Hvað er lesblinda? Sturla Kristjánsson skrifar 6. desember 2013 06:00 Lesblinda er ekki meðfædd, ekki sjúkdómur sem fólk fær eða er með – lesblinda er árangur misheppnaðrar lestrarkennslu. Þeir, sem hugsa í þrívíðum myndum, eru sagðir lesblindir þegar lestrarkennsla þeirra, byggð á hljóðun bókstafa og hljóðmyndum orða, gengur ekki upp. Lestrarkennsla, sem byggð er á merkingarmyndum orða, er þeim nauðsynleg til árangurs. Myndhugsandi læra lestur með því að upplifa merkingu orða. Tungumálið er manngert verkfæri þróað til samskipta og málnotkunin er því lærð færni en ekki meðfæddur hæfileiki eða eðlislægur. Aftur á móti er skynjun okkur meðfædd eða eðlislæg – við upplifum að vera til og upplifum tengsl við umhverfið – „lesum“ umhverfið – okkur til bjargar og afkomu. Skynjun leiðir af sér hugsun og hugsunin gerir okkur fært að leysa verkefni – gera óþekkta hluti þekkta og gera síðan það þekkta óþekkjanlegt! Að upplifa skynjun er því reynsla sem leiðir af sér skynsemi, vit eða greind. Maðurinn er ekki með viti borinn, að vita og þekkja er afrakstur reynslu – án reynslu er engin þekking. Það sem við upplifum ekki hefur enga merkingu fyrir okkur. Skynjun og upplifun veruleikans gefur okkur merkingarmyndir – merkingarmyndir sem eru nauðsynlegar máltökunni. Að tala er að segja frá því sem við höfum upplifað. Við munum eða endurlifum fyrri reynslu í huganum og lærum hljóðmyndir fyrir merkingarmyndir reynslunnar. Upplifun merkingar og hugsun eru forsendur talmáls sem síðan leiðir af sér ritmál. Máltakan hefst með talmálinu, – hlustun og tali, – en notkun ritmáls, – lestur og ritun, – er lokaþátturinn. Án lestrar er máltakan ekki fullkomnuð.Lesblinduleiðrétting Myndræn skynjun og myndhugsun er okkur meðfædd en þegar við lærum að tala förum við að hugsa í orðum eða hljóðmyndum orða í stað merkingarmynda. Hljóðmyndir orða eru síðan varðveittar í rituðu máli eða sjónmyndum sem raðað er saman úr táknum – bókstöfum. Börn læra að tala í faðmi fjölskyldunnar. „Kennslan“ er óformleg og stjórnast mest af áhuga og getu barnsins. Þegar börnin koma í skóla, hefst formleg lestrarkennsla. Öllum eru ætluð sömu viðfangsefni, sömu aðferðir og sami árangur á sama tíma. Flestum farnast vel, en þó eru alltaf nokkur sem sjá lítinn árangur. Kennslan hentar þeim ekki, þau læra ekki að lesa, þau læra að geta ekki lært að lesa – þau læra að vera lesblind. Myndræn börn, sem ekki njóta lestrarkennslu við hæfi, ná ekki valdi á lestri og eru sögð lesblind. Þau lenda síðan í afleiddum erfiðleikum þegar fram í sækir og námsárangur byggist æ meir á lestri námsbóka. Getur þá svo farið að góðir námsmenn gefist upp og hverfi frá námi, jafnvel að ráði skólans. Það er aldrei of seint fyrir myndhugsuði, sem hafa „lært“ lesblindu, að fara í endurhæfingu – losna við lesblinduna og fara að njóta hæfileika sinna. Lesblindan er lærð og þeir sem læra hana eiga þá náðargáfu að geta hugsað í myndum – upplifað hugsanir sem myndskeið. Með lesblinduleiðréttingu má ná fullkomnum tökum á lestri og útrýma þannig „lesblindunni“. Lesblinduleiðrétting hentar öllum, sem ekki hafa notið lestrarkennslu við hæfi og eru því sagðir lesblindir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Lesblinda er ekki meðfædd, ekki sjúkdómur sem fólk fær eða er með – lesblinda er árangur misheppnaðrar lestrarkennslu. Þeir, sem hugsa í þrívíðum myndum, eru sagðir lesblindir þegar lestrarkennsla þeirra, byggð á hljóðun bókstafa og hljóðmyndum orða, gengur ekki upp. Lestrarkennsla, sem byggð er á merkingarmyndum orða, er þeim nauðsynleg til árangurs. Myndhugsandi læra lestur með því að upplifa merkingu orða. Tungumálið er manngert verkfæri þróað til samskipta og málnotkunin er því lærð færni en ekki meðfæddur hæfileiki eða eðlislægur. Aftur á móti er skynjun okkur meðfædd eða eðlislæg – við upplifum að vera til og upplifum tengsl við umhverfið – „lesum“ umhverfið – okkur til bjargar og afkomu. Skynjun leiðir af sér hugsun og hugsunin gerir okkur fært að leysa verkefni – gera óþekkta hluti þekkta og gera síðan það þekkta óþekkjanlegt! Að upplifa skynjun er því reynsla sem leiðir af sér skynsemi, vit eða greind. Maðurinn er ekki með viti borinn, að vita og þekkja er afrakstur reynslu – án reynslu er engin þekking. Það sem við upplifum ekki hefur enga merkingu fyrir okkur. Skynjun og upplifun veruleikans gefur okkur merkingarmyndir – merkingarmyndir sem eru nauðsynlegar máltökunni. Að tala er að segja frá því sem við höfum upplifað. Við munum eða endurlifum fyrri reynslu í huganum og lærum hljóðmyndir fyrir merkingarmyndir reynslunnar. Upplifun merkingar og hugsun eru forsendur talmáls sem síðan leiðir af sér ritmál. Máltakan hefst með talmálinu, – hlustun og tali, – en notkun ritmáls, – lestur og ritun, – er lokaþátturinn. Án lestrar er máltakan ekki fullkomnuð.Lesblinduleiðrétting Myndræn skynjun og myndhugsun er okkur meðfædd en þegar við lærum að tala förum við að hugsa í orðum eða hljóðmyndum orða í stað merkingarmynda. Hljóðmyndir orða eru síðan varðveittar í rituðu máli eða sjónmyndum sem raðað er saman úr táknum – bókstöfum. Börn læra að tala í faðmi fjölskyldunnar. „Kennslan“ er óformleg og stjórnast mest af áhuga og getu barnsins. Þegar börnin koma í skóla, hefst formleg lestrarkennsla. Öllum eru ætluð sömu viðfangsefni, sömu aðferðir og sami árangur á sama tíma. Flestum farnast vel, en þó eru alltaf nokkur sem sjá lítinn árangur. Kennslan hentar þeim ekki, þau læra ekki að lesa, þau læra að geta ekki lært að lesa – þau læra að vera lesblind. Myndræn börn, sem ekki njóta lestrarkennslu við hæfi, ná ekki valdi á lestri og eru sögð lesblind. Þau lenda síðan í afleiddum erfiðleikum þegar fram í sækir og námsárangur byggist æ meir á lestri námsbóka. Getur þá svo farið að góðir námsmenn gefist upp og hverfi frá námi, jafnvel að ráði skólans. Það er aldrei of seint fyrir myndhugsuði, sem hafa „lært“ lesblindu, að fara í endurhæfingu – losna við lesblinduna og fara að njóta hæfileika sinna. Lesblindan er lærð og þeir sem læra hana eiga þá náðargáfu að geta hugsað í myndum – upplifað hugsanir sem myndskeið. Með lesblinduleiðréttingu má ná fullkomnum tökum á lestri og útrýma þannig „lesblindunni“. Lesblinduleiðrétting hentar öllum, sem ekki hafa notið lestrarkennslu við hæfi og eru því sagðir lesblindir.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar