að skoða inntak kennaranámsins, auka vægi íslensku, stærðfræði og raungreina. Aðferðafræðin má ekki drekkja fagkunnáttunni í kennaranáminu. Það þarf að skoða námskrár skólanna, námslýsingar og námsmarkmið. Það þarf að spyrja hvort eðlilegt sé að það sé óhindrað, frjálst flæði nemenda úr grunnskóla yfir í framhaldsskóla sem skapar síðan vanda framhaldsskólans bæði hvað varðar fall nemenda og brottfall. Það þarf að skoða hvort grunnskólarnir líði fyrir það að vera í forsjá sveitarfélaganna. Það þarf að skoða hvort skólinn sé í takt við þá veröld sem hann hrærist í. Spurningarnar eru mýmargar og fjölmargt sem þarf að gaumgæfa. En eitt er alveg víst. Skólinn batnar ekki við það, að sífellt sé verið að krukka í hann eingöngu með sparnað að leiðarljósi. Hann batnar ekki heldur við það að kennarar séu hafðir á ósæmandi launum eftir langt og strangt háskólanám. Skólinn þarf að vera lifandi afl, síkraumandi deigla, spegill vaxandi og metnaðarfulls samfélags. Skólinn þarf að njóta virðingar og nám þarf að vera eftirsóknarvert. Skólinn þarf að sinna þörfum og áhuga allra sinna nemenda. Allt kostar þetta mikla vinnu, mikinn metnað, mikið áræði, mikinn áhuga, mikla fagmennsku. Og ekki hvað síst, peninga.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun