Epli og könglar Eiríkur Smári Sigurðarson skrifar 30. október 2013 06:00 Hvað segði íþróttafólk við því ef bornar væru saman heilu íþróttagreinarnar á grunni markatölu? Í sumum íþróttum eru einfaldlega ekki skoruð mörk heldur er árangur metinn á annan hátt. Í körfubolta eru körfurnar og stigin mörg en í fótbolta eru þau fá. Þetta þarf að hafa í huga þegar ástundun og árangur í íþróttum er veginn og metinn. Í Fréttablaðinu 26. október birtist frétt sem er byggð á bloggpistli frá því daginn áður. Í fréttinni er fjallað um lítil afköst vísindamanna við Háskóla Íslands, þ.e. þeirra sem stunda hug-, félags- og menntavísindi. Niðurstaðan er fengin með því að bera saman birtingar greina í svokölluðum ISI tímaritum. Sá samanburður er álíka gæfulegur og að bera saman ástundun og árangur í íþróttum með markatölu sem eina mælikvarðann.Ólíkt eftir greinum Birtingar niðurstaðna rannsókna á viðurkenndum vettvangi er góður mælikvarði á árangur rannsóknastarfs. Um það eru flestir sammála. Það er hins vegar mjög ólíkt eftir greinum hver þessi viðurkenndi vettvangur er. Í sumum greinum vísinda eru svo til allar niðurstöður birtar í tímaritum. Þetta á við um stóran hluta verkfræði- og náttúruvísinda ásamt heilbrigðisvísindum. Í hug-, félags- og menntavísindum er hins vegar mun algengara að birta niðurstöður rannsókna í bókum eða ritgerðum sem birtast í ritgerðasöfnum. Ekki er til neitt skýrt yfirlit yfir mismunandi birtingahefð á Íslandi en styðjast má við greiningu sem Danska rannsóknaráðið birtir árlega (https://fivu.dk/publikationer/2012/filer-2012/forskningsbarometer-2012.pdf). Þar sést (bls. 72) að 84% allra birtinga í verkfræði- og náttúruvísindum eru í tímaritum. Í heilbrigðisvísindum er sambærileg tala 96%. Í félagsvísindum eru 60% birtinga í tímaritum og í hugvísindum (sem í tilfelli Dana innihalda menntavísindi) er hlutfallið 52%. Greinar í ritgerðasöfnum eru hins vegar 44% af öllum birtingum í hugvísindum. Fyrirfram er engin ástæða til að ætla að þessi hlutföll séu önnur á Íslandi. Samanburður sem nær einungis yfir tímaritsbirtingar gefur því mjög villandi mynd af hlutfallslegum styrk og vinnuframlagi vísindanna.Ómarktækur samanburður Málið versnar enn þegar hin svokölluðu ISI-tímarit eru skoðuð nánar. ISI er í raun gagnagrunnur yfir mikinn fjölda tímarita sem bandaríska fyrirtækið Thomson Reuters á og rekur. Hann nær yfir velflest tímarit í verkfræði- og raunvísindum og heilbrigðisvísindum. Því er hann góður grunnur til að skoða virkni og árangur á þessum sviðum. Það er hins vegar almennt viðurkennt að hann er gagnslítill þegar kemur að hug-, félags- og menntavísindum. Það vantar einfaldlega stóran hluta virtustu tímarita í þessum greinum í grunninn. Þetta þýðir að stór hluti birtinga hug-, félags- og menntavísindafólks í tímaritum ratar ekki inn í tölfræði ISI. Þetta gerir samanburð byggðan á ISI-grunninum ómarktækan.Vel þekkt staðreynd Að lokum er nauðsynlegt að minnast á aðra vel þekkta staðreynd sem hefur mikil áhrif á alla tölfræði um birtingar á ólíkum fræðasviðum. Mjög víða innan verk-, tækni- og heilbrigðisvísinda tíðkast að margir höfundar sameinist um greinar. Þegar doktorsnemar birta greinar í tímaritum eru t.d. leiðbeinendur þeirra líka skráðir höfundar greinanna ásamt öðrum sem tengdust viðkomandi rannsókn. Í félags- og menntavísindum er þetta ekki eins algengt og enn sjaldgæfara í hugvísindum. Þessi munur helgast fyrst og fremst af mismunandi hefðum og ekki gott að segja hvort önnur leiðin sé betri en hin. Þetta þýðir hins vegar að sambærileg virkni í til dæmis heilbrigðisvísindum og hugvísindum kemur fram í mun færri skráðum birtingum á höfunda í hugvísindum en í heilbrigðisvísindum. Af þessu ætti að vera ljóst að samanburðurinn sem greinin í Fréttablaðinu byggir á er ekki bara marklaus heldur fráleitur. Vissulega má ræða innbyrðis styrkleika ólíkra greina innan Háskóla Íslands en sú umræða verður að byggja á marktækum samanburði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Hvað segði íþróttafólk við því ef bornar væru saman heilu íþróttagreinarnar á grunni markatölu? Í sumum íþróttum eru einfaldlega ekki skoruð mörk heldur er árangur metinn á annan hátt. Í körfubolta eru körfurnar og stigin mörg en í fótbolta eru þau fá. Þetta þarf að hafa í huga þegar ástundun og árangur í íþróttum er veginn og metinn. Í Fréttablaðinu 26. október birtist frétt sem er byggð á bloggpistli frá því daginn áður. Í fréttinni er fjallað um lítil afköst vísindamanna við Háskóla Íslands, þ.e. þeirra sem stunda hug-, félags- og menntavísindi. Niðurstaðan er fengin með því að bera saman birtingar greina í svokölluðum ISI tímaritum. Sá samanburður er álíka gæfulegur og að bera saman ástundun og árangur í íþróttum með markatölu sem eina mælikvarðann.Ólíkt eftir greinum Birtingar niðurstaðna rannsókna á viðurkenndum vettvangi er góður mælikvarði á árangur rannsóknastarfs. Um það eru flestir sammála. Það er hins vegar mjög ólíkt eftir greinum hver þessi viðurkenndi vettvangur er. Í sumum greinum vísinda eru svo til allar niðurstöður birtar í tímaritum. Þetta á við um stóran hluta verkfræði- og náttúruvísinda ásamt heilbrigðisvísindum. Í hug-, félags- og menntavísindum er hins vegar mun algengara að birta niðurstöður rannsókna í bókum eða ritgerðum sem birtast í ritgerðasöfnum. Ekki er til neitt skýrt yfirlit yfir mismunandi birtingahefð á Íslandi en styðjast má við greiningu sem Danska rannsóknaráðið birtir árlega (https://fivu.dk/publikationer/2012/filer-2012/forskningsbarometer-2012.pdf). Þar sést (bls. 72) að 84% allra birtinga í verkfræði- og náttúruvísindum eru í tímaritum. Í heilbrigðisvísindum er sambærileg tala 96%. Í félagsvísindum eru 60% birtinga í tímaritum og í hugvísindum (sem í tilfelli Dana innihalda menntavísindi) er hlutfallið 52%. Greinar í ritgerðasöfnum eru hins vegar 44% af öllum birtingum í hugvísindum. Fyrirfram er engin ástæða til að ætla að þessi hlutföll séu önnur á Íslandi. Samanburður sem nær einungis yfir tímaritsbirtingar gefur því mjög villandi mynd af hlutfallslegum styrk og vinnuframlagi vísindanna.Ómarktækur samanburður Málið versnar enn þegar hin svokölluðu ISI-tímarit eru skoðuð nánar. ISI er í raun gagnagrunnur yfir mikinn fjölda tímarita sem bandaríska fyrirtækið Thomson Reuters á og rekur. Hann nær yfir velflest tímarit í verkfræði- og raunvísindum og heilbrigðisvísindum. Því er hann góður grunnur til að skoða virkni og árangur á þessum sviðum. Það er hins vegar almennt viðurkennt að hann er gagnslítill þegar kemur að hug-, félags- og menntavísindum. Það vantar einfaldlega stóran hluta virtustu tímarita í þessum greinum í grunninn. Þetta þýðir að stór hluti birtinga hug-, félags- og menntavísindafólks í tímaritum ratar ekki inn í tölfræði ISI. Þetta gerir samanburð byggðan á ISI-grunninum ómarktækan.Vel þekkt staðreynd Að lokum er nauðsynlegt að minnast á aðra vel þekkta staðreynd sem hefur mikil áhrif á alla tölfræði um birtingar á ólíkum fræðasviðum. Mjög víða innan verk-, tækni- og heilbrigðisvísinda tíðkast að margir höfundar sameinist um greinar. Þegar doktorsnemar birta greinar í tímaritum eru t.d. leiðbeinendur þeirra líka skráðir höfundar greinanna ásamt öðrum sem tengdust viðkomandi rannsókn. Í félags- og menntavísindum er þetta ekki eins algengt og enn sjaldgæfara í hugvísindum. Þessi munur helgast fyrst og fremst af mismunandi hefðum og ekki gott að segja hvort önnur leiðin sé betri en hin. Þetta þýðir hins vegar að sambærileg virkni í til dæmis heilbrigðisvísindum og hugvísindum kemur fram í mun færri skráðum birtingum á höfunda í hugvísindum en í heilbrigðisvísindum. Af þessu ætti að vera ljóst að samanburðurinn sem greinin í Fréttablaðinu byggir á er ekki bara marklaus heldur fráleitur. Vissulega má ræða innbyrðis styrkleika ólíkra greina innan Háskóla Íslands en sú umræða verður að byggja á marktækum samanburði.
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun