Elsku valdamikla ófatlaða fólk Freyja Haraldsdóttir skrifar 3. desember 2013 00:00 Í heiminum er um einn milljarður, eða 15% íbúa, sem er útilokaður frá því að geta tekið fullan þátt og haft áhrif á samfélög sín vegna fordóma, efnis-, félags-, og efnahagslegra hindrana. Þessi milljarður kvenna og karla virðist samkvæmt rannsóknum vera fátækasti hópur heims, skortir jafnan aðgang að menntun, atvinnu, heilbrigðisþjónustu, félagsþjónustu og réttindagæslu. Auk þess er dánartíðni hópsins hærri en þeirra sem standa utan hópsins og ofbeldi mælist meira gagnvart honum. Um er að ræða fatlað fólk. Þrátt fyrir þessa stöðu hefur fatlað fólk verið ósýnilegt í hinu opna samfélagi, líka á Íslandi. Alþjóðleg baráttusamtök fatlaðs fólks víða um heim, í samstarfi við fræðasamfélagið, lögspekinga og aðra sérfræðinga náðu því miklum árangri þegar Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var samþykktur árið 2006 eftir áratuga vinnu við að reyna að breyta viðhorfum og nálgun í umræðu um fatlað fólk og fötlun. Samningurinn er verkfæri til þess að vernda mannréttindi þessa jaðarhóps vegna langrar sögu undirokunar, ofbeldis og útilokunar en jafnframt til þess að hvetja aðildarríki til þess að breyta samfélögum sínum, í skrefum, með þeim hætti að þau mismuni aldrei fólki á grundvelli fötlunar. Ekki er um nein ný réttindi að ræða heldur útfærslu á almennum mannréttindum í samræmi við reynslu, upplifun og aðstæður fatlaðs fólks. Ísland undirritaði samninginn árið 2007 og hefur þar með skuldbundið sig til þess að gera ekki neitt sem gengur gegn honum. Nú sjö árum síðar bíður fatlað fólk á Íslandi enn eftir því að stjórnvöld geri sér annars vegar grein fyrir raunverulegri þýðingu samningsins en ekki síst að í nánu samstarfi og með virkri aðkomu fatlaðs fólks verði þessi samningur fullgildur.Ísland er hvorki saklaust né undanskilið Ísland er hvorki saklaust né undanskilið þegar kemur að því að undiroka, útiloka og beita fatlað fólk beinu og óbeinu ofbeldi. Enn eru fjármunir settir í uppbyggingu sérskóla og sérúrræða innan skólakerfisins í stað þess að verja fjármagni í að gera almenna skóla aðgengilega fyrir öll börn og skapa þeim forsendur til þess að mennta sig og verða félagslega sterk. Samkvæmt 24. grein ofangreinds samnings kemur fram að aðildarríki séu skuldbundin til þess að virða og viðhalda rétt fatlaðs fólks til menntunar, tryggja jöfn tækifæri innan skólakerfisins án mismununar. Fatlað fólk á Íslandi er samkvæmt rannsóknum í meiri hættu en aðrir á að lifa undir fátæktarmörkum auk þess sem ekki er auðvelt að komast út á vinnumarkaðinn, m.a. vegna fordóma og skorts á aðstoð. Stjórnvöld eru því enn að velja að verja fjármagni í að byggja upp þjónustukerfi og vinnumarkað sem útilokar fatlað fólk og dregur úr möguleikum þess til virkni. Samkvæmt 27. grein samningsins skal jafnrétti til atvinnu á almennum vinnumarkaði tryggt og möguleiki til lífsviðurværis. Stjórnvöld hafa jafnframt fjárfest í slakri heilsu fatlaðs fólks en skýrsla Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar um heilsu fatlaðs fólks sýnir fram á, sem rýmar vel við stöðuna á Íslandi, að fatlað fólk býr ekki við sama aðgengi að heilbrigðisþjónustu vegna viðhorfa í samfélaginu, efnahags og skorts á aðstoð til þess að geta sótt sér þá þjónustu sem er í boði. Verri heilsa getur líka verið afleiðing af ófullnægjandi aðstoð, stofnanavistun og fátækt. Samkvæmt 25. grein samnings skulu aðildarríki vernda rétt fatlaðs fólks til þess að geta notið bestu heilsu og mögulegt er án mismununar og tryggja aðgengi að heilbrigðiskerfinu. Enn þann dag í dag fjárfestir ríkið og sveitarfélög í hópúrræðum sem eru aðgreind og takmarka möguleika fatlaðs fólks til þess að geta tekið þátt í samfélaginu, stjórnað lífi sínu og lifað fjölskyldulífi. Samt sem áður leggur 19. grein samningsins beinlínis blátt bann við stofnanavistun og því að fatlað fólk hafi ekki stjórn á hvar það býr, með hverjum og hver aðstoðar það. Lengi mætti telja upp lélegar fjárfestingar stjórnvalda í mannréttindabrotum gagnvart fötluðu fólki en til þess að kóróna þær er lagastoðin sem við höfum að byggja á afar rýr og meira á forsendum kerfisins en okkar. Þar að auki hefur fatlað fólk takmarkaðan aðgang að réttarvernd hjá aðilum sem raunverulega hafa vald til þess að aðhafast í málunum og krefjast breytinga. Það fólk sem þarf aðstoð við ákvarðanatöku fær hana oft ekki og lítið mark er á því tekið. Sú staða er líka harðbönnuð samkvæmt 12. grein samningsins en þar kemur fram að fatlað fólk skuli standa jafn rétthátt gagnvart lögunum og fá aðstoð til þess að tryggja þann rétt. Í 13. grein kemur fram að fatlað fólk skuli hafa aðgang að réttarkerfinu.Mannréttindafrekjur og hagfræðispekingar Það þarf engan hagfræðispeking (þó hún/hann yrði líklega talin trúverðugri en mannréttindafrekja eins og ég alla daga) til þess að segja okkur að það að brjóta á fötluðu fólki með þessum hætti sé ekki bara ógn við heilsu þess, sóun á hæfileikum, svipting á mannlegri reisn og tómt klúður fyrir allt samfélagið, heldur ömurleg fjárfesting og sóun á dýrmætum krónum sem öllum er annt um þessa dagana. Ég er nokkuð viss um að hagfræðispekingurinn myndi ekki geta dregið það í efa að það að skapa fötluðu fólki möguleika til menntunar og atvinnu myndi breyta fjárhagsstöðu þess, að það að hætta að stofnanavista fólk og veita því aðstoð svo það geti mætt í skólann og vinnuna, leigt sér eða keypt húsnæði á almennum markaði, verið öflugari neytendur og hugað betur að heilsu sinni væri ein besta fjárfesting sem ríkið og sveitarfélög gætu farið í á þessu sviði. Því ekki nóg með það að fatlað fólk myndi öðlast frelsi og njóta borgaralegra og félagslegra mannréttinda og skyldna gætu foreldrar þess, systkini, makar og börn sem oft verða fyrir miklum áhrifum af þeirri undirokun, útilokun og ofbeldi sem fatlað fólk verður fyrir einnig farið að lifa mannsæmandi lífi.Til hamingju með daginn! Í NPA miðstöðinni er fatlað fólk sem sumt hefur öðlast frjálst sjálfstætt líf með notendastýrðri persónulegri aðstoð. Flest voru áður háð fjölskyldum sínum eða vistuð í sérúrræðum allan liðlangan daginn, bæði börn og fullorðnir. Í dag hins vegar stundar frjálsa fullorðna fólkið nám í félags- og kynjafræði, listfræði, lögfræði og garðyrkjufræði, aðrir vinna sem framkvæmdastjórar, tölvunarfræðingar, ráðgjafar og blaðamenn og borga þar með sína skatta og eru síður háðir bótum, einhverjir taka virkan þátt í stjórnmálum og enn aðrir stofna kaffihús. Flestir leigja íbúð úti í bæ, fara oftar í bíó, kaffihús, líkamsrækt, matvörubúð og verslunarmiðstöðvar, borga því virðisaukaskatt eins og þeir eigi lífið að leysa og margir ferðast talsvert um heiminn. Frjálsu og sjálfstæðu börnin og unglingarnir stunda nám í almennum grunn- og framhaldsskólum, þurfa ekki að sækja aðgreind tómstundaúrræði heldur geta farið heim að slappa af eða hitta vini eftir skóla, sótt böll og notið annarra tómstunda á jafnréttisgrundvelli við aðra og geta alist alfarið upp hjá foreldrum og systkinum. Enn sem komið er eru þetta ekki margir en fáu dæmin sýna okkur þó að það er til mikils að vinna, bæði fyrir okkur sjálf og samfélagið í heild sinni. Alþjóðadagur fatlaðs fólks á vegum Sameinuðu þjóðanna er í dag, 3. desember. Á þeim degi er því tilvalið að hvetja stjórnvöld til þess að verja fjármagni í að tryggja mannréttindi okkar með því að fullgilda Samning Sameinuðu þjóðanna og hætta þannig að sóa fjármagni í að viðhalda undirokun, útilokun og ofbeldi. Vandamálið er nefnilega ekki okkar. Við erum eins og við erum og viljum fá frið frá því að okkur séu gefin skilaboð um að það sé óæskilegt, kostnaðarsamt og vont. Vandamálið er fatlandi samfélag sem ófatlað valdamikið fólk hefur búið til. Við í NPA miðstöðinni lýsum okkur, í dag sem og aðra daga, reiðubúin til þess að aðstoða ykkur sem hafið vald til þess að hanna þetta samfélag svo að það geri ráð fyrir okkur líka. Reyndar krefjumst við þess því samkvæmt samningnum sem við ætlum að aðstoða ykkur við að fullgilda er það okkar réttur að hafa allt um okkar mál að segja. Til hamingju með daginn! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í heiminum er um einn milljarður, eða 15% íbúa, sem er útilokaður frá því að geta tekið fullan þátt og haft áhrif á samfélög sín vegna fordóma, efnis-, félags-, og efnahagslegra hindrana. Þessi milljarður kvenna og karla virðist samkvæmt rannsóknum vera fátækasti hópur heims, skortir jafnan aðgang að menntun, atvinnu, heilbrigðisþjónustu, félagsþjónustu og réttindagæslu. Auk þess er dánartíðni hópsins hærri en þeirra sem standa utan hópsins og ofbeldi mælist meira gagnvart honum. Um er að ræða fatlað fólk. Þrátt fyrir þessa stöðu hefur fatlað fólk verið ósýnilegt í hinu opna samfélagi, líka á Íslandi. Alþjóðleg baráttusamtök fatlaðs fólks víða um heim, í samstarfi við fræðasamfélagið, lögspekinga og aðra sérfræðinga náðu því miklum árangri þegar Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var samþykktur árið 2006 eftir áratuga vinnu við að reyna að breyta viðhorfum og nálgun í umræðu um fatlað fólk og fötlun. Samningurinn er verkfæri til þess að vernda mannréttindi þessa jaðarhóps vegna langrar sögu undirokunar, ofbeldis og útilokunar en jafnframt til þess að hvetja aðildarríki til þess að breyta samfélögum sínum, í skrefum, með þeim hætti að þau mismuni aldrei fólki á grundvelli fötlunar. Ekki er um nein ný réttindi að ræða heldur útfærslu á almennum mannréttindum í samræmi við reynslu, upplifun og aðstæður fatlaðs fólks. Ísland undirritaði samninginn árið 2007 og hefur þar með skuldbundið sig til þess að gera ekki neitt sem gengur gegn honum. Nú sjö árum síðar bíður fatlað fólk á Íslandi enn eftir því að stjórnvöld geri sér annars vegar grein fyrir raunverulegri þýðingu samningsins en ekki síst að í nánu samstarfi og með virkri aðkomu fatlaðs fólks verði þessi samningur fullgildur.Ísland er hvorki saklaust né undanskilið Ísland er hvorki saklaust né undanskilið þegar kemur að því að undiroka, útiloka og beita fatlað fólk beinu og óbeinu ofbeldi. Enn eru fjármunir settir í uppbyggingu sérskóla og sérúrræða innan skólakerfisins í stað þess að verja fjármagni í að gera almenna skóla aðgengilega fyrir öll börn og skapa þeim forsendur til þess að mennta sig og verða félagslega sterk. Samkvæmt 24. grein ofangreinds samnings kemur fram að aðildarríki séu skuldbundin til þess að virða og viðhalda rétt fatlaðs fólks til menntunar, tryggja jöfn tækifæri innan skólakerfisins án mismununar. Fatlað fólk á Íslandi er samkvæmt rannsóknum í meiri hættu en aðrir á að lifa undir fátæktarmörkum auk þess sem ekki er auðvelt að komast út á vinnumarkaðinn, m.a. vegna fordóma og skorts á aðstoð. Stjórnvöld eru því enn að velja að verja fjármagni í að byggja upp þjónustukerfi og vinnumarkað sem útilokar fatlað fólk og dregur úr möguleikum þess til virkni. Samkvæmt 27. grein samningsins skal jafnrétti til atvinnu á almennum vinnumarkaði tryggt og möguleiki til lífsviðurværis. Stjórnvöld hafa jafnframt fjárfest í slakri heilsu fatlaðs fólks en skýrsla Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar um heilsu fatlaðs fólks sýnir fram á, sem rýmar vel við stöðuna á Íslandi, að fatlað fólk býr ekki við sama aðgengi að heilbrigðisþjónustu vegna viðhorfa í samfélaginu, efnahags og skorts á aðstoð til þess að geta sótt sér þá þjónustu sem er í boði. Verri heilsa getur líka verið afleiðing af ófullnægjandi aðstoð, stofnanavistun og fátækt. Samkvæmt 25. grein samnings skulu aðildarríki vernda rétt fatlaðs fólks til þess að geta notið bestu heilsu og mögulegt er án mismununar og tryggja aðgengi að heilbrigðiskerfinu. Enn þann dag í dag fjárfestir ríkið og sveitarfélög í hópúrræðum sem eru aðgreind og takmarka möguleika fatlaðs fólks til þess að geta tekið þátt í samfélaginu, stjórnað lífi sínu og lifað fjölskyldulífi. Samt sem áður leggur 19. grein samningsins beinlínis blátt bann við stofnanavistun og því að fatlað fólk hafi ekki stjórn á hvar það býr, með hverjum og hver aðstoðar það. Lengi mætti telja upp lélegar fjárfestingar stjórnvalda í mannréttindabrotum gagnvart fötluðu fólki en til þess að kóróna þær er lagastoðin sem við höfum að byggja á afar rýr og meira á forsendum kerfisins en okkar. Þar að auki hefur fatlað fólk takmarkaðan aðgang að réttarvernd hjá aðilum sem raunverulega hafa vald til þess að aðhafast í málunum og krefjast breytinga. Það fólk sem þarf aðstoð við ákvarðanatöku fær hana oft ekki og lítið mark er á því tekið. Sú staða er líka harðbönnuð samkvæmt 12. grein samningsins en þar kemur fram að fatlað fólk skuli standa jafn rétthátt gagnvart lögunum og fá aðstoð til þess að tryggja þann rétt. Í 13. grein kemur fram að fatlað fólk skuli hafa aðgang að réttarkerfinu.Mannréttindafrekjur og hagfræðispekingar Það þarf engan hagfræðispeking (þó hún/hann yrði líklega talin trúverðugri en mannréttindafrekja eins og ég alla daga) til þess að segja okkur að það að brjóta á fötluðu fólki með þessum hætti sé ekki bara ógn við heilsu þess, sóun á hæfileikum, svipting á mannlegri reisn og tómt klúður fyrir allt samfélagið, heldur ömurleg fjárfesting og sóun á dýrmætum krónum sem öllum er annt um þessa dagana. Ég er nokkuð viss um að hagfræðispekingurinn myndi ekki geta dregið það í efa að það að skapa fötluðu fólki möguleika til menntunar og atvinnu myndi breyta fjárhagsstöðu þess, að það að hætta að stofnanavista fólk og veita því aðstoð svo það geti mætt í skólann og vinnuna, leigt sér eða keypt húsnæði á almennum markaði, verið öflugari neytendur og hugað betur að heilsu sinni væri ein besta fjárfesting sem ríkið og sveitarfélög gætu farið í á þessu sviði. Því ekki nóg með það að fatlað fólk myndi öðlast frelsi og njóta borgaralegra og félagslegra mannréttinda og skyldna gætu foreldrar þess, systkini, makar og börn sem oft verða fyrir miklum áhrifum af þeirri undirokun, útilokun og ofbeldi sem fatlað fólk verður fyrir einnig farið að lifa mannsæmandi lífi.Til hamingju með daginn! Í NPA miðstöðinni er fatlað fólk sem sumt hefur öðlast frjálst sjálfstætt líf með notendastýrðri persónulegri aðstoð. Flest voru áður háð fjölskyldum sínum eða vistuð í sérúrræðum allan liðlangan daginn, bæði börn og fullorðnir. Í dag hins vegar stundar frjálsa fullorðna fólkið nám í félags- og kynjafræði, listfræði, lögfræði og garðyrkjufræði, aðrir vinna sem framkvæmdastjórar, tölvunarfræðingar, ráðgjafar og blaðamenn og borga þar með sína skatta og eru síður háðir bótum, einhverjir taka virkan þátt í stjórnmálum og enn aðrir stofna kaffihús. Flestir leigja íbúð úti í bæ, fara oftar í bíó, kaffihús, líkamsrækt, matvörubúð og verslunarmiðstöðvar, borga því virðisaukaskatt eins og þeir eigi lífið að leysa og margir ferðast talsvert um heiminn. Frjálsu og sjálfstæðu börnin og unglingarnir stunda nám í almennum grunn- og framhaldsskólum, þurfa ekki að sækja aðgreind tómstundaúrræði heldur geta farið heim að slappa af eða hitta vini eftir skóla, sótt böll og notið annarra tómstunda á jafnréttisgrundvelli við aðra og geta alist alfarið upp hjá foreldrum og systkinum. Enn sem komið er eru þetta ekki margir en fáu dæmin sýna okkur þó að það er til mikils að vinna, bæði fyrir okkur sjálf og samfélagið í heild sinni. Alþjóðadagur fatlaðs fólks á vegum Sameinuðu þjóðanna er í dag, 3. desember. Á þeim degi er því tilvalið að hvetja stjórnvöld til þess að verja fjármagni í að tryggja mannréttindi okkar með því að fullgilda Samning Sameinuðu þjóðanna og hætta þannig að sóa fjármagni í að viðhalda undirokun, útilokun og ofbeldi. Vandamálið er nefnilega ekki okkar. Við erum eins og við erum og viljum fá frið frá því að okkur séu gefin skilaboð um að það sé óæskilegt, kostnaðarsamt og vont. Vandamálið er fatlandi samfélag sem ófatlað valdamikið fólk hefur búið til. Við í NPA miðstöðinni lýsum okkur, í dag sem og aðra daga, reiðubúin til þess að aðstoða ykkur sem hafið vald til þess að hanna þetta samfélag svo að það geri ráð fyrir okkur líka. Reyndar krefjumst við þess því samkvæmt samningnum sem við ætlum að aðstoða ykkur við að fullgilda er það okkar réttur að hafa allt um okkar mál að segja. Til hamingju með daginn!
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun