Viðskipti innlent

Nýskráningum fjölgar og gjaldþrotum fækkar

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Kvarðinn lesinn. Hart virðist í ári á verkstæðum fyrir vélknúin ökutæki. Þó nokkur slík hafa lagt upp laupana á árinum.
Kvarðinn lesinn. Hart virðist í ári á verkstæðum fyrir vélknúin ökutæki. Þó nokkur slík hafa lagt upp laupana á árinum. Nordicphotos/AFP
Nýskráningar einkahlutafélaga fyrstu tíu mánuði ársins eru 9,5 prósentum fleiri en á sama tíma í fyrra.

Í nýbirtum tölum Hagstofunnar kemur fram að í október hafi verið nýskráð 181 einkahlutafélag. Í október í fyrra voru nýskráð 155. „Nýskráningar voru flestar í fasteignaviðskiptum,“ segir á vef Hagstofunnar.

Frá janúar og út október voru nýskráningar 1.613, en voru 1.473 í fyrra.

„Þá voru 117 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta í októbermánuði. Fyrstu 10 mánuði ársins var fjöldi gjaldþrota 787, en það er 13,6 prósenta fækkun frá sama tímabili í fyrra þegar 911 fyrirtæki voru tekin til gjaldþrotaskipta.“

Fram kemur í gögnum Hagstofunnar að flest gjaldþrot það sem af er ári séu í flokknum heild- og smásöluverslunar og ökutækjaviðgerðum, samtals 162.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×