Þungar skattaálögur vinna gegn jarðstrengjavæðingu Svavar Hávarðsson skrifar 21. október 2013 06:30 Loftlínur, með öllu sem þeim fylgja, eru mikil mannvirki og þyrnir í augum margra. fréttablaðið/anton „Það er alveg með ólíkindum að jarðstrengir skuli bera 15 prósenta vörugjöld á meðan allur búnaður sem fer til loftlína ber ekkert slíkt. Vilji menn leggja sitt af mörkum til að jarðstrengir verði raunhæfur kostur þá geta menn ekki gert þann kost vísvitandi dýrari,“ segir Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets. Hann kallar eftir stefnumörkun stjórnvalda er varðar flutningskerfi raforku. „Þetta er einn af þeim þáttum sem gerir kostnaðinn meiri hér en erlendis. Þó margt annað skipti máli þá blasir þetta við.“ Eins og kunnugt er greinir Landsnet og aðra hagsmunaaðila á um muninn á kostnaði við að leggja loftlínu annars vegar og jarðstreng hins vegar. Landsnet segir hann margfaldan en á móti eru tekin dæmi frá öðrum löndum þar sem sá munur er jafnvel enginn. Þegar Anholt-strengurinn danski var lagður reyndist stofnkostnaður á kílómetra einungis um 1,5 sinnum hærri. Bændablaðið fjallaði á fimmtudag um lagningu háspennu jarðstrengja í Frakklandi. Þar kemur fram að kostnaðurinn við lagningu jarðstrengja þar í landi sé sá sami og við lagningu loftlínu miðað við 45 ára afskriftartíma. Byggðu upplýsingarnar á heimsókn áhugamanna frá Íslandi til RTE, fransks orkuflutningsfyrirtækis. Yfirstjórn Landsnets heimsótti fyrirtækið tveimur vikum fyrr, kemur fram í umfjöllun blaðsins.En upplýsingarnar frá Frakklandi breyta ekki myndinni hvað varðar Ísland, segir Þórður. „Það eru svo mörg atriði er varða kostnaðinn sem eru ólík hjá þeim og okkur“, og vísar hann meðal annars í skattaálögur stjórnvalda hér á landi. Þórður segir hins vegar að Landsnet sé að endurskoða þessi mál og ljóst að kostnaður fer lækkandi. „Við erum að endurskoða allar okkar áætlanir um jarðstrengi; ekki síst einstaka kostnaðarþætti er varða jarðstrengjavæðingu.“ Um sátt í þjóðfélaginu varðandi uppbyggingu flutningskerfisins með jarðstrengjavæðingu segir Þórður. „Við höfum verið að kalla eftir að þessi mál séu skoðuð af stjórnvöldum og mótuð stefna í jarðstrengjamálum, og ráðherra er að hreyfa við þessu máli þessa dagana,“ segir Þórður.Ragnheiður Elín ÁrnadóttirRáðherra vill stefnumótun og þjóðarsátt Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, lagði fyrr í október fram skýrslu varðandi mótun stefnu um lagningu raflína í jörð. Þar kemur fram eindregin skoðun ráðherra að nauðsynlegt sé að stjórnvöld móti skýra stefnu um framtíðaruppbyggingu. Þar segir ráðherra: „Þar sem hér er um að ræða eina af grundvallarstoðum í orkumálum Íslands er æskilegt að um framtíð þessara mála ríki almenn sátt. […] Markmiðið er því að í framhaldi af umræðu um skýrslu nefndarinnar muni stjórnvöld móta opinbera stefnu að því er snertir lagningu raflína í jörð og framtíðaruppbyggingu raforkukerfisins.“ Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
„Það er alveg með ólíkindum að jarðstrengir skuli bera 15 prósenta vörugjöld á meðan allur búnaður sem fer til loftlína ber ekkert slíkt. Vilji menn leggja sitt af mörkum til að jarðstrengir verði raunhæfur kostur þá geta menn ekki gert þann kost vísvitandi dýrari,“ segir Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets. Hann kallar eftir stefnumörkun stjórnvalda er varðar flutningskerfi raforku. „Þetta er einn af þeim þáttum sem gerir kostnaðinn meiri hér en erlendis. Þó margt annað skipti máli þá blasir þetta við.“ Eins og kunnugt er greinir Landsnet og aðra hagsmunaaðila á um muninn á kostnaði við að leggja loftlínu annars vegar og jarðstreng hins vegar. Landsnet segir hann margfaldan en á móti eru tekin dæmi frá öðrum löndum þar sem sá munur er jafnvel enginn. Þegar Anholt-strengurinn danski var lagður reyndist stofnkostnaður á kílómetra einungis um 1,5 sinnum hærri. Bændablaðið fjallaði á fimmtudag um lagningu háspennu jarðstrengja í Frakklandi. Þar kemur fram að kostnaðurinn við lagningu jarðstrengja þar í landi sé sá sami og við lagningu loftlínu miðað við 45 ára afskriftartíma. Byggðu upplýsingarnar á heimsókn áhugamanna frá Íslandi til RTE, fransks orkuflutningsfyrirtækis. Yfirstjórn Landsnets heimsótti fyrirtækið tveimur vikum fyrr, kemur fram í umfjöllun blaðsins.En upplýsingarnar frá Frakklandi breyta ekki myndinni hvað varðar Ísland, segir Þórður. „Það eru svo mörg atriði er varða kostnaðinn sem eru ólík hjá þeim og okkur“, og vísar hann meðal annars í skattaálögur stjórnvalda hér á landi. Þórður segir hins vegar að Landsnet sé að endurskoða þessi mál og ljóst að kostnaður fer lækkandi. „Við erum að endurskoða allar okkar áætlanir um jarðstrengi; ekki síst einstaka kostnaðarþætti er varða jarðstrengjavæðingu.“ Um sátt í þjóðfélaginu varðandi uppbyggingu flutningskerfisins með jarðstrengjavæðingu segir Þórður. „Við höfum verið að kalla eftir að þessi mál séu skoðuð af stjórnvöldum og mótuð stefna í jarðstrengjamálum, og ráðherra er að hreyfa við þessu máli þessa dagana,“ segir Þórður.Ragnheiður Elín ÁrnadóttirRáðherra vill stefnumótun og þjóðarsátt Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, lagði fyrr í október fram skýrslu varðandi mótun stefnu um lagningu raflína í jörð. Þar kemur fram eindregin skoðun ráðherra að nauðsynlegt sé að stjórnvöld móti skýra stefnu um framtíðaruppbyggingu. Þar segir ráðherra: „Þar sem hér er um að ræða eina af grundvallarstoðum í orkumálum Íslands er æskilegt að um framtíð þessara mála ríki almenn sátt. […] Markmiðið er því að í framhaldi af umræðu um skýrslu nefndarinnar muni stjórnvöld móta opinbera stefnu að því er snertir lagningu raflína í jörð og framtíðaruppbyggingu raforkukerfisins.“
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent