Vika opins aðgangs Hrafn H. Malmquist og Guðmundur Árni Þórisson og Ian Watson skrifa 25. október 2013 06:00 Vikan 21.-27. október er árleg vika opins aðgangs. Opinn aðgangur merkir að útgefið efni sem er afrakstur vísindastarfs kostað af opinberu fé, háskólunum eða samkeppnissjóðum, sé aðgengilegt öllum á rafrænu formi á netinu án endurgjalds. Almennt gildir það að til þess að geta lesið ritrýndar greinar ritaðar af háskólamenntuðum fræðimönnum, sem þiggja laun eða styrki frá hinu opinbera til þess að stunda rannsóknir sínar og fræðistörf, þarf að greiða áskriftargjald að fræðiritum. Ein helstu rökin með opnum aðgangi eru að almenningur eigi ekki að þurfa að greiða þriðja aðila fyrir að sjá afrakstur vinnu sem hann hefur þegar kostað óbeint með skattpeningum sínum. Spurningin um opinn aðgang er þó ekki aðeins spurning um sanngirni gagnvart skattborgurum. Hún snýst einnig um akademíska skilvirkni, akademískt frelsi, nýsköpun og framfarir í hnattvæddum heimi. Íslendingar eru góðu vanir þegar kemur að upplýsingum og framboði á þeim. Það þekkist óvíða að frjáls aðgangur sé að helstu dagblöðum 20. aldarinnar í gegnum netið – þá er það ekki síður mikilvægt að þau eru leitarbær (timarit.is). Mesta sérstaða Íslands hvað varðar aðgengi að efni er hins vegar að frá árinu 1999 hafa allar nettengdar tölvur á Íslandi haft svokallaðan Landsaðgang að mörgum rafrænum gagnasöfnum og tímaritum á netinu (hvar.is). Nokkuð algengt er víða um heim, að stofnanir á borð við skóla og sjúkrahús geri slíka samninga við útgefendur, en það er einstakt að heilt land semji á þennan hátt við útgefendur og að allir skattgreiðendur taki þannig þátt í kostnaðinum. Vísindamenn eru í fæstum tilvikum á höttunum á eftir skjótfengnum gróða. Þeir vilja heldur deila þekkingu sinni. Hagsmunir vísindamannsins felast þess vegna að miklu leyti í því að miðla þekkingu sinni með eins skilvirkum hætti og kostur er. Eigendur fræðirita sem öðlast hafa sess sem áreiðanlegir miðlar þekkingar á sínu sviði eru því í einokunarstöðu gagnvart kaupendum efnisins, þ.e. rannsóknarstofnunum og bókasöfnum. Kostnaður við Landsaðgang og áskriftargjöld hafa hækkað um árabil meira en góðu hófi gegnir. Til að sporna við þessari þróun hafa virtir háskólar á borð við Harvard sett sér bindandi stefnu um opinn aðgang og víða hafa verið settar fram kröfur um að niðurstöður rannsókna sem styrktar eru af opinberu fé séu birtar í opnum aðgangi. Margar rannsóknir hafa sýnt fram á að greinar sem birtar eru í opnum aðgangi eru lesnar af fleirum og fá fleiri tilvitnanir en þær sem lokaðar eru. Í Bandaríkjunum er lögbundið að afrit af tímaritsgreinum sem styrktar eru af NIH (National Institute of Health) skulu send í PubMed Central sem er varðveislusafn í opnum aðgangi á vegum bandarískra heilbrigðisstofnana. Stór hluti hinna 2,8 milljóna fræðigreina sem PubMed Central geymir væru annars aðeins aðgengilegar gegnum lokuð áskriftarrit. Public Library of Science (PLoS) var stofnað fyrir rúmum áratug og gefur nú út sjö ritrýnd tímarit í læknisfræði, líffræði og skyldum greinum. Þar birtast tugir þúsunda greina á hverju ári sem eru opnar öllum. Áætlað er að í kringum 10% af heildarfjölda fræðigreina sem koma út á hverju ári séu gefin út á þennan máta, og að a.m.k. annar eins fjöldi greina í áskriftarritum sé gerður aðgengilegur gegnum opin varðveislusöfn á borð við PubMed Central. Þróun á þessum vettvangi hefur verið hæg á Íslandi í samanburði við nágrannalöndin. Í janúar á síðasta ári setti Háskólinn á Bifröst sér stefnu um opinn aðgang, og Rannís bætti ákvæði um opinn aðgang inn í reglur til þeirra sem fá úthlutað styrkjum til rannsókna á þessu ári, samkvæmt breytingu á lögum sem tóku gildi í ár. Stærsta mennta- og rannsóknastofnun landsins, Háskóli Íslands, hefur í stefnu sinni fyrir árin 2011-2016 sett sér það markmið að móta stefnu um opinn aðgang. Hann hefur enn ekki gert það. Þekking er lykillinn að farsælli framtíð fyrir okkur öll – tryggjum að hún verði ekki of dýru verði keypt. Í dag verður haldið málþing um opinn aðgang í Háskólanum í Reykjavík 10.30-16.30. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn.Hrafn H. Malmquist starfsmaður Landsbókasafns Íslands – HáskólabókasafnsGuðmundur Árni Þórisson verkefnisstjóri hjá Háskóla ÍslandsIan Watson lektor við Háskólann á Bifröst Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Vikan 21.-27. október er árleg vika opins aðgangs. Opinn aðgangur merkir að útgefið efni sem er afrakstur vísindastarfs kostað af opinberu fé, háskólunum eða samkeppnissjóðum, sé aðgengilegt öllum á rafrænu formi á netinu án endurgjalds. Almennt gildir það að til þess að geta lesið ritrýndar greinar ritaðar af háskólamenntuðum fræðimönnum, sem þiggja laun eða styrki frá hinu opinbera til þess að stunda rannsóknir sínar og fræðistörf, þarf að greiða áskriftargjald að fræðiritum. Ein helstu rökin með opnum aðgangi eru að almenningur eigi ekki að þurfa að greiða þriðja aðila fyrir að sjá afrakstur vinnu sem hann hefur þegar kostað óbeint með skattpeningum sínum. Spurningin um opinn aðgang er þó ekki aðeins spurning um sanngirni gagnvart skattborgurum. Hún snýst einnig um akademíska skilvirkni, akademískt frelsi, nýsköpun og framfarir í hnattvæddum heimi. Íslendingar eru góðu vanir þegar kemur að upplýsingum og framboði á þeim. Það þekkist óvíða að frjáls aðgangur sé að helstu dagblöðum 20. aldarinnar í gegnum netið – þá er það ekki síður mikilvægt að þau eru leitarbær (timarit.is). Mesta sérstaða Íslands hvað varðar aðgengi að efni er hins vegar að frá árinu 1999 hafa allar nettengdar tölvur á Íslandi haft svokallaðan Landsaðgang að mörgum rafrænum gagnasöfnum og tímaritum á netinu (hvar.is). Nokkuð algengt er víða um heim, að stofnanir á borð við skóla og sjúkrahús geri slíka samninga við útgefendur, en það er einstakt að heilt land semji á þennan hátt við útgefendur og að allir skattgreiðendur taki þannig þátt í kostnaðinum. Vísindamenn eru í fæstum tilvikum á höttunum á eftir skjótfengnum gróða. Þeir vilja heldur deila þekkingu sinni. Hagsmunir vísindamannsins felast þess vegna að miklu leyti í því að miðla þekkingu sinni með eins skilvirkum hætti og kostur er. Eigendur fræðirita sem öðlast hafa sess sem áreiðanlegir miðlar þekkingar á sínu sviði eru því í einokunarstöðu gagnvart kaupendum efnisins, þ.e. rannsóknarstofnunum og bókasöfnum. Kostnaður við Landsaðgang og áskriftargjöld hafa hækkað um árabil meira en góðu hófi gegnir. Til að sporna við þessari þróun hafa virtir háskólar á borð við Harvard sett sér bindandi stefnu um opinn aðgang og víða hafa verið settar fram kröfur um að niðurstöður rannsókna sem styrktar eru af opinberu fé séu birtar í opnum aðgangi. Margar rannsóknir hafa sýnt fram á að greinar sem birtar eru í opnum aðgangi eru lesnar af fleirum og fá fleiri tilvitnanir en þær sem lokaðar eru. Í Bandaríkjunum er lögbundið að afrit af tímaritsgreinum sem styrktar eru af NIH (National Institute of Health) skulu send í PubMed Central sem er varðveislusafn í opnum aðgangi á vegum bandarískra heilbrigðisstofnana. Stór hluti hinna 2,8 milljóna fræðigreina sem PubMed Central geymir væru annars aðeins aðgengilegar gegnum lokuð áskriftarrit. Public Library of Science (PLoS) var stofnað fyrir rúmum áratug og gefur nú út sjö ritrýnd tímarit í læknisfræði, líffræði og skyldum greinum. Þar birtast tugir þúsunda greina á hverju ári sem eru opnar öllum. Áætlað er að í kringum 10% af heildarfjölda fræðigreina sem koma út á hverju ári séu gefin út á þennan máta, og að a.m.k. annar eins fjöldi greina í áskriftarritum sé gerður aðgengilegur gegnum opin varðveislusöfn á borð við PubMed Central. Þróun á þessum vettvangi hefur verið hæg á Íslandi í samanburði við nágrannalöndin. Í janúar á síðasta ári setti Háskólinn á Bifröst sér stefnu um opinn aðgang, og Rannís bætti ákvæði um opinn aðgang inn í reglur til þeirra sem fá úthlutað styrkjum til rannsókna á þessu ári, samkvæmt breytingu á lögum sem tóku gildi í ár. Stærsta mennta- og rannsóknastofnun landsins, Háskóli Íslands, hefur í stefnu sinni fyrir árin 2011-2016 sett sér það markmið að móta stefnu um opinn aðgang. Hann hefur enn ekki gert það. Þekking er lykillinn að farsælli framtíð fyrir okkur öll – tryggjum að hún verði ekki of dýru verði keypt. Í dag verður haldið málþing um opinn aðgang í Háskólanum í Reykjavík 10.30-16.30. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn.Hrafn H. Malmquist starfsmaður Landsbókasafns Íslands – HáskólabókasafnsGuðmundur Árni Þórisson verkefnisstjóri hjá Háskóla ÍslandsIan Watson lektor við Háskólann á Bifröst
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun