Lífið

Á yfir 5.000 aðdáendur á Facebook

Freyr Bjarnason skrifar
Aðdáendaklúbbur Guðmundar Benediktssonar á Facebook fer óðum stækkandi.
Aðdáendaklúbbur Guðmundar Benediktssonar á Facebook fer óðum stækkandi. fréttablaðið/daníel
Aðdáendaklúbbur Guðmundar Benediktssonar, íþróttalýsanda á Stöð 2 Sport, á Facebook fer óðum stækkandi.

Núna eru aðdáendurnir orðnir yfir fimm þúsund talsins og hjálpar þar vafalítið til eftirminnileg lýsing hans frá leik Noregs og Íslands í undankeppni HM í fótbolta síðastliðinn þriðjudag.

„Mér var sýnt þetta í vinnunni en þetta truflar mig ekki neitt,“ segir Guðmundur, sem er einn af örfáum Íslendingum sem eru ekki á Facebook. „En það er örugglega gaman að eiga aðdáendur einhvers staðar.“

Guðmundur kveðst hafa verið í geðshræringu er hann lýsti leik Noregs og Íslands eins og svo margir aðrir Íslendingar. „Ég er einhvern veginn þannig að ég man ekkert hvað ég segi í lýsingum. Maður dettur í einhvern ham. Ég bið fólk afsökunar á því ef og þegar ég fer yfir strikið.“

Spurður hvort ekki sé mikilvægt að vera skemmtilegur í lýsingum segir hann gott að krydda hlutina aðeins því ekki séu allir leikir jafn skemmtilegir. „Ég held að það sé ekki hægt að ákveða að vera skemmtilegur. Annaðhvort kemur það eða ekki. Ég er örugglega langt frá því að vera skemmtilegur í öllum lýsingum. En það er ekki hægt að neita því að þegar allt er undir verður allt miklu skemmtilegra, eins og á þriðjudaginn.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.