Heildarhagsmunum ekki fórnað Höskuldur Kári Schram skrifar 19. október 2013 12:00 "Það hefur verið mín upplifun að skilningur beggja flokka sé sá að við erum að fara að leiðrétta skuldir heimilanna. Þetta er forsendan fyrir stjórnarsamstarfinu,“ segir Eygló Harðardóttir. Fréttablaðið/Anton Stærsta kosningaloforð ríkisstjórnarinnar er skuldaleiðréttingin sem Framsóknarflokkurinn boðaði fyrir kosningar. Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt forystumenn ríkisstjórnarinnar fyrir að draga lappirnar í málinu og hafa kallað eftir efndum. Eygló segir að ríkisstjórnin sé samstíga í málinu. „Báðir flokkar samþykktu stjórnarsáttmálann. Hann er mjög skýr. Þessi ríkisstjórn ætlar að leiðrétta skuldir heimilanna. Við höfum talað um að nýta það svigrúm sem skapast við uppgjör við kröfuhafa þrotabúanna til þess að leiðrétta skuldir heimilanna. Samhliða því ætlum við að nýta tækifærið til að afnema verðtryggingu á neytendalánum. Sú vinna er í gangi,“ segir Eygló. Starfshópur ríkisstjórnarinnar sem vinnur að tillögum varðandi skuldaaðgerðir á að skila af sér í lok næsta mánaðar. Annar starfshópur sem vinnur að afnámi verðtryggingar á neytendalánum á að skila tillögum í desember. Eygló segir skuldaleiðréttingin sé undirstaða stjórnarsamstarfsins. „Það hefur verið mín upplifun að skilningur beggja flokka sé sá að við erum að fara að leiðrétta skuldir heimilanna. Þetta er forsendan fyrir stjórnarsamstarfinu. Við teljum líka að það sé mikilvægt að hafa það í huga að skuldaleiðréttingin er eitt og síðan þegar kemur að uppgjörinu við kröfuhafana þá munum við aldrei fórna hagsmunum Íslands á grundvelli þess að við erum að fara að flýta okkur. Það eru miklir hagsmundir þarna undir og menn þurfa að gera sér grein fyrir því að það er enginn einn maður eða einn flokkur að fara taka ákvörðun um það. Þetta er eitthvað sem við þurfum að gera saman því gjaldeyrishöftin og uppgjör við þrotabúin snertir fjárhagslegt sjálfstæði Ísland,“ segir Eygló. Ríkisstjórnin hefur verið gagnrýnd fyrir ætla ekki að nýta mögulegt svigrúm til að greiða niður skuldir ríkissjóðs. Eygló segir að svigrúmið muni ekki gagnast nema að litlu leyti þar sem stór hluti af skuldum ríkissjóðs sé erlendar skuldir. „Varðandi uppgjör þrotabúanna þar erum við að tala um krónueignir. Það er ekki hægt að leysa skuldavanda ríkissjóðs með krónueignum[...] okkar sýn hefur alltaf verið sú að til þess að koma efnahagslífinu og hagkerfinu af stað þá verðum við að lækka skuldir. Skuldir ríkissjóð og því er mikilvægt að vera með hallalaus fjárlög. En líka skuldir heimilanna, skuldir fyrirtækjanna og skuldir sveitarfélaganna. Heimili sem eru að drukkna í skuldum þau eru ekki að fara að fjárfesta. Þau eru ekki að fara kaupa sér meiri þjónustu, meiri mat eða annað. Það þýðir að það verður samdráttur í einkaneyslu og í hagkerfinu. Það hefur síðan áhrif á fyrirtækin. Þau fara ekki í það að fjárfesta og ráða nýtt fólk. Skuldavandinn er okkar helsti vandi og við verðum að taka á öllum þessum þáttum,“ segir Eygló.Neyðarástand á leigumarkaði Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað gríðarlega á undanförnum árum. Mikil eftirspurn er á markaði en framboð hins vegar af skornum skammti. Eygló telur að stjórnvöld, sveitarfélög og samtök launþega eigi að beita sér sameiginlega í málinu. Þessu lýsti hún m.a. yfir á þingi Starfgreinasambands Íslands á fimmtudag. „Ég hefur verið að leggja upp nýja húsnæðisstefnu eða nýja framtíðarskipan varðandi húsnæðismálið til að tryggja fólki val og öryggi. Bæði fyrir leigjendur og kaupendur. Í dag býr hvorugur hópurinn við nokkurt val eða öryggi. Það hefur verið sérstaklega áberandi að undanförnu að það hefur ríkt ákveðið neyðarástand á leigumarkaðinum þar sem fólk býr við mikið óöryggi. Það er erfitt að fá langtímaleigusamning og verðið er mjög hátt sem endurspeglar að það er miklu meiri eftirspurn en framboð. Að mínu mati er það mjög mikilvægt að byggja upp leigumarkað þar sem hægt er að leigja húsnæði til langtíma.“ Eygló vill leita leiða til að lækka lóðaverð og byggingakostnað. „Þegar lóðaverð var í hæstu hæðum á höfuðborgarsvæðinu þá gat það orðið allt að 25% af heildarbyggingakostnaði sem er gríðarlega stór hluti. Ég veit að Reykjavíkurborg hefur verið að skoða að veita þeim leigufélögum sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni lóðir á kostnaðarverði. Ég veit að önnur sveitarfélög eru tilbúin að skoða það líka. Síðan er það byggingakostnaðurinn sjálfur. Þegar við byggðum Breiðholtið á sínum tíma þá var farið í ákveðnar aðgerðir til þess að ná niður byggingakostnaði t.d. lækkun gjalda á byggingavörur.“ Á síðasta kjörtímabili voru gerðar breytingar á byggingareglugerð sem að Eygló segir að hafi hækkað allan kostnað. Þessu vill hún breyta. „Umhverfis- og auðlindaráðherra er núna með vinnu í gangi varðandi endurskoðun á þessari reglugerð.“Fá fólk til að spara Ástandið á fasteignamarkaði hefur bitnað hvað allra verst á ungu fólki. Hátt leiguverð kemur í veg fyrir að fólk geti sparað pening og þá hafa fjármálastofnanir frá hruni verið að herða útlánareglur vegna fasteignakaupa. Eygló vill athuga hvort hægt sé að veita sérstakan skattaafslátt vegna húsnæðissparnaðar og segir að fjármálaráðherra sé með málið til skoðunar. „Ég myndi gjarnan vilja búa til jákvæða hvata með þessum hætti til þess að foreldrar og börn leggi pening til hliðar. Við vorum með svona valfrjálst kerfi sem var afnumið og á svipuðum tíma vorum við líka að afnema skyldusparnaðinn. Það var því ekki skrítið að nokkrum árum seinna þá stóðum við uppi með heila kynslóð sem átti ekki neina fjármuni í útborgun í húsnæði,“ segir Eygló.Staða Íbúðalánasjóðs erfið Mikil óvissa ríkir um stöðu Íbúðalánasjóðs en frá árinu 2010 hefur ríkissjóður lagt rúma 40 milljarða í sjóðinn til að mæta erfiðri fjárhagsstöðu. Á næsta ári er gert ráð fyrir því að sjóðurinn fái 4,5 milljarða frá ríkinu. Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, sagði í viðtali við Bloomberg fréttastofunna í vikunni að starfsemi Íbúðlánasjóðs verði ekki bjargað og að tapið muni að lokum lenda á skattborgurum. Margir hafa gagnrýnt þessi ummæli en Eygló gerir hins vegar engar athugasemdir við þessi orð forstjórans. „Staða sjóðsins er erfið og það hefur legið fyrir í töluverðan tíma. Viðbrögð markaðarins við ummælum forstjóra Fjármálaeftirlitsins endurspegluðu það. Menn vita ósköp vel hvernig staðan er hjá sjóðnum. Við erum ekki sátt við það að þurfa að leggja sjóðnum til allt að því fimm milljarða árlega. Það er verið að leita leiða til að gera viðskiptamódelið sjálfbært. Við erum búin að skipa hóp sem snýr að framtíðarskipan húsnæðismála, hvernig við viljum sjá það fyrir okkur til framtíðar, og síðan samhliða því er verið að fara yfir það sem snýr að fortíðarvandanum. Ég geri engar athugasemdir við orð forstjóra FME. Áður fyrr var það gagnrýnt að þeir sem voru að sinna eftirlitshlutverki væri ekki að koma á framfæri upplýsingum við stjórnvöld. Við höfum fundað með FME og farið yfir stöðu sjóðsins og ég tel að FME sé bara að sinna sínum skyldum,“ segir Eygló.Hlynnt þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB Ríkisstjórnin ákvað í sumar að gera hlé á aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið. Nýlegar kannanir sýna að meirihluti þjóðarinnar vill að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna. Eygló segist vera fylgjandi beinu lýðræði. „Þjóðin hefur sýnt það ítrekað þegar við höfum beint málum til hennar að hún getur axlað þá ábyrgð. Það hefur komið mjög skýrt fram í mælingum og líka hjá fólki sem ég hef hitt í mínu kjördæmi að það er mikill áhugi á því að þjóðin fái að greiða atkvæði um framhald viðræðna.“ Eygló segist vera þeirrar skoðunar að Ísland eigi ekki að ganga í ESB. „Ég held að að gæti reynst erfitt fyrir tvo ríkisstjórnarflokka, sem báðir eru þeirrar skoðunar að Ísland eigi ekki ganga í ESB, að ljúka þessum aðildarviðræðum. Ég tel líka að það verði erfitt að ná ásættanlegri niðurstöðu sem snýr að okkar helstu auðlindum,“ segir Eygló. Viðtalið við Eygló Harðardóttur er hægt að sjá í þættinum Pólitíkin á www.vísir.is Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Stærsta kosningaloforð ríkisstjórnarinnar er skuldaleiðréttingin sem Framsóknarflokkurinn boðaði fyrir kosningar. Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt forystumenn ríkisstjórnarinnar fyrir að draga lappirnar í málinu og hafa kallað eftir efndum. Eygló segir að ríkisstjórnin sé samstíga í málinu. „Báðir flokkar samþykktu stjórnarsáttmálann. Hann er mjög skýr. Þessi ríkisstjórn ætlar að leiðrétta skuldir heimilanna. Við höfum talað um að nýta það svigrúm sem skapast við uppgjör við kröfuhafa þrotabúanna til þess að leiðrétta skuldir heimilanna. Samhliða því ætlum við að nýta tækifærið til að afnema verðtryggingu á neytendalánum. Sú vinna er í gangi,“ segir Eygló. Starfshópur ríkisstjórnarinnar sem vinnur að tillögum varðandi skuldaaðgerðir á að skila af sér í lok næsta mánaðar. Annar starfshópur sem vinnur að afnámi verðtryggingar á neytendalánum á að skila tillögum í desember. Eygló segir skuldaleiðréttingin sé undirstaða stjórnarsamstarfsins. „Það hefur verið mín upplifun að skilningur beggja flokka sé sá að við erum að fara að leiðrétta skuldir heimilanna. Þetta er forsendan fyrir stjórnarsamstarfinu. Við teljum líka að það sé mikilvægt að hafa það í huga að skuldaleiðréttingin er eitt og síðan þegar kemur að uppgjörinu við kröfuhafana þá munum við aldrei fórna hagsmunum Íslands á grundvelli þess að við erum að fara að flýta okkur. Það eru miklir hagsmundir þarna undir og menn þurfa að gera sér grein fyrir því að það er enginn einn maður eða einn flokkur að fara taka ákvörðun um það. Þetta er eitthvað sem við þurfum að gera saman því gjaldeyrishöftin og uppgjör við þrotabúin snertir fjárhagslegt sjálfstæði Ísland,“ segir Eygló. Ríkisstjórnin hefur verið gagnrýnd fyrir ætla ekki að nýta mögulegt svigrúm til að greiða niður skuldir ríkissjóðs. Eygló segir að svigrúmið muni ekki gagnast nema að litlu leyti þar sem stór hluti af skuldum ríkissjóðs sé erlendar skuldir. „Varðandi uppgjör þrotabúanna þar erum við að tala um krónueignir. Það er ekki hægt að leysa skuldavanda ríkissjóðs með krónueignum[...] okkar sýn hefur alltaf verið sú að til þess að koma efnahagslífinu og hagkerfinu af stað þá verðum við að lækka skuldir. Skuldir ríkissjóð og því er mikilvægt að vera með hallalaus fjárlög. En líka skuldir heimilanna, skuldir fyrirtækjanna og skuldir sveitarfélaganna. Heimili sem eru að drukkna í skuldum þau eru ekki að fara að fjárfesta. Þau eru ekki að fara kaupa sér meiri þjónustu, meiri mat eða annað. Það þýðir að það verður samdráttur í einkaneyslu og í hagkerfinu. Það hefur síðan áhrif á fyrirtækin. Þau fara ekki í það að fjárfesta og ráða nýtt fólk. Skuldavandinn er okkar helsti vandi og við verðum að taka á öllum þessum þáttum,“ segir Eygló.Neyðarástand á leigumarkaði Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað gríðarlega á undanförnum árum. Mikil eftirspurn er á markaði en framboð hins vegar af skornum skammti. Eygló telur að stjórnvöld, sveitarfélög og samtök launþega eigi að beita sér sameiginlega í málinu. Þessu lýsti hún m.a. yfir á þingi Starfgreinasambands Íslands á fimmtudag. „Ég hefur verið að leggja upp nýja húsnæðisstefnu eða nýja framtíðarskipan varðandi húsnæðismálið til að tryggja fólki val og öryggi. Bæði fyrir leigjendur og kaupendur. Í dag býr hvorugur hópurinn við nokkurt val eða öryggi. Það hefur verið sérstaklega áberandi að undanförnu að það hefur ríkt ákveðið neyðarástand á leigumarkaðinum þar sem fólk býr við mikið óöryggi. Það er erfitt að fá langtímaleigusamning og verðið er mjög hátt sem endurspeglar að það er miklu meiri eftirspurn en framboð. Að mínu mati er það mjög mikilvægt að byggja upp leigumarkað þar sem hægt er að leigja húsnæði til langtíma.“ Eygló vill leita leiða til að lækka lóðaverð og byggingakostnað. „Þegar lóðaverð var í hæstu hæðum á höfuðborgarsvæðinu þá gat það orðið allt að 25% af heildarbyggingakostnaði sem er gríðarlega stór hluti. Ég veit að Reykjavíkurborg hefur verið að skoða að veita þeim leigufélögum sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni lóðir á kostnaðarverði. Ég veit að önnur sveitarfélög eru tilbúin að skoða það líka. Síðan er það byggingakostnaðurinn sjálfur. Þegar við byggðum Breiðholtið á sínum tíma þá var farið í ákveðnar aðgerðir til þess að ná niður byggingakostnaði t.d. lækkun gjalda á byggingavörur.“ Á síðasta kjörtímabili voru gerðar breytingar á byggingareglugerð sem að Eygló segir að hafi hækkað allan kostnað. Þessu vill hún breyta. „Umhverfis- og auðlindaráðherra er núna með vinnu í gangi varðandi endurskoðun á þessari reglugerð.“Fá fólk til að spara Ástandið á fasteignamarkaði hefur bitnað hvað allra verst á ungu fólki. Hátt leiguverð kemur í veg fyrir að fólk geti sparað pening og þá hafa fjármálastofnanir frá hruni verið að herða útlánareglur vegna fasteignakaupa. Eygló vill athuga hvort hægt sé að veita sérstakan skattaafslátt vegna húsnæðissparnaðar og segir að fjármálaráðherra sé með málið til skoðunar. „Ég myndi gjarnan vilja búa til jákvæða hvata með þessum hætti til þess að foreldrar og börn leggi pening til hliðar. Við vorum með svona valfrjálst kerfi sem var afnumið og á svipuðum tíma vorum við líka að afnema skyldusparnaðinn. Það var því ekki skrítið að nokkrum árum seinna þá stóðum við uppi með heila kynslóð sem átti ekki neina fjármuni í útborgun í húsnæði,“ segir Eygló.Staða Íbúðalánasjóðs erfið Mikil óvissa ríkir um stöðu Íbúðalánasjóðs en frá árinu 2010 hefur ríkissjóður lagt rúma 40 milljarða í sjóðinn til að mæta erfiðri fjárhagsstöðu. Á næsta ári er gert ráð fyrir því að sjóðurinn fái 4,5 milljarða frá ríkinu. Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, sagði í viðtali við Bloomberg fréttastofunna í vikunni að starfsemi Íbúðlánasjóðs verði ekki bjargað og að tapið muni að lokum lenda á skattborgurum. Margir hafa gagnrýnt þessi ummæli en Eygló gerir hins vegar engar athugasemdir við þessi orð forstjórans. „Staða sjóðsins er erfið og það hefur legið fyrir í töluverðan tíma. Viðbrögð markaðarins við ummælum forstjóra Fjármálaeftirlitsins endurspegluðu það. Menn vita ósköp vel hvernig staðan er hjá sjóðnum. Við erum ekki sátt við það að þurfa að leggja sjóðnum til allt að því fimm milljarða árlega. Það er verið að leita leiða til að gera viðskiptamódelið sjálfbært. Við erum búin að skipa hóp sem snýr að framtíðarskipan húsnæðismála, hvernig við viljum sjá það fyrir okkur til framtíðar, og síðan samhliða því er verið að fara yfir það sem snýr að fortíðarvandanum. Ég geri engar athugasemdir við orð forstjóra FME. Áður fyrr var það gagnrýnt að þeir sem voru að sinna eftirlitshlutverki væri ekki að koma á framfæri upplýsingum við stjórnvöld. Við höfum fundað með FME og farið yfir stöðu sjóðsins og ég tel að FME sé bara að sinna sínum skyldum,“ segir Eygló.Hlynnt þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB Ríkisstjórnin ákvað í sumar að gera hlé á aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið. Nýlegar kannanir sýna að meirihluti þjóðarinnar vill að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna. Eygló segist vera fylgjandi beinu lýðræði. „Þjóðin hefur sýnt það ítrekað þegar við höfum beint málum til hennar að hún getur axlað þá ábyrgð. Það hefur komið mjög skýrt fram í mælingum og líka hjá fólki sem ég hef hitt í mínu kjördæmi að það er mikill áhugi á því að þjóðin fái að greiða atkvæði um framhald viðræðna.“ Eygló segist vera þeirrar skoðunar að Ísland eigi ekki að ganga í ESB. „Ég held að að gæti reynst erfitt fyrir tvo ríkisstjórnarflokka, sem báðir eru þeirrar skoðunar að Ísland eigi ekki ganga í ESB, að ljúka þessum aðildarviðræðum. Ég tel líka að það verði erfitt að ná ásættanlegri niðurstöðu sem snýr að okkar helstu auðlindum,“ segir Eygló. Viðtalið við Eygló Harðardóttur er hægt að sjá í þættinum Pólitíkin á www.vísir.is
Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira