Það skortir konur í kvikmyndagerð Marín Manda skrifar 15. nóvember 2013 10:00 Nanna Kristín Magnúsdóttir Fréttablaðið/Stefán Karlsson Nanna Kristín Magnúsdóttir hefur verið viðloðandi leiklistina í áraraðir, Hún hlaut Edduverðlaunin sem besta leikkona í aðalhlutverki og handritshöfundur fyrir Foreldra. Lífið ræddi við hana um heimflutninginn frá Kanada, tækifærin í leiklistinni á Íslandi og drauminn um að skrifa sjónvarpsþátt og leikstýra kvikmynd í fullri lengd. Nanna Kristín Magnúsdóttir er ein af stofnendum Vesturports. Hún útskrifaðist úr Leiklistarskóla Íslands árið 1999 og hefur leikið í fjölda sjónvarpsþátta, stutt- og kvikmynda ásamt leikhúsverkum. Hún hlaut Edduverðlaun árið 2007 sem leikkona ársins í aðalhlutverki og handritshöfundur fyrir kvikmyndina Foreldra. Undanfarin ár hefur hugur hennar sótt meira í átt að leikstjórn og handritsskrifum en þó segist hún eiga erfitt með að slíta sig frá leiklistinni þegar spennandi hlutverk ber á góma.Hvað dreymdi þig um að verða þegar þú varst lítil stelpa? „Ég fór í gegnum alls kyns pælingar með það. Ég man að mig langaði á einhverjum tímapunkti að verða gjaldkeri í banka og varð ég mér þá úti um eyðublöð sem þá voru notuð og æfði mig í að fylla þau samviskusamlega út. Hélt sem sagt bókhald og raðaði öllu í möppu.“ Eftir að hafa útskrifast úr MR fórstu beint í Leiklistarskóla Íslands. Hvenær fórstu að hafa áhuga á leiklist? „Örugglega þegar ég var að stúdera bankastarfsmennina í Búnaðarbankanum á Vesturgötu til að geta náð tökum á gjaldkerastarfinu. Eða jafnvel þegar ég var enn yngri. Ég man þegar ég var lítil að mér fannst oft skemmtilegra að horfa og hlusta á krakka leika heldur en að taka þátt í leikjunum. Það er samt kannski ekki eðlilegt ef ég hugsa út í það en allavega nýtist það mér núna sem leikkona, þó að ég hafi verið krípí barn.“Verður alltaf VesturportariÞú varst ein af stofnendum Vesturports árið 2001. Hvernig kom það til? „Þá vorum við ung og nýútskrifuð. Þetta var tækifæri til að gera eitthvað sjálf og vinahópur minn var tilbúinn að gera það. Síðan þá hef ég verið viðloðandi eina og eina sýningu því ég var fastráðin hjá Þjóðleikhúsinu og var mjög upptekin þar. Að sjálfsögðu sáum við ekki fyrir þessa sprengju sem þetta svo varð. Ég lít á sjálfa mig sem Vesturportara þrátt fyrir að ég taki ekki þátt í daglegum rekstri. Við hittumst oft og ég er stolt af því að vera hluti af þessum hópi. Það er þó Gísli Örn sem á þessa útrás og hann er alveg einbeittur í því.“ Leikarabransinn hlýtur að vera stundum svolítið harður á Íslandi, er jafnvel slegist um hlutverkin? „Þetta er aldrei persónulegt. Í bíómyndum eru leikstjórar oft að velja fólk sem þeir vilja vinna með. Samskiptin skipta ótrúlega miklu máli í listum, bæði í leikhúsum og kvikmyndum. Oft er fastur kjarni í leikhúsunum þannig að leikstjórinn fær að velja innan þess hóps. Það er oft valið út frá því hvaða fólki er gott að vinna með og auðvitað er gaman að vinna með reyndu fólki en það er einnig innblástur að vinna með nýju fólki í faginu.“ Oftast fleiri karlhlutverk í boðiFinnst þér halla á hlut kvenna í leiklistinni eða er jafnvægi á milli kynjanna? „Í leikhúsinu eru oft skrifuð karlhlutverk og í kvikmyndum væri gaman að sjá fleiri kvenhlutverk. Í stuttmyndinni minni var ég einungis með eitt karlkynshlutverk sem Jóhann Sigurðarson leikur en hann er náttúrulega karlmaður fyrir allan peninginn. Þar var ég einnig að skrifa fyrir eldri leikkonur. Mig langar að skrifa fyrir konur en það er ekki nóg eitt og sér. Það þarf að vera einhver saga og sögurnar eru þarna því konur eru svo spennandi.“Hvort heillar meira, sviðið eða kvikmyndir? „Þetta er eiginlega eins og að spyrja hvort elskarðu meira mömmu þína eða pabba. Ég elska starf mitt sem leikkona, hvort sem það er á sviði, í sjónvarpi, útvarpi, á hvíta tjaldinu eða hvaða miðli sem er. Þetta er ekki bara vinnan mín heldur einnig ástríða mín. Þar liggur metnaður minn og mínum frítíma eyði ég mikið í leikhúsi eða kvikmyndahúsum bæði til afþreyingar og að ná mér í innblástur. Hins vegar hef ég áhuga á og vinn markvisst að því að bæta við mig reynslu og fara í nám til að breikka mitt starfssvið.“ Nanna Kristín í Refnum.Mynd/Grímur BjarnasonHandritshöfundar þurfa að vera sjálfsgagnrýnirNú ertu tiltölulega nýkomin heim frá Kanada þar sem þú varst að læra handritsgerð fyrir sjónvarp og kvikmyndir við Vancouver Film School? Hvað varð til þess? „Draumur minn er að skrifa sjónvarpsþátt um karakter sem þróast og breytist. Svo langar mig að leikstýra en mér fannst ég þurfa að læra meira í handritsgerð því það er flókið. Ég hef leikstýrt heimildarmynd og stuttmynd og stefni á að leikstýra kvikmynd í fullri lengd.“ Nanna Kristín er fjölskyldumanneskja og segir eina af ástæðum þess að hún fór í námið hafi verið að hana langaði að eyða fleiri kvöldstundum með fjölskyldunni en ekki vera að leika á hverju kvöldi. „Mig langaði að vera sjálfstæðari í minni vinnu. Handritshöfundar geta unnið hvar sem er í heiminum og þegar maður er kominn með fjölskyldu þá er ekki sérlega fjölskylduvænt að vera að leika á hverju kvöldi.“ Eru margar konur á Íslandi búnar að læra handritsgerð? „Ef ég á að segja alveg eins og er þá veit ég ekki um neina konu og það eru heldur ekki margir karlmenn hér heima sem hafa lært handritsgerð. Þetta er þó hluti af öðru námi eins og leikstjórn og kvikmyndagerð. Margir íslenskir leikstjórar semja handritin sín sjálfir en ég hef líka mikinn áhuga á að skrifa handrit sem aðrir leikstýra.“ Mætti því segja að þú sért að vissu leyti brautryðjandi kvenna í handritsgerð fyrir kvikmyndir og sjónvarp? Það kemur hik á Nönnu Kristínu og það lifnar yfir henni áður en hún svarar: „Ég hafði nú ekki hugsað út í það á þennan hátt en jú, takk fyrir að segja þetta. Handritsgerð tekur langan tíma því maður þarf að melta hlutina, skrifa og koma að þessu aftur seinna. Maður þarf að vera mjög sjálfsgagnrýninn og vanda sig. Það er ekki leyfilegt að sleppa öllu í gegn. Oft er maður með öðru fólki að skrifa og þá getur fólk unnið saman og þróað hugmyndir án þess að vera á sama stað. Það er margt í gangi og það tekur allt sinn tíma. Maður lærir einfaldlega mest af reynslunni.“ Hvernig var svo að koma heim aftur? Ég kom heim í ágúst og var að leika í kvikmyndinni París norðursins þar sem ég leik á móti Birni Thors og Helga Björns en Hafsteinn Gunnar leikstýrði. Þá var ég á Flateyri í mánuð sem var frekar gaman. Mig langaði ekkert mikið heim en þegar ég var komin aftur þá fann ég hvað það var gott fyrir börnin. Ég er auðvitað ánægð í því sem ég er að gera en ég finn hins vegar fyrir þessu mikla áreiti hér heima. Það er svo mikill asi en ég er sjálf að reyna að kúpla mig aðeins út úr því. Maður gæti verið alls staðar öllum stundum.“Ekki hægt að neita hlutverkinuNú ferð þú með hlutverk í nýju verki, Refnum, sem sýnt er í Borgarleikhúsinu. Segðu örlítið frá því. „Refurinn er svo spennandi verkefni að ég gat ekki sagt nei. Þetta er magnþrunginn þriller. Þessi persóna sem ég leik hefur rosalega flotta brú sem byrjar á forvitni, verður síðan sterk, verður fyrir áfalli og endar brotin. Sem leikkona er ég mjög þakklát fyrir að fá að fara í svona rússíbanaferð svo vonandi skila ég þessu almennilega frá mér. Þetta hlutverk er mjög mikil áskorun. Ég hef aldrei unnið með neinum af leikhópnum áður sem er líka gaman.“Nanna Kristín að leikstýra Kristbjörgu Kjeld við tökur á myndinni Tvíliðaleikur.Mynd/Mathilde SchmidtÞegar stífar æfingar byrjuðu á verkinu Refnum segist hún hafa þurft að fara til nuddara og hnykkjara því líkaminn hafi brugðist harkalega við. „Ég var komin með allt í mjaðmirnar á mér þangað sem allar tilfinningarnar fara,“ segir hún hlæjandi og heldur áfram: „Ég var ekki búin að leika í einhvern tíma og ég var svo opin og líkaminn var ekkert tilbúinn í þetta. Þá fann ég það, já alveg rétt, þetta er það sem leiklistin snýst um.“ Fyrsta stuttmyndinÞú varst einnig að leikstýra þinni fyrstu stuttmynd, Tvíliðaleik, þar sem þú skrifaðir handritið sjálf. Varstu einnig með hlutverk í myndinni? „Ég ákvað að einbeita mér eingöngu að því að leikstýra en ég var með þrusuflottar leikkonur á borð við Kristbjörgu Kjeld, Margréti Helgu Jóhannsdóttur, Guðrúnu Gísladóttur, Svandísi Dóru Einarsdóttur og svo Jóhann Sigurðarson. Valdís Óskarsdóttir og Sigurður Eyþórsson eru að klippa hana. Myndin er í eftirvinnslu núna og ég er aðallega að gera þetta fyrir mig til að æfa mig og læra af þessu til að fara á næsta stig. Ég framleiði myndina sjálf og þá var maður í því að innkalla alla greiða og nýta tengslanetið sitt. Það nýttist mér vel að ég fór í endurmenntun í Háskóla Íslands í markaðsfræði og alþjóðaviðskipti á sínum tíma. Það sem kom mér hvað mest á óvart var hvað mér þótti eðlilegt að leikstýra en ég bjóst við óöryggi eða stressi en það kom aldrei. Boltinn byrjaði bara að rúlla og þetta gekk allt saman. Fólk hlustaði á mig og ég þurfti ekki að hafa mikið fyrir því.“Hvað er síðan fram undan? „Eftir áramót tekur við annað hlutverk í Borgarleikhúsinu í verkinu Óskasteinar eftir Ragnar Bragason. Stefnan er svo tekin á að leikstýra kvikmynd í fullri lengd. Það hefur verið mikið í umræðunni að það hreinlega skorti konur í kvikmyndagerð á Íslandi þannig að ég geri ráð fyrir að ég fái mikinn meðbyr. En svo er annað mál að Kvikmyndamiðstöð Íslands (KMÍ) hefur ekki nægilegt fjármagn til ráðstöfunar og þar ríkir óvissa um styrki til íslenskrar kvikmyndagerðar. Ég fer í röðina eins og aðrir og bíð eftir breytingum þar á.“ Mest lesið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Fleiri fréttir Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Sjá meira
Nanna Kristín Magnúsdóttir hefur verið viðloðandi leiklistina í áraraðir, Hún hlaut Edduverðlaunin sem besta leikkona í aðalhlutverki og handritshöfundur fyrir Foreldra. Lífið ræddi við hana um heimflutninginn frá Kanada, tækifærin í leiklistinni á Íslandi og drauminn um að skrifa sjónvarpsþátt og leikstýra kvikmynd í fullri lengd. Nanna Kristín Magnúsdóttir er ein af stofnendum Vesturports. Hún útskrifaðist úr Leiklistarskóla Íslands árið 1999 og hefur leikið í fjölda sjónvarpsþátta, stutt- og kvikmynda ásamt leikhúsverkum. Hún hlaut Edduverðlaun árið 2007 sem leikkona ársins í aðalhlutverki og handritshöfundur fyrir kvikmyndina Foreldra. Undanfarin ár hefur hugur hennar sótt meira í átt að leikstjórn og handritsskrifum en þó segist hún eiga erfitt með að slíta sig frá leiklistinni þegar spennandi hlutverk ber á góma.Hvað dreymdi þig um að verða þegar þú varst lítil stelpa? „Ég fór í gegnum alls kyns pælingar með það. Ég man að mig langaði á einhverjum tímapunkti að verða gjaldkeri í banka og varð ég mér þá úti um eyðublöð sem þá voru notuð og æfði mig í að fylla þau samviskusamlega út. Hélt sem sagt bókhald og raðaði öllu í möppu.“ Eftir að hafa útskrifast úr MR fórstu beint í Leiklistarskóla Íslands. Hvenær fórstu að hafa áhuga á leiklist? „Örugglega þegar ég var að stúdera bankastarfsmennina í Búnaðarbankanum á Vesturgötu til að geta náð tökum á gjaldkerastarfinu. Eða jafnvel þegar ég var enn yngri. Ég man þegar ég var lítil að mér fannst oft skemmtilegra að horfa og hlusta á krakka leika heldur en að taka þátt í leikjunum. Það er samt kannski ekki eðlilegt ef ég hugsa út í það en allavega nýtist það mér núna sem leikkona, þó að ég hafi verið krípí barn.“Verður alltaf VesturportariÞú varst ein af stofnendum Vesturports árið 2001. Hvernig kom það til? „Þá vorum við ung og nýútskrifuð. Þetta var tækifæri til að gera eitthvað sjálf og vinahópur minn var tilbúinn að gera það. Síðan þá hef ég verið viðloðandi eina og eina sýningu því ég var fastráðin hjá Þjóðleikhúsinu og var mjög upptekin þar. Að sjálfsögðu sáum við ekki fyrir þessa sprengju sem þetta svo varð. Ég lít á sjálfa mig sem Vesturportara þrátt fyrir að ég taki ekki þátt í daglegum rekstri. Við hittumst oft og ég er stolt af því að vera hluti af þessum hópi. Það er þó Gísli Örn sem á þessa útrás og hann er alveg einbeittur í því.“ Leikarabransinn hlýtur að vera stundum svolítið harður á Íslandi, er jafnvel slegist um hlutverkin? „Þetta er aldrei persónulegt. Í bíómyndum eru leikstjórar oft að velja fólk sem þeir vilja vinna með. Samskiptin skipta ótrúlega miklu máli í listum, bæði í leikhúsum og kvikmyndum. Oft er fastur kjarni í leikhúsunum þannig að leikstjórinn fær að velja innan þess hóps. Það er oft valið út frá því hvaða fólki er gott að vinna með og auðvitað er gaman að vinna með reyndu fólki en það er einnig innblástur að vinna með nýju fólki í faginu.“ Oftast fleiri karlhlutverk í boðiFinnst þér halla á hlut kvenna í leiklistinni eða er jafnvægi á milli kynjanna? „Í leikhúsinu eru oft skrifuð karlhlutverk og í kvikmyndum væri gaman að sjá fleiri kvenhlutverk. Í stuttmyndinni minni var ég einungis með eitt karlkynshlutverk sem Jóhann Sigurðarson leikur en hann er náttúrulega karlmaður fyrir allan peninginn. Þar var ég einnig að skrifa fyrir eldri leikkonur. Mig langar að skrifa fyrir konur en það er ekki nóg eitt og sér. Það þarf að vera einhver saga og sögurnar eru þarna því konur eru svo spennandi.“Hvort heillar meira, sviðið eða kvikmyndir? „Þetta er eiginlega eins og að spyrja hvort elskarðu meira mömmu þína eða pabba. Ég elska starf mitt sem leikkona, hvort sem það er á sviði, í sjónvarpi, útvarpi, á hvíta tjaldinu eða hvaða miðli sem er. Þetta er ekki bara vinnan mín heldur einnig ástríða mín. Þar liggur metnaður minn og mínum frítíma eyði ég mikið í leikhúsi eða kvikmyndahúsum bæði til afþreyingar og að ná mér í innblástur. Hins vegar hef ég áhuga á og vinn markvisst að því að bæta við mig reynslu og fara í nám til að breikka mitt starfssvið.“ Nanna Kristín í Refnum.Mynd/Grímur BjarnasonHandritshöfundar þurfa að vera sjálfsgagnrýnirNú ertu tiltölulega nýkomin heim frá Kanada þar sem þú varst að læra handritsgerð fyrir sjónvarp og kvikmyndir við Vancouver Film School? Hvað varð til þess? „Draumur minn er að skrifa sjónvarpsþátt um karakter sem þróast og breytist. Svo langar mig að leikstýra en mér fannst ég þurfa að læra meira í handritsgerð því það er flókið. Ég hef leikstýrt heimildarmynd og stuttmynd og stefni á að leikstýra kvikmynd í fullri lengd.“ Nanna Kristín er fjölskyldumanneskja og segir eina af ástæðum þess að hún fór í námið hafi verið að hana langaði að eyða fleiri kvöldstundum með fjölskyldunni en ekki vera að leika á hverju kvöldi. „Mig langaði að vera sjálfstæðari í minni vinnu. Handritshöfundar geta unnið hvar sem er í heiminum og þegar maður er kominn með fjölskyldu þá er ekki sérlega fjölskylduvænt að vera að leika á hverju kvöldi.“ Eru margar konur á Íslandi búnar að læra handritsgerð? „Ef ég á að segja alveg eins og er þá veit ég ekki um neina konu og það eru heldur ekki margir karlmenn hér heima sem hafa lært handritsgerð. Þetta er þó hluti af öðru námi eins og leikstjórn og kvikmyndagerð. Margir íslenskir leikstjórar semja handritin sín sjálfir en ég hef líka mikinn áhuga á að skrifa handrit sem aðrir leikstýra.“ Mætti því segja að þú sért að vissu leyti brautryðjandi kvenna í handritsgerð fyrir kvikmyndir og sjónvarp? Það kemur hik á Nönnu Kristínu og það lifnar yfir henni áður en hún svarar: „Ég hafði nú ekki hugsað út í það á þennan hátt en jú, takk fyrir að segja þetta. Handritsgerð tekur langan tíma því maður þarf að melta hlutina, skrifa og koma að þessu aftur seinna. Maður þarf að vera mjög sjálfsgagnrýninn og vanda sig. Það er ekki leyfilegt að sleppa öllu í gegn. Oft er maður með öðru fólki að skrifa og þá getur fólk unnið saman og þróað hugmyndir án þess að vera á sama stað. Það er margt í gangi og það tekur allt sinn tíma. Maður lærir einfaldlega mest af reynslunni.“ Hvernig var svo að koma heim aftur? Ég kom heim í ágúst og var að leika í kvikmyndinni París norðursins þar sem ég leik á móti Birni Thors og Helga Björns en Hafsteinn Gunnar leikstýrði. Þá var ég á Flateyri í mánuð sem var frekar gaman. Mig langaði ekkert mikið heim en þegar ég var komin aftur þá fann ég hvað það var gott fyrir börnin. Ég er auðvitað ánægð í því sem ég er að gera en ég finn hins vegar fyrir þessu mikla áreiti hér heima. Það er svo mikill asi en ég er sjálf að reyna að kúpla mig aðeins út úr því. Maður gæti verið alls staðar öllum stundum.“Ekki hægt að neita hlutverkinuNú ferð þú með hlutverk í nýju verki, Refnum, sem sýnt er í Borgarleikhúsinu. Segðu örlítið frá því. „Refurinn er svo spennandi verkefni að ég gat ekki sagt nei. Þetta er magnþrunginn þriller. Þessi persóna sem ég leik hefur rosalega flotta brú sem byrjar á forvitni, verður síðan sterk, verður fyrir áfalli og endar brotin. Sem leikkona er ég mjög þakklát fyrir að fá að fara í svona rússíbanaferð svo vonandi skila ég þessu almennilega frá mér. Þetta hlutverk er mjög mikil áskorun. Ég hef aldrei unnið með neinum af leikhópnum áður sem er líka gaman.“Nanna Kristín að leikstýra Kristbjörgu Kjeld við tökur á myndinni Tvíliðaleikur.Mynd/Mathilde SchmidtÞegar stífar æfingar byrjuðu á verkinu Refnum segist hún hafa þurft að fara til nuddara og hnykkjara því líkaminn hafi brugðist harkalega við. „Ég var komin með allt í mjaðmirnar á mér þangað sem allar tilfinningarnar fara,“ segir hún hlæjandi og heldur áfram: „Ég var ekki búin að leika í einhvern tíma og ég var svo opin og líkaminn var ekkert tilbúinn í þetta. Þá fann ég það, já alveg rétt, þetta er það sem leiklistin snýst um.“ Fyrsta stuttmyndinÞú varst einnig að leikstýra þinni fyrstu stuttmynd, Tvíliðaleik, þar sem þú skrifaðir handritið sjálf. Varstu einnig með hlutverk í myndinni? „Ég ákvað að einbeita mér eingöngu að því að leikstýra en ég var með þrusuflottar leikkonur á borð við Kristbjörgu Kjeld, Margréti Helgu Jóhannsdóttur, Guðrúnu Gísladóttur, Svandísi Dóru Einarsdóttur og svo Jóhann Sigurðarson. Valdís Óskarsdóttir og Sigurður Eyþórsson eru að klippa hana. Myndin er í eftirvinnslu núna og ég er aðallega að gera þetta fyrir mig til að æfa mig og læra af þessu til að fara á næsta stig. Ég framleiði myndina sjálf og þá var maður í því að innkalla alla greiða og nýta tengslanetið sitt. Það nýttist mér vel að ég fór í endurmenntun í Háskóla Íslands í markaðsfræði og alþjóðaviðskipti á sínum tíma. Það sem kom mér hvað mest á óvart var hvað mér þótti eðlilegt að leikstýra en ég bjóst við óöryggi eða stressi en það kom aldrei. Boltinn byrjaði bara að rúlla og þetta gekk allt saman. Fólk hlustaði á mig og ég þurfti ekki að hafa mikið fyrir því.“Hvað er síðan fram undan? „Eftir áramót tekur við annað hlutverk í Borgarleikhúsinu í verkinu Óskasteinar eftir Ragnar Bragason. Stefnan er svo tekin á að leikstýra kvikmynd í fullri lengd. Það hefur verið mikið í umræðunni að það hreinlega skorti konur í kvikmyndagerð á Íslandi þannig að ég geri ráð fyrir að ég fái mikinn meðbyr. En svo er annað mál að Kvikmyndamiðstöð Íslands (KMÍ) hefur ekki nægilegt fjármagn til ráðstöfunar og þar ríkir óvissa um styrki til íslenskrar kvikmyndagerðar. Ég fer í röðina eins og aðrir og bíð eftir breytingum þar á.“
Mest lesið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Fleiri fréttir Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Sjá meira