Karlaheimur Stefán Máni skrifar 5. desember 2013 06:00 Einu sinni sem oftar fór ég með bílinn á dekkjaverkstæði. Ef til er erkitýpískur karlastaður þá komast verkstæði ansi nærri því. Þegar ég kom inn í afgreiðsluna voru tveir aðrir viðskiptavinir að bíða þess að röðin kæmi að þeim, karl og kona. Svo bættist enn einn karlinn við. Karlinn sem var á undan mér fékk afgreiðslu, röðin var sem sagt komin að konunni. Hún stóð pen og stillt upp við vegg, næstum inni í horni, og beið þolinmóð. En þegar afgreiðslumaðurinn birtist beinir hann athyglinni að mér en ekki konunni. „Ég er ekki næstur,“ segi ég en hef varla sleppt orðinu þegar sá sem er á eftir mér í röðinni nær athygli afgreiðslumannsins. Konan fórnar höndum en enginn tekur eftir því. Þegar afgreiðslumaðurinn ætlaði svo að afgreiða mig næst þurfti ég að benda honum kurteislega á konuna, sem var orðin rauð í framan af reiði eða skömm. Þetta er örugglega ekki mest sláandi saga sem heyrst hefur um kynbundið ofbeldi, enda langt frá því að vera safarík – ekkert blóð, engir marblettir, ekki einu sinni brotin sál eða tár á vanga. En þetta atvik opnaði augu mín, ég fór að horfa öðruvísi í kringum mig. Það sem ég sá var ekki óframfærin kona eða dónalegur karl heldur birtingarmynd hugarfars – ég sá hvernig karlar hugsa ómeðvitað, hvernig þeir hegða sér, og ég sá stað konunnar í heimi karla, þögla og ósýnilega inni í horni. Ég fór að sjá þessa sömu hegðun alls staðar – karlar ota sér fram, vaða yfir allt og alla, á meðan konur stíga til hliðar, sýna þolinmæði og kyngja niðurlægingunni. Svo ég alhæfi: Karlar eru agressívir og konur passívar. Við erum Homer Simpson, þið eruð Marge. Ég er karl, ég er líka svona í eðli mínu, en eftir að hafa áttað mig á því fór ég að breyta hegðun minni meðvitað.Kvenleg gildi í hávegum Hvað er ég að segja? Að dónaskapur sé ofbeldi og að jafnrétti kynjanna felist í að sýna tillitssemi? Eigum við að fara aftur að opna bíldyr og tríta dömurnar eins og prinsessurnar sem þær eru? Nei, það er ekki málið. Það væri bara óskandi að karlmenn átti sig á að þeir eru yfirgangssamir og að frekja þeirra bitnar á öðrum. Sá freki á ekki að hafa forgang, hans skoðanir eru ekki endilega réttar og hans aðferð ekki sú besta. Við lifum í karlaheimi. Karlar eru með hærri laun, þeir stjórna fyrirtækjum og leiða þjóðir. Þeirra aðferð er að tala hátt, gera lítið úr andstæðingum og standa við þvermóðskulegar skoðanir sínar hvort sem þær eru réttar eða rangar. Þær fáu konur sem komast að hafa tileinkað sér meira eða minna leikreglur og hugsanagang karla – t.d. Margaret Thatcher. Ég vil frekar sjá kvenleg gildi í hávegum. Ég vil sjá fyrirtæki, borg eða landi stjórnað af skynsemi, heilindum og af varfærni. „Boring!“ segir Homer Simpson. En konur fara ekki í stríð! Í karlaheiminum eiga konur að hlýða, þær þurfa að þola niðurlægingu, ofbeldi og skömm. Auk þess að vera ósýnilegar á dekkjaverkstæðum, nema þær séu naktar á dagatali uppi á vegg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Einu sinni sem oftar fór ég með bílinn á dekkjaverkstæði. Ef til er erkitýpískur karlastaður þá komast verkstæði ansi nærri því. Þegar ég kom inn í afgreiðsluna voru tveir aðrir viðskiptavinir að bíða þess að röðin kæmi að þeim, karl og kona. Svo bættist enn einn karlinn við. Karlinn sem var á undan mér fékk afgreiðslu, röðin var sem sagt komin að konunni. Hún stóð pen og stillt upp við vegg, næstum inni í horni, og beið þolinmóð. En þegar afgreiðslumaðurinn birtist beinir hann athyglinni að mér en ekki konunni. „Ég er ekki næstur,“ segi ég en hef varla sleppt orðinu þegar sá sem er á eftir mér í röðinni nær athygli afgreiðslumannsins. Konan fórnar höndum en enginn tekur eftir því. Þegar afgreiðslumaðurinn ætlaði svo að afgreiða mig næst þurfti ég að benda honum kurteislega á konuna, sem var orðin rauð í framan af reiði eða skömm. Þetta er örugglega ekki mest sláandi saga sem heyrst hefur um kynbundið ofbeldi, enda langt frá því að vera safarík – ekkert blóð, engir marblettir, ekki einu sinni brotin sál eða tár á vanga. En þetta atvik opnaði augu mín, ég fór að horfa öðruvísi í kringum mig. Það sem ég sá var ekki óframfærin kona eða dónalegur karl heldur birtingarmynd hugarfars – ég sá hvernig karlar hugsa ómeðvitað, hvernig þeir hegða sér, og ég sá stað konunnar í heimi karla, þögla og ósýnilega inni í horni. Ég fór að sjá þessa sömu hegðun alls staðar – karlar ota sér fram, vaða yfir allt og alla, á meðan konur stíga til hliðar, sýna þolinmæði og kyngja niðurlægingunni. Svo ég alhæfi: Karlar eru agressívir og konur passívar. Við erum Homer Simpson, þið eruð Marge. Ég er karl, ég er líka svona í eðli mínu, en eftir að hafa áttað mig á því fór ég að breyta hegðun minni meðvitað.Kvenleg gildi í hávegum Hvað er ég að segja? Að dónaskapur sé ofbeldi og að jafnrétti kynjanna felist í að sýna tillitssemi? Eigum við að fara aftur að opna bíldyr og tríta dömurnar eins og prinsessurnar sem þær eru? Nei, það er ekki málið. Það væri bara óskandi að karlmenn átti sig á að þeir eru yfirgangssamir og að frekja þeirra bitnar á öðrum. Sá freki á ekki að hafa forgang, hans skoðanir eru ekki endilega réttar og hans aðferð ekki sú besta. Við lifum í karlaheimi. Karlar eru með hærri laun, þeir stjórna fyrirtækjum og leiða þjóðir. Þeirra aðferð er að tala hátt, gera lítið úr andstæðingum og standa við þvermóðskulegar skoðanir sínar hvort sem þær eru réttar eða rangar. Þær fáu konur sem komast að hafa tileinkað sér meira eða minna leikreglur og hugsanagang karla – t.d. Margaret Thatcher. Ég vil frekar sjá kvenleg gildi í hávegum. Ég vil sjá fyrirtæki, borg eða landi stjórnað af skynsemi, heilindum og af varfærni. „Boring!“ segir Homer Simpson. En konur fara ekki í stríð! Í karlaheiminum eiga konur að hlýða, þær þurfa að þola niðurlægingu, ofbeldi og skömm. Auk þess að vera ósýnilegar á dekkjaverkstæðum, nema þær séu naktar á dagatali uppi á vegg.
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun