RÚV og umboðsmaður Alþingis á vaktinni fyrir alla – nema fyrir heyrnarskerta? Rannveig Magnúsdóttir skrifar 6. desember 2013 06:00 Útvarp og sjónvarp allra landsmanna hefur aldrei uppfyllt skyldur sínar við heyrnarskerta eins og lög gera ráð fyrir. Í lögum landsins er óheimilt að mismuna fólki eftir stétt, stöðu eða efnahag. Hvernig getur RÚV leyft sér að hundsa landslög blygðunarlaust fram til þessa dags? Á undanförnum árum hafa ríkisreknir ljósvakamiðlar í nágrannalöndum okkar virt þau sjálfsögðu mannréttindi að tryggja aðgengi með textun fyrir alla án þess að undanskilja beinar útsendingar eða fréttir. Fyrrverandi blaðamaður hjá RÚV, Gísli Álfgeirsson, greindi frá því í fréttablaði Heyrnarhjálpar (3. tbl., des. 2012, bls. 14) að RÚV ætti auðvelt með að texta fréttir og kostnaðurinn væri óverulegur. Þar segir hann: „Vilji er allt sem þarf.“ Þá hefur umboðsmaður Alþingis tekið við ítrekuðum kvörtunum um málið, án árangurs fyrir heyrnarskerta. Ég hefði haldið að hans verksvið væri að sjá um að lög væru ekki brotin og mannréttindi væru virt. Áhugavert væri að heyra hans rökstuðning á opinberum vettvangi fyrir afstöðu sinni í þessu máli. Mikið hefur verið rætt um að efla þurfi íslenska menningu og skellti Alþingi á nefskatti til að efla hana í gegnum RÚV. Þar sem RÚV var orðið almennt hlutafélag stríddi það gegn lögunum að setja á nefskatt en þá brá Alþingi undir sig betri fætinum og breytti því úr HF í OHF – sem gerði það allt saman löglegt. Þar fyrir utan þiggur RÚV auglýsingatekjur ásamt framlagi af fjárlögum. Engin furða þótt þeir eigi fyrir háskerpusjónvarpstækjum og tólum upp á marga milljarða. Enginn fjárskortur þegar háskerpa er annars vegar. Reglur voru settar um skyldutextun á allt útlent efni og er það þar með komið í forgang en um leið er lokað á mikilvægt íslenskt efni fyrir heyrnarskerta.Geðþóttaákvörðun Frétta- og menningarþættir á borð við Kastljós, Útsvar og Kiljuna eru ekki textaðir. Svo ekki sé talað um mikilvæga hluti á borð við stefnuræðu forsætisráðherra. Það er geðþóttaákvörðun starfsmanna RÚV sem ræður því hvaða íslenskir þættir eru textaðir. Hvað þá veðurfréttir, jafnvel þegar óveður geisar. Skyldi þetta efla íslenska menningu og uppfylla kröfur um almannavarnir? Hefur þá nefskatturinn borið tilætlaðan árangur fyrir alla? Hvað veldur því þegar tækni er augljóslega til staðar að textað efni er skammtað ofan í heyrnarskerta? Fjöldi heyrnarskertra og þeirra sem þurfa á textavarpi að halda er talinn vera um 40-50.000 manns og fer ört vaxandi. Hvernig getur RÚV tekið sér það vald að velja og hafna fyrir heyrnarskerta? Hvernig getur það viðgengist hjá ríkisreknum fjölmiðli á borð við RÚV að beinlínis valda einangrun heyrnarskertra, rétt eins og um sakamenn sé að ræða? Hvert geta heyrnarskertir snúið sér ef umboðsmaður Alþingis tekur ekki á málinu? Hvað skyldi mannréttindadómstóll Evrópu segja ef til hans yrði leitað? Ætti ekki að vera forgangsmál að leysa gíslana úr einangruninni sem viðgengist hefur fram til þessa – áður en ráðist er í háskerpusjónvarpstól og tæki? Hinn 19. júlí sl. birtust eftirfarandi upplýsingar frá Páli Magnússyni útvarpsstjóra: „Síðustu þrjú árin, frá 2009, hefur rekstur RÚV verið í góðu jafnvægi – með hagnaði upp á 45 m.kr. að meðaltali á ári.“ Það skýtur því skökku við að ekki sé hægt að texta íslenskt efni að fullu, rétt eins og gert er með allt erlent efni. Forgangsröðunin virðist þó m.a. birtast í yfirboði á sýningum á íþróttaleikjum við einkareknar stöðvar á borð við Stöð 2. Þessi meðferð á heyrnarskertum er til háborinnar skammar fyrir land og þjóð og krefst leiðréttingar strax. Allt sem þarf er vilji og siðferði. Hvort er mikilvægara að skila hagnaði hjá RÚV eða þjónusta alla landsmenn með þeim hætti sem RÚV ber að gera samkvæmt lögum? Ég skora á alla heyrnarskerta að hafna meðferðinni og krefjast réttlætis á við aðra landsmenn, án geðþóttaúthlutunar textavarps í smáskömmtum. Nú loksins eru fréttir textaðar en þó bara fréttir – ekki fréttatengdir þættir á borð við Kastljós eða veðurfréttir. Látum ekki bjóða okkur að láta stinga upp í okkur snuði og segja við okkur: „Svona, þetta er alveg nógu gott fyrir ykkur. Hafið ykkur bara hæg.“ Eða eru mannréttindi bara munaður fyrir þá sem glíma ekki við fatlanir? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Útvarp og sjónvarp allra landsmanna hefur aldrei uppfyllt skyldur sínar við heyrnarskerta eins og lög gera ráð fyrir. Í lögum landsins er óheimilt að mismuna fólki eftir stétt, stöðu eða efnahag. Hvernig getur RÚV leyft sér að hundsa landslög blygðunarlaust fram til þessa dags? Á undanförnum árum hafa ríkisreknir ljósvakamiðlar í nágrannalöndum okkar virt þau sjálfsögðu mannréttindi að tryggja aðgengi með textun fyrir alla án þess að undanskilja beinar útsendingar eða fréttir. Fyrrverandi blaðamaður hjá RÚV, Gísli Álfgeirsson, greindi frá því í fréttablaði Heyrnarhjálpar (3. tbl., des. 2012, bls. 14) að RÚV ætti auðvelt með að texta fréttir og kostnaðurinn væri óverulegur. Þar segir hann: „Vilji er allt sem þarf.“ Þá hefur umboðsmaður Alþingis tekið við ítrekuðum kvörtunum um málið, án árangurs fyrir heyrnarskerta. Ég hefði haldið að hans verksvið væri að sjá um að lög væru ekki brotin og mannréttindi væru virt. Áhugavert væri að heyra hans rökstuðning á opinberum vettvangi fyrir afstöðu sinni í þessu máli. Mikið hefur verið rætt um að efla þurfi íslenska menningu og skellti Alþingi á nefskatti til að efla hana í gegnum RÚV. Þar sem RÚV var orðið almennt hlutafélag stríddi það gegn lögunum að setja á nefskatt en þá brá Alþingi undir sig betri fætinum og breytti því úr HF í OHF – sem gerði það allt saman löglegt. Þar fyrir utan þiggur RÚV auglýsingatekjur ásamt framlagi af fjárlögum. Engin furða þótt þeir eigi fyrir háskerpusjónvarpstækjum og tólum upp á marga milljarða. Enginn fjárskortur þegar háskerpa er annars vegar. Reglur voru settar um skyldutextun á allt útlent efni og er það þar með komið í forgang en um leið er lokað á mikilvægt íslenskt efni fyrir heyrnarskerta.Geðþóttaákvörðun Frétta- og menningarþættir á borð við Kastljós, Útsvar og Kiljuna eru ekki textaðir. Svo ekki sé talað um mikilvæga hluti á borð við stefnuræðu forsætisráðherra. Það er geðþóttaákvörðun starfsmanna RÚV sem ræður því hvaða íslenskir þættir eru textaðir. Hvað þá veðurfréttir, jafnvel þegar óveður geisar. Skyldi þetta efla íslenska menningu og uppfylla kröfur um almannavarnir? Hefur þá nefskatturinn borið tilætlaðan árangur fyrir alla? Hvað veldur því þegar tækni er augljóslega til staðar að textað efni er skammtað ofan í heyrnarskerta? Fjöldi heyrnarskertra og þeirra sem þurfa á textavarpi að halda er talinn vera um 40-50.000 manns og fer ört vaxandi. Hvernig getur RÚV tekið sér það vald að velja og hafna fyrir heyrnarskerta? Hvernig getur það viðgengist hjá ríkisreknum fjölmiðli á borð við RÚV að beinlínis valda einangrun heyrnarskertra, rétt eins og um sakamenn sé að ræða? Hvert geta heyrnarskertir snúið sér ef umboðsmaður Alþingis tekur ekki á málinu? Hvað skyldi mannréttindadómstóll Evrópu segja ef til hans yrði leitað? Ætti ekki að vera forgangsmál að leysa gíslana úr einangruninni sem viðgengist hefur fram til þessa – áður en ráðist er í háskerpusjónvarpstól og tæki? Hinn 19. júlí sl. birtust eftirfarandi upplýsingar frá Páli Magnússyni útvarpsstjóra: „Síðustu þrjú árin, frá 2009, hefur rekstur RÚV verið í góðu jafnvægi – með hagnaði upp á 45 m.kr. að meðaltali á ári.“ Það skýtur því skökku við að ekki sé hægt að texta íslenskt efni að fullu, rétt eins og gert er með allt erlent efni. Forgangsröðunin virðist þó m.a. birtast í yfirboði á sýningum á íþróttaleikjum við einkareknar stöðvar á borð við Stöð 2. Þessi meðferð á heyrnarskertum er til háborinnar skammar fyrir land og þjóð og krefst leiðréttingar strax. Allt sem þarf er vilji og siðferði. Hvort er mikilvægara að skila hagnaði hjá RÚV eða þjónusta alla landsmenn með þeim hætti sem RÚV ber að gera samkvæmt lögum? Ég skora á alla heyrnarskerta að hafna meðferðinni og krefjast réttlætis á við aðra landsmenn, án geðþóttaúthlutunar textavarps í smáskömmtum. Nú loksins eru fréttir textaðar en þó bara fréttir – ekki fréttatengdir þættir á borð við Kastljós eða veðurfréttir. Látum ekki bjóða okkur að láta stinga upp í okkur snuði og segja við okkur: „Svona, þetta er alveg nógu gott fyrir ykkur. Hafið ykkur bara hæg.“ Eða eru mannréttindi bara munaður fyrir þá sem glíma ekki við fatlanir?
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun