Innlent

Víravegrið á Reykjanesbrautina

Þorgils Jónsson skrifar
Stefnt er að því að ljúka þessum áfanga af uppsetningu víravegriðs á Reykjanesbrautinni á næstu tveimur vikum.
Stefnt er að því að ljúka þessum áfanga af uppsetningu víravegriðs á Reykjanesbrautinni á næstu tveimur vikum. Fréttablaðið/Stefán
Framkvæmdir eru langt komnar við uppsetningu víravegriðs milli akreina á tvöfalda kafla Reykjanesbrautar.

Verktakafyrirtækið Nortak sér þar um að setja upp 8,6 kílómetra vegrið og er gert ráð fyrir að framkvæmdum ljúki innan tveggja vikna nema eitthvað komi upp á. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni mun kostnaðurinn við verkið nema um 60 milljónum króna.

Auður Þóra Árnadóttir, forstöðumaður hjá Vegagerðinni, segir að vegriðið sé sett upp í öryggisskyni til að fyrirbyggja að bílar geti runnið af annarri akrein yfir á hina. Stefnt sé að því að setja upp vegrið á öllum tvöfalda kaflanum, en tímasetning velti á fjármagni.

Aðspurð hvort öryggissjónarmið eða sparnaður liggi á bak við ákvörðun um að setja upp víravegrið í stað stálriðs segir Auður að hvort tveggja hafi komið til greina. „Þetta er talið jafnöruggt en það skefur síður á víravegriðin og það skiptir ekki síst máli.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×