Hvað er lesblinda? Sturla Kristjánsson skrifar 6. desember 2013 06:00 Lesblinda er ekki meðfædd, ekki sjúkdómur sem fólk fær eða er með – lesblinda er árangur misheppnaðrar lestrarkennslu. Þeir, sem hugsa í þrívíðum myndum, eru sagðir lesblindir þegar lestrarkennsla þeirra, byggð á hljóðun bókstafa og hljóðmyndum orða, gengur ekki upp. Lestrarkennsla, sem byggð er á merkingarmyndum orða, er þeim nauðsynleg til árangurs. Myndhugsandi læra lestur með því að upplifa merkingu orða. Tungumálið er manngert verkfæri þróað til samskipta og málnotkunin er því lærð færni en ekki meðfæddur hæfileiki eða eðlislægur. Aftur á móti er skynjun okkur meðfædd eða eðlislæg – við upplifum að vera til og upplifum tengsl við umhverfið – „lesum“ umhverfið – okkur til bjargar og afkomu. Skynjun leiðir af sér hugsun og hugsunin gerir okkur fært að leysa verkefni – gera óþekkta hluti þekkta og gera síðan það þekkta óþekkjanlegt! Að upplifa skynjun er því reynsla sem leiðir af sér skynsemi, vit eða greind. Maðurinn er ekki með viti borinn, að vita og þekkja er afrakstur reynslu – án reynslu er engin þekking. Það sem við upplifum ekki hefur enga merkingu fyrir okkur. Skynjun og upplifun veruleikans gefur okkur merkingarmyndir – merkingarmyndir sem eru nauðsynlegar máltökunni. Að tala er að segja frá því sem við höfum upplifað. Við munum eða endurlifum fyrri reynslu í huganum og lærum hljóðmyndir fyrir merkingarmyndir reynslunnar. Upplifun merkingar og hugsun eru forsendur talmáls sem síðan leiðir af sér ritmál. Máltakan hefst með talmálinu, – hlustun og tali, – en notkun ritmáls, – lestur og ritun, – er lokaþátturinn. Án lestrar er máltakan ekki fullkomnuð.Lesblinduleiðrétting Myndræn skynjun og myndhugsun er okkur meðfædd en þegar við lærum að tala förum við að hugsa í orðum eða hljóðmyndum orða í stað merkingarmynda. Hljóðmyndir orða eru síðan varðveittar í rituðu máli eða sjónmyndum sem raðað er saman úr táknum – bókstöfum. Börn læra að tala í faðmi fjölskyldunnar. „Kennslan“ er óformleg og stjórnast mest af áhuga og getu barnsins. Þegar börnin koma í skóla, hefst formleg lestrarkennsla. Öllum eru ætluð sömu viðfangsefni, sömu aðferðir og sami árangur á sama tíma. Flestum farnast vel, en þó eru alltaf nokkur sem sjá lítinn árangur. Kennslan hentar þeim ekki, þau læra ekki að lesa, þau læra að geta ekki lært að lesa – þau læra að vera lesblind. Myndræn börn, sem ekki njóta lestrarkennslu við hæfi, ná ekki valdi á lestri og eru sögð lesblind. Þau lenda síðan í afleiddum erfiðleikum þegar fram í sækir og námsárangur byggist æ meir á lestri námsbóka. Getur þá svo farið að góðir námsmenn gefist upp og hverfi frá námi, jafnvel að ráði skólans. Það er aldrei of seint fyrir myndhugsuði, sem hafa „lært“ lesblindu, að fara í endurhæfingu – losna við lesblinduna og fara að njóta hæfileika sinna. Lesblindan er lærð og þeir sem læra hana eiga þá náðargáfu að geta hugsað í myndum – upplifað hugsanir sem myndskeið. Með lesblinduleiðréttingu má ná fullkomnum tökum á lestri og útrýma þannig „lesblindunni“. Lesblinduleiðrétting hentar öllum, sem ekki hafa notið lestrarkennslu við hæfi og eru því sagðir lesblindir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Lesblinda er ekki meðfædd, ekki sjúkdómur sem fólk fær eða er með – lesblinda er árangur misheppnaðrar lestrarkennslu. Þeir, sem hugsa í þrívíðum myndum, eru sagðir lesblindir þegar lestrarkennsla þeirra, byggð á hljóðun bókstafa og hljóðmyndum orða, gengur ekki upp. Lestrarkennsla, sem byggð er á merkingarmyndum orða, er þeim nauðsynleg til árangurs. Myndhugsandi læra lestur með því að upplifa merkingu orða. Tungumálið er manngert verkfæri þróað til samskipta og málnotkunin er því lærð færni en ekki meðfæddur hæfileiki eða eðlislægur. Aftur á móti er skynjun okkur meðfædd eða eðlislæg – við upplifum að vera til og upplifum tengsl við umhverfið – „lesum“ umhverfið – okkur til bjargar og afkomu. Skynjun leiðir af sér hugsun og hugsunin gerir okkur fært að leysa verkefni – gera óþekkta hluti þekkta og gera síðan það þekkta óþekkjanlegt! Að upplifa skynjun er því reynsla sem leiðir af sér skynsemi, vit eða greind. Maðurinn er ekki með viti borinn, að vita og þekkja er afrakstur reynslu – án reynslu er engin þekking. Það sem við upplifum ekki hefur enga merkingu fyrir okkur. Skynjun og upplifun veruleikans gefur okkur merkingarmyndir – merkingarmyndir sem eru nauðsynlegar máltökunni. Að tala er að segja frá því sem við höfum upplifað. Við munum eða endurlifum fyrri reynslu í huganum og lærum hljóðmyndir fyrir merkingarmyndir reynslunnar. Upplifun merkingar og hugsun eru forsendur talmáls sem síðan leiðir af sér ritmál. Máltakan hefst með talmálinu, – hlustun og tali, – en notkun ritmáls, – lestur og ritun, – er lokaþátturinn. Án lestrar er máltakan ekki fullkomnuð.Lesblinduleiðrétting Myndræn skynjun og myndhugsun er okkur meðfædd en þegar við lærum að tala förum við að hugsa í orðum eða hljóðmyndum orða í stað merkingarmynda. Hljóðmyndir orða eru síðan varðveittar í rituðu máli eða sjónmyndum sem raðað er saman úr táknum – bókstöfum. Börn læra að tala í faðmi fjölskyldunnar. „Kennslan“ er óformleg og stjórnast mest af áhuga og getu barnsins. Þegar börnin koma í skóla, hefst formleg lestrarkennsla. Öllum eru ætluð sömu viðfangsefni, sömu aðferðir og sami árangur á sama tíma. Flestum farnast vel, en þó eru alltaf nokkur sem sjá lítinn árangur. Kennslan hentar þeim ekki, þau læra ekki að lesa, þau læra að geta ekki lært að lesa – þau læra að vera lesblind. Myndræn börn, sem ekki njóta lestrarkennslu við hæfi, ná ekki valdi á lestri og eru sögð lesblind. Þau lenda síðan í afleiddum erfiðleikum þegar fram í sækir og námsárangur byggist æ meir á lestri námsbóka. Getur þá svo farið að góðir námsmenn gefist upp og hverfi frá námi, jafnvel að ráði skólans. Það er aldrei of seint fyrir myndhugsuði, sem hafa „lært“ lesblindu, að fara í endurhæfingu – losna við lesblinduna og fara að njóta hæfileika sinna. Lesblindan er lærð og þeir sem læra hana eiga þá náðargáfu að geta hugsað í myndum – upplifað hugsanir sem myndskeið. Með lesblinduleiðréttingu má ná fullkomnum tökum á lestri og útrýma þannig „lesblindunni“. Lesblinduleiðrétting hentar öllum, sem ekki hafa notið lestrarkennslu við hæfi og eru því sagðir lesblindir.
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar