Bretar njósnuðu um samninganefnd Íslands í Icesave Höskuldur Kári Schram skrifar 9. nóvember 2013 10:30 Birgitta var lengi undir smásjá bandarískra yfirvalda vegna tengsla hennar við Wikileaks. Fréttablaðið/GVA Birgitta átti sæti í þverpólitískri þingmannanefnd sem hafði það hlutverk að fylgjast með framvindu Icesave-málsins á árunum 2010 til 2011. Birgitta segir að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hafi fyrstur varað við mögulegum njósnum Breta. Hann hafi komið þeim skilaboðum á framfæri að fulltrúar í samninganefnd Íslands skyldu varast að nota gmail eða hotmail til að senda tölvupóst sín á milli. „Svo gerist það að einn kanadískur sérfræðingur sem sat í samninganefndinni sendi tölvupóst á gmail á annan fulltrúa í nefndinni. Þessi póstur endaði fljótlega á síðum breska dagblaðsins Daily Telegraph,“ segir Birgitta. Hún segir að Bretar hafi markvisst reynt að hlera öll samskipti nefndarmanna. „Bresk yfirvöld höfðu mjög gott aðgengi að öllu því sem fór fram milli nefndarmanna fyrir utan ráðuneytin. Það er hlutverk leyniþjónustu eins t.d. MI5 að njósna um önnur ríki sérstaklega ef það varðar þjóðarhagsmuni eins og Icesave var fyrir Breta. Við getum ekki lokað augunum fyrir því. Þeirra skylda var að afla upplýsinga og njósna um okkur og skylda íslenskra yfirvalda var að gera allt til að vernda okkur gegn slíkum njósnum.“Undir smásjá bandarísku leyniþjónustunnar Birgitta var lengi undir smásjá bandarískra yfirvalda vegna tengsla hennar við Wikileaks. Bandaríska alríkislögreglan, FBI, fékk þannig upplýsingar um notkun hennar á samskiptavefnum Twitter og sjálf segir hún að Bandaríkjamenn hafi án hennar vitundar farið í gegnum samskipti hennar á Netinu og kannað ýmislegt sem viðkemur hennar persónulega lífi. Birgitta segir að Íslendingar séu almennt andvaralausir þegar kemur að friðhelgi einkalífsins á Netinu. Hún segir auðvelt að afla persónuupplýsinga á Netinu og nefnir fésbókina sérstaklega. „Við lítum svo á það séu grundvallarmannréttindi að við njótum friðhelgi einkalífs. Af hverju á það ekki við um allt okkar stafræna efni? Getum við varið allar okkar trúnaðarupplýsingar sem liggja á netinu? Nei, við getum það ekki og það er mjög alvarlegt. Það snertir lýðræðið sjálft að geta átt í samtölum við annað fólk án þess að einhver sé að hlera mann,“ segir Birgitta.Úrelt lagaumgjörð Birgitta segir að lagaumgjörðin varðandi netöryggi sé úrelt. Það eigi ekki bara við um Ísland heldur öll lönd. Hún segir að Íslendingar geti skapað sér sérstöðu hvað þetta varðar. „Við erum með litla stjórnsýslu sem þýðir að við getum farið með ný lög hratt í gegnum kerfið. Þess vegna getum við tekið fyrsta skrefið,“ segir Birgitta. Hún hyggst leggja fram þingsályktunartillögu um gerð slíkra laga og hefur verið í samstarfi við erlenda sérfræðinga vegna þessa. „Því þetta er ekki bara lagalegt heldur líka tæknilegt. Það þýðir ekki setja lög sem erfitt er að framfylgja,“ segir Birgitta.Varaði Snowden við Íslandi Bandaríkjamaðurinn Edward Snowden sótti um hæli á Íslandi í sumar eftir að hann ljóstraði upp um stórfellt kerfisbundið eftirlit Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna með síma- og netnotkun fjölda fólks og þjóðarleiðtoga. Birgitta lagði fram þingsályktunartillögu ásamt fimm öðrum þingmönnum á síðastliðnu sumarþingi um að Snowden yrði tafarlaust veittur íslenskur ríkisborgararéttur en sú tillaga var ekki afgreidd. Birgitta segist hafa varað Snowden við því að sækja um pólitískt hæli hér á landi. „Ég varaði hann við því að sækja um pólitískt hæli á Íslandi því það er ekkert öryggi í því og og þarf ekki annað en ríkisstjórnarskipti. Við erum með þannig framsalssamninga að það hefði verið mjög auðvelt að framselja hann [til Bandaríkjanna]. Ég vildi hjálpa honum að fá íslenskan ríkisborgararétt með svipum hætti og gert var í tilfelli Bobby Fischer. Það var hins vegar enginn vilji til að klára það á sumarþinginu. Ég held að við séum núna búin að missa boltann og held að það væri betra fyrir hann að fá að fara til Þýskalands. Þjóðverjar hafa líka skilning á því hvernig er að búa í samfélagi þar sem eru stundaðar stórfelldar njósnir,“ segir Birgitta. Hún segir að uppljóstranir Snowdens hafi vakið fólk til umhugsunar um njósnir og eftirlit og framlag hans sé því ómetanlegt.Efasemdir um nýja stjórnarskrárnefnd Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra skipaði í vikunni nýja stjórnarskrárnefnd sem mun hafa það hlutverk að gera tillögur að breytingum á stjórnaskránni. Allir flokkar á Alþingi eiga fulltrúa í nefndinni en Sigurður Líndal lagaprófessor er formaður. Birgitta barðist fyrir stjórnarskrármálinu á síðasta þingi og lagði áherslu á að tillaga stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá yrði samþykkt. Hún hefur miklar efasemdir um hina nýskipuðu stjórnarskrárnefnd. „Það er alveg ljóst að þeir sem eru í nefndinni munu aldrei komast að einhverri þverpólitískri eða faglegri niðurstöðu t.d. varðandi þjóðarvilja. Það var haldin þjóðaratkvæðagreiðsla fyrir rúmu ári síðan og þar kom þjóðarviljinn mjög skýrt fram. Ég krefst þess að þessi nefndin virði, í það minnsta, þessar spurningar sem lagðar voru fyrir þjóðina,“ segir Birgitta. Hún segist þó vilja gefa nefndinni tækifæri en gagnrýnir að Sigurður Líndal hafi verið skipaður formaður. „Hann er mjög mikið á móti stjórnarskrárbreytingum. Kannski hefur hann skipt um skoðun sem er mjög ólíklegt enda er hann mjög íhaldssamur,“ segir Birgitta.Frægasti þingmaður Íslands Bandaríska kvikmynd The Fifth Estate sem var frumsýnd fyrr á þessu ári fjallar um Wikileaks og kemur Ísland mikið við sögu. Hollenska leikkonan Carice van Houten leikur Birgittu í myndinni og er þetta í fyrsta skipti sem íslenskur þingmaður nær slíkri frægð. „Ég hef ekki séð myndina enn þá. Ég tók þátt í því að veita ráðgjöf varðandi handritið og náði að taka út verstu senuna sem sneri að Íran,“ segir Birgitta. Erlendir fjölmiðlar hafa sýnt Birgittu mikinn áhuga sérstaklega út af tengslum hennar við Wikileaks og baráttu hennar fyrir auknu upplýsinga- og tjáningarfrelsi. Óhætt er að segja að hún sé orðin einn frægasti þingmaður Íslands. Sjálf segist hún ekki finna mikið fyrir þessari frægð. „Í sumar fór ég með son minn til Bretlands. Þar kom til mín maður sem sagðist vera aðdáandi minn og vissi allt um mig. Mér fannst það pínu óþægilegt,“ segir Birgitta. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Sjá meira
Birgitta átti sæti í þverpólitískri þingmannanefnd sem hafði það hlutverk að fylgjast með framvindu Icesave-málsins á árunum 2010 til 2011. Birgitta segir að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hafi fyrstur varað við mögulegum njósnum Breta. Hann hafi komið þeim skilaboðum á framfæri að fulltrúar í samninganefnd Íslands skyldu varast að nota gmail eða hotmail til að senda tölvupóst sín á milli. „Svo gerist það að einn kanadískur sérfræðingur sem sat í samninganefndinni sendi tölvupóst á gmail á annan fulltrúa í nefndinni. Þessi póstur endaði fljótlega á síðum breska dagblaðsins Daily Telegraph,“ segir Birgitta. Hún segir að Bretar hafi markvisst reynt að hlera öll samskipti nefndarmanna. „Bresk yfirvöld höfðu mjög gott aðgengi að öllu því sem fór fram milli nefndarmanna fyrir utan ráðuneytin. Það er hlutverk leyniþjónustu eins t.d. MI5 að njósna um önnur ríki sérstaklega ef það varðar þjóðarhagsmuni eins og Icesave var fyrir Breta. Við getum ekki lokað augunum fyrir því. Þeirra skylda var að afla upplýsinga og njósna um okkur og skylda íslenskra yfirvalda var að gera allt til að vernda okkur gegn slíkum njósnum.“Undir smásjá bandarísku leyniþjónustunnar Birgitta var lengi undir smásjá bandarískra yfirvalda vegna tengsla hennar við Wikileaks. Bandaríska alríkislögreglan, FBI, fékk þannig upplýsingar um notkun hennar á samskiptavefnum Twitter og sjálf segir hún að Bandaríkjamenn hafi án hennar vitundar farið í gegnum samskipti hennar á Netinu og kannað ýmislegt sem viðkemur hennar persónulega lífi. Birgitta segir að Íslendingar séu almennt andvaralausir þegar kemur að friðhelgi einkalífsins á Netinu. Hún segir auðvelt að afla persónuupplýsinga á Netinu og nefnir fésbókina sérstaklega. „Við lítum svo á það séu grundvallarmannréttindi að við njótum friðhelgi einkalífs. Af hverju á það ekki við um allt okkar stafræna efni? Getum við varið allar okkar trúnaðarupplýsingar sem liggja á netinu? Nei, við getum það ekki og það er mjög alvarlegt. Það snertir lýðræðið sjálft að geta átt í samtölum við annað fólk án þess að einhver sé að hlera mann,“ segir Birgitta.Úrelt lagaumgjörð Birgitta segir að lagaumgjörðin varðandi netöryggi sé úrelt. Það eigi ekki bara við um Ísland heldur öll lönd. Hún segir að Íslendingar geti skapað sér sérstöðu hvað þetta varðar. „Við erum með litla stjórnsýslu sem þýðir að við getum farið með ný lög hratt í gegnum kerfið. Þess vegna getum við tekið fyrsta skrefið,“ segir Birgitta. Hún hyggst leggja fram þingsályktunartillögu um gerð slíkra laga og hefur verið í samstarfi við erlenda sérfræðinga vegna þessa. „Því þetta er ekki bara lagalegt heldur líka tæknilegt. Það þýðir ekki setja lög sem erfitt er að framfylgja,“ segir Birgitta.Varaði Snowden við Íslandi Bandaríkjamaðurinn Edward Snowden sótti um hæli á Íslandi í sumar eftir að hann ljóstraði upp um stórfellt kerfisbundið eftirlit Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna með síma- og netnotkun fjölda fólks og þjóðarleiðtoga. Birgitta lagði fram þingsályktunartillögu ásamt fimm öðrum þingmönnum á síðastliðnu sumarþingi um að Snowden yrði tafarlaust veittur íslenskur ríkisborgararéttur en sú tillaga var ekki afgreidd. Birgitta segist hafa varað Snowden við því að sækja um pólitískt hæli hér á landi. „Ég varaði hann við því að sækja um pólitískt hæli á Íslandi því það er ekkert öryggi í því og og þarf ekki annað en ríkisstjórnarskipti. Við erum með þannig framsalssamninga að það hefði verið mjög auðvelt að framselja hann [til Bandaríkjanna]. Ég vildi hjálpa honum að fá íslenskan ríkisborgararétt með svipum hætti og gert var í tilfelli Bobby Fischer. Það var hins vegar enginn vilji til að klára það á sumarþinginu. Ég held að við séum núna búin að missa boltann og held að það væri betra fyrir hann að fá að fara til Þýskalands. Þjóðverjar hafa líka skilning á því hvernig er að búa í samfélagi þar sem eru stundaðar stórfelldar njósnir,“ segir Birgitta. Hún segir að uppljóstranir Snowdens hafi vakið fólk til umhugsunar um njósnir og eftirlit og framlag hans sé því ómetanlegt.Efasemdir um nýja stjórnarskrárnefnd Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra skipaði í vikunni nýja stjórnarskrárnefnd sem mun hafa það hlutverk að gera tillögur að breytingum á stjórnaskránni. Allir flokkar á Alþingi eiga fulltrúa í nefndinni en Sigurður Líndal lagaprófessor er formaður. Birgitta barðist fyrir stjórnarskrármálinu á síðasta þingi og lagði áherslu á að tillaga stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá yrði samþykkt. Hún hefur miklar efasemdir um hina nýskipuðu stjórnarskrárnefnd. „Það er alveg ljóst að þeir sem eru í nefndinni munu aldrei komast að einhverri þverpólitískri eða faglegri niðurstöðu t.d. varðandi þjóðarvilja. Það var haldin þjóðaratkvæðagreiðsla fyrir rúmu ári síðan og þar kom þjóðarviljinn mjög skýrt fram. Ég krefst þess að þessi nefndin virði, í það minnsta, þessar spurningar sem lagðar voru fyrir þjóðina,“ segir Birgitta. Hún segist þó vilja gefa nefndinni tækifæri en gagnrýnir að Sigurður Líndal hafi verið skipaður formaður. „Hann er mjög mikið á móti stjórnarskrárbreytingum. Kannski hefur hann skipt um skoðun sem er mjög ólíklegt enda er hann mjög íhaldssamur,“ segir Birgitta.Frægasti þingmaður Íslands Bandaríska kvikmynd The Fifth Estate sem var frumsýnd fyrr á þessu ári fjallar um Wikileaks og kemur Ísland mikið við sögu. Hollenska leikkonan Carice van Houten leikur Birgittu í myndinni og er þetta í fyrsta skipti sem íslenskur þingmaður nær slíkri frægð. „Ég hef ekki séð myndina enn þá. Ég tók þátt í því að veita ráðgjöf varðandi handritið og náði að taka út verstu senuna sem sneri að Íran,“ segir Birgitta. Erlendir fjölmiðlar hafa sýnt Birgittu mikinn áhuga sérstaklega út af tengslum hennar við Wikileaks og baráttu hennar fyrir auknu upplýsinga- og tjáningarfrelsi. Óhætt er að segja að hún sé orðin einn frægasti þingmaður Íslands. Sjálf segist hún ekki finna mikið fyrir þessari frægð. „Í sumar fór ég með son minn til Bretlands. Þar kom til mín maður sem sagðist vera aðdáandi minn og vissi allt um mig. Mér fannst það pínu óþægilegt,“ segir Birgitta.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Sjá meira