Innlent

Erfitt að reikna með afturvirkni

Mikilvægt er að eyða óvissu þeirra sem bíða eftir lyklalögunum sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra á Alþingi.
Mikilvægt er að eyða óvissu þeirra sem bíða eftir lyklalögunum sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra á Alþingi. Mynd/GVA
Erfitt er að setja afturvirk lylkalög sem gagnast þeim sem nú skulda meira en verðmæti eigna sinna sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra á Alþingi í dag.

Innanríkisráðherra hefur ásamt félagsmálaráðherra unnið að því að undirbúa lyklafrumvarp. Markmiðið er að þeir sem skulda meira andvirði húsnæðis síns geti skilað lyklununm og sloppið undan skuldunum.

Hanna Birna sagði á Alþingi að flestir lögmenn telji afar erfitt að hafa slík lög afturvirk, en ráðherrarnir séu ekki komnir að lokaniðurstöðu. Hún verði afhent ráðherranefnd um skuldir heimilanna í næstu eða þar næstu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×