Karlaheimur Stefán Máni skrifar 5. desember 2013 06:00 Einu sinni sem oftar fór ég með bílinn á dekkjaverkstæði. Ef til er erkitýpískur karlastaður þá komast verkstæði ansi nærri því. Þegar ég kom inn í afgreiðsluna voru tveir aðrir viðskiptavinir að bíða þess að röðin kæmi að þeim, karl og kona. Svo bættist enn einn karlinn við. Karlinn sem var á undan mér fékk afgreiðslu, röðin var sem sagt komin að konunni. Hún stóð pen og stillt upp við vegg, næstum inni í horni, og beið þolinmóð. En þegar afgreiðslumaðurinn birtist beinir hann athyglinni að mér en ekki konunni. „Ég er ekki næstur,“ segi ég en hef varla sleppt orðinu þegar sá sem er á eftir mér í röðinni nær athygli afgreiðslumannsins. Konan fórnar höndum en enginn tekur eftir því. Þegar afgreiðslumaðurinn ætlaði svo að afgreiða mig næst þurfti ég að benda honum kurteislega á konuna, sem var orðin rauð í framan af reiði eða skömm. Þetta er örugglega ekki mest sláandi saga sem heyrst hefur um kynbundið ofbeldi, enda langt frá því að vera safarík – ekkert blóð, engir marblettir, ekki einu sinni brotin sál eða tár á vanga. En þetta atvik opnaði augu mín, ég fór að horfa öðruvísi í kringum mig. Það sem ég sá var ekki óframfærin kona eða dónalegur karl heldur birtingarmynd hugarfars – ég sá hvernig karlar hugsa ómeðvitað, hvernig þeir hegða sér, og ég sá stað konunnar í heimi karla, þögla og ósýnilega inni í horni. Ég fór að sjá þessa sömu hegðun alls staðar – karlar ota sér fram, vaða yfir allt og alla, á meðan konur stíga til hliðar, sýna þolinmæði og kyngja niðurlægingunni. Svo ég alhæfi: Karlar eru agressívir og konur passívar. Við erum Homer Simpson, þið eruð Marge. Ég er karl, ég er líka svona í eðli mínu, en eftir að hafa áttað mig á því fór ég að breyta hegðun minni meðvitað.Kvenleg gildi í hávegum Hvað er ég að segja? Að dónaskapur sé ofbeldi og að jafnrétti kynjanna felist í að sýna tillitssemi? Eigum við að fara aftur að opna bíldyr og tríta dömurnar eins og prinsessurnar sem þær eru? Nei, það er ekki málið. Það væri bara óskandi að karlmenn átti sig á að þeir eru yfirgangssamir og að frekja þeirra bitnar á öðrum. Sá freki á ekki að hafa forgang, hans skoðanir eru ekki endilega réttar og hans aðferð ekki sú besta. Við lifum í karlaheimi. Karlar eru með hærri laun, þeir stjórna fyrirtækjum og leiða þjóðir. Þeirra aðferð er að tala hátt, gera lítið úr andstæðingum og standa við þvermóðskulegar skoðanir sínar hvort sem þær eru réttar eða rangar. Þær fáu konur sem komast að hafa tileinkað sér meira eða minna leikreglur og hugsanagang karla – t.d. Margaret Thatcher. Ég vil frekar sjá kvenleg gildi í hávegum. Ég vil sjá fyrirtæki, borg eða landi stjórnað af skynsemi, heilindum og af varfærni. „Boring!“ segir Homer Simpson. En konur fara ekki í stríð! Í karlaheiminum eiga konur að hlýða, þær þurfa að þola niðurlægingu, ofbeldi og skömm. Auk þess að vera ósýnilegar á dekkjaverkstæðum, nema þær séu naktar á dagatali uppi á vegg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Einu sinni sem oftar fór ég með bílinn á dekkjaverkstæði. Ef til er erkitýpískur karlastaður þá komast verkstæði ansi nærri því. Þegar ég kom inn í afgreiðsluna voru tveir aðrir viðskiptavinir að bíða þess að röðin kæmi að þeim, karl og kona. Svo bættist enn einn karlinn við. Karlinn sem var á undan mér fékk afgreiðslu, röðin var sem sagt komin að konunni. Hún stóð pen og stillt upp við vegg, næstum inni í horni, og beið þolinmóð. En þegar afgreiðslumaðurinn birtist beinir hann athyglinni að mér en ekki konunni. „Ég er ekki næstur,“ segi ég en hef varla sleppt orðinu þegar sá sem er á eftir mér í röðinni nær athygli afgreiðslumannsins. Konan fórnar höndum en enginn tekur eftir því. Þegar afgreiðslumaðurinn ætlaði svo að afgreiða mig næst þurfti ég að benda honum kurteislega á konuna, sem var orðin rauð í framan af reiði eða skömm. Þetta er örugglega ekki mest sláandi saga sem heyrst hefur um kynbundið ofbeldi, enda langt frá því að vera safarík – ekkert blóð, engir marblettir, ekki einu sinni brotin sál eða tár á vanga. En þetta atvik opnaði augu mín, ég fór að horfa öðruvísi í kringum mig. Það sem ég sá var ekki óframfærin kona eða dónalegur karl heldur birtingarmynd hugarfars – ég sá hvernig karlar hugsa ómeðvitað, hvernig þeir hegða sér, og ég sá stað konunnar í heimi karla, þögla og ósýnilega inni í horni. Ég fór að sjá þessa sömu hegðun alls staðar – karlar ota sér fram, vaða yfir allt og alla, á meðan konur stíga til hliðar, sýna þolinmæði og kyngja niðurlægingunni. Svo ég alhæfi: Karlar eru agressívir og konur passívar. Við erum Homer Simpson, þið eruð Marge. Ég er karl, ég er líka svona í eðli mínu, en eftir að hafa áttað mig á því fór ég að breyta hegðun minni meðvitað.Kvenleg gildi í hávegum Hvað er ég að segja? Að dónaskapur sé ofbeldi og að jafnrétti kynjanna felist í að sýna tillitssemi? Eigum við að fara aftur að opna bíldyr og tríta dömurnar eins og prinsessurnar sem þær eru? Nei, það er ekki málið. Það væri bara óskandi að karlmenn átti sig á að þeir eru yfirgangssamir og að frekja þeirra bitnar á öðrum. Sá freki á ekki að hafa forgang, hans skoðanir eru ekki endilega réttar og hans aðferð ekki sú besta. Við lifum í karlaheimi. Karlar eru með hærri laun, þeir stjórna fyrirtækjum og leiða þjóðir. Þeirra aðferð er að tala hátt, gera lítið úr andstæðingum og standa við þvermóðskulegar skoðanir sínar hvort sem þær eru réttar eða rangar. Þær fáu konur sem komast að hafa tileinkað sér meira eða minna leikreglur og hugsanagang karla – t.d. Margaret Thatcher. Ég vil frekar sjá kvenleg gildi í hávegum. Ég vil sjá fyrirtæki, borg eða landi stjórnað af skynsemi, heilindum og af varfærni. „Boring!“ segir Homer Simpson. En konur fara ekki í stríð! Í karlaheiminum eiga konur að hlýða, þær þurfa að þola niðurlægingu, ofbeldi og skömm. Auk þess að vera ósýnilegar á dekkjaverkstæðum, nema þær séu naktar á dagatali uppi á vegg.
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar