Innlent

Mjólkurkvótinn verður aukinn á næsta ári

Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar
Eftirspurn eftir fituríkum mjólkurafurðum hefur aukist mikið síðustu mánuði og hafa afurðastöðvar samið við bændur um að borga jafn mikið fyrir umframmjólkina og kvótamjólkina eða 82 krónur fyrir lítrann. Frettablaðið/GVA
Eftirspurn eftir fituríkum mjólkurafurðum hefur aukist mikið síðustu mánuði og hafa afurðastöðvar samið við bændur um að borga jafn mikið fyrir umframmjólkina og kvótamjólkina eða 82 krónur fyrir lítrann. Frettablaðið/GVA
Kúabændur fá ekki hærri ríkisstyrki þó mjólkurkvótinn sé aukinn. Afurðastöðvar ætla að greiða fullt verð fyrir mjólk sem framleidd er umfram kvóta á þessu ári.

„Framleiðslustyrkir sem við fáum í gegnum búvörusamninginn eru föst upphæð og hún breytist ekki þó mjólkurkvótinn sé aukinn. Eftir því sem kvótinn eykst deilist styrkurinn á fleiri lítra,“ segir Sigurður Loftsson formaður Landssambands kúabænda.

Vegna aukinnar neyslu á fituríkum mjólkurafurðum hefur verið ákveðið að auka mjólkurkvótann um 7 milljónir lítra á næsta ári eða úr 116 milljónum lítra í 123 þúsund lítra.

Undanfarin ár hafa bændur framleitt 6 til 8 milljónir lítra af mjólk umfram kvóta. Afurðir úr umframmjólkinni hafa verið fluttar út og hafa bændur fengið um 40 krónur fyrir lítrann.

Guðni Ágústsson framkvæmdastjóri Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði segir að búið sé að semja við bændur um að þeir fái greitt sama verð fyrir umframmjólkina og þeir fá fyrir kvótamjólkina, það er 82 krónur fyrir lítrann.

660 kúabú fá styrki

  • Styrkir til kúabænda nema 6,3 milljörðum á þessu ári. Mjólkurkvótinn er 116 milljónir lítra. 
  • nBeingreiðslur nema 45,75 kr. á lítra. Kynbóta- og þróunarfé er 1,36 kr. á lítra. Gripagreiðslur eru 5,41 króna á lítra.
  • nAðrar greiðslur, ótengdar framleiðslu, nema 1,58 krónum á hvern lítra. Ríkið greiðir 54,10 krónur í framleiðslustyrk á hvern mjólkurlítra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×