Ólík þróun heilbrigðismerki Óli Kristján Ármannsson skrifar 11. september 2013 07:00 Alla jafna segja sérfræðingar á markaði eðlilegar skýringar á verðbreytingum hlutabréfa og telja ekki merki um bólumyndun á markaði hér. Óttinn við eignabólur litar þó gjarnan almennar umræður um hlutabréfamarkaðinn, sem starfar í um margt óeðlilegum aðstæðum, innan gjaldeyrishafta þar sem fátt er um fjárfestingarkosti og lífeyrissjóðir fara mikinn. Sérfræðingar sem Markaðurinn hefur haft tal af telja gengi bréfa skráðra félaga ráðast af blöndu uppgjörsfregna og annarra frétta af félögum, sem hafa verið misgóðar. Þannig skilaði sér til dæmis strax í verðþróun bréfa Eimskips fyrir hádegi í gær húsleit sem samkeppnisyfirvöld stóðu í. Bréfin lækkuðu um rúm fimm prósent fyrir hádegi, en réttu sig svo aftur aðeins við þegar leið á daginn. Að mörgu leyti kunni því að teljast heilbrigðismerki á markaðnum að gengi félaga hafi verið misjafnt frá því í sumar, sum hafa hækkað hressilega og önnur lækkað. Uppgjör tryggingafélaganna hafi til dæmis verið nokkuð góð en uppgjör Eimskipafélagsins hafi ekki verið það. Marel hafi lækkað undanfarin misseri vegna dapurlegra uppgjöra á meðan afkoma Haga hafi verið góð og umfram væntingar. Það endurspeglist í hlutabréfaverðinu. Lífeyrissjóðum skorður settarKauphöll ÍslandsEins hefur verð hlutabréfa Icelandair hækkað rækilega, sem þarf ef til vill ekki að koma á óvart í ljósi fregna af stórauknum komum erlendra ferðamanna hingað til lands og vexti í ferðaþjónustu. Verð á hlutabréfum hefur hækkað mikið frá því að botni var náð eftir hrun, án þess þó að um sé að ræða samfelldar hækkanir yfir línuna. Þá hefur hækkun hlutabréfa í sumar átt sér stað samhliða hækkunum á mörkuðum erlendis, þótt hækkun hér hafi ekki verið jafnmikil. Erlendis eru markaðir líka víða sagðir komnir upp fyrir söguleg gildi og kennitölur félaga hér ekki ólíkar því sem sést á erlendum mörkuðum. Almennt eru verðkennitölur sagðar um og yfir hundrað ára meðaltali, í hærri kanti án þess þó að vera nokkurs staðar nærri þeim hæðum sem sáust í netbólunni um aldamótin eða bólunni sem myndaðist í kring um fjármálafyrirtæki fyrir síðasta hrun. Í nýlegri umfjöllun greiningardeildar Arion banka er fjallað um hlut lífeyrissjóðanna á hlutabréfamarkaði hér, en lífeyrissjóðir eiga beint í það minnsta 30 prósent af markaðsvirði íslensku hlutafélaganna á aðallista Kauphallarinnar. Fram kemur í umfjölluninni að svigrúm sjóðanna til fjárfestinga í innlendum hlutabréfum fari nú minnkandi. Hver sjóður má lögum samkvæmt ekki eiga meira en fimmtán prósent af hlutafé félags og ekki meira en tíu prósent í fjármálafyrirtæki. Minnki eftirspurn sjóðanna eftir hlutabréfum má ljóst vera að það hefur áhrif á verð bréfa á markaði. Skuldabréfamarkaður skiptir líka miklu máli„Á komandi mánuðum og misserum er þó útlit fyrir að félögum á innlenda hlutabréfamarkaðinum muni halda áfram að fjölga, en aukið framboð fjárfestingakosta hér heima mun að einhverju leyti veita lífeyrissjóðum aukið svigrúm til fjárfestinga og dreifingar eigna,“ segir í umfjölluninni. Þá telja sérfræðingar ekki merki um að lífeyriskerfið í heild sé að nálgast einhvern endapunkt í fjárfestingum í hlutabréfum þó svo að einhverjir einstakir sjóðir kunni að vera að nálgast hámarkseign í stöku félögum. Eins er bent á að þótt kastljósinu sé gjarnan beint að hlutabréfamarkaði og sveiflum þar þá hafi skuldabréfamarkaður verið á fleygiferð með stanslausum hækkunum frá því fyrir hrun. Skuldabréfamarkaðurinn sé svo aftur grunnurinn að allri verðmyndun, hvort heldur það sé á markaði með hlutabréf, fasteignir eða eitthvað annað. Ekki sé ólíklegt að þar sé ekki síður að leita skýringa á hækkun eignaverðs en í afkomutölum og stemningsfréttum af einstökum mörkuðum. Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Sjá meira
Alla jafna segja sérfræðingar á markaði eðlilegar skýringar á verðbreytingum hlutabréfa og telja ekki merki um bólumyndun á markaði hér. Óttinn við eignabólur litar þó gjarnan almennar umræður um hlutabréfamarkaðinn, sem starfar í um margt óeðlilegum aðstæðum, innan gjaldeyrishafta þar sem fátt er um fjárfestingarkosti og lífeyrissjóðir fara mikinn. Sérfræðingar sem Markaðurinn hefur haft tal af telja gengi bréfa skráðra félaga ráðast af blöndu uppgjörsfregna og annarra frétta af félögum, sem hafa verið misgóðar. Þannig skilaði sér til dæmis strax í verðþróun bréfa Eimskips fyrir hádegi í gær húsleit sem samkeppnisyfirvöld stóðu í. Bréfin lækkuðu um rúm fimm prósent fyrir hádegi, en réttu sig svo aftur aðeins við þegar leið á daginn. Að mörgu leyti kunni því að teljast heilbrigðismerki á markaðnum að gengi félaga hafi verið misjafnt frá því í sumar, sum hafa hækkað hressilega og önnur lækkað. Uppgjör tryggingafélaganna hafi til dæmis verið nokkuð góð en uppgjör Eimskipafélagsins hafi ekki verið það. Marel hafi lækkað undanfarin misseri vegna dapurlegra uppgjöra á meðan afkoma Haga hafi verið góð og umfram væntingar. Það endurspeglist í hlutabréfaverðinu. Lífeyrissjóðum skorður settarKauphöll ÍslandsEins hefur verð hlutabréfa Icelandair hækkað rækilega, sem þarf ef til vill ekki að koma á óvart í ljósi fregna af stórauknum komum erlendra ferðamanna hingað til lands og vexti í ferðaþjónustu. Verð á hlutabréfum hefur hækkað mikið frá því að botni var náð eftir hrun, án þess þó að um sé að ræða samfelldar hækkanir yfir línuna. Þá hefur hækkun hlutabréfa í sumar átt sér stað samhliða hækkunum á mörkuðum erlendis, þótt hækkun hér hafi ekki verið jafnmikil. Erlendis eru markaðir líka víða sagðir komnir upp fyrir söguleg gildi og kennitölur félaga hér ekki ólíkar því sem sést á erlendum mörkuðum. Almennt eru verðkennitölur sagðar um og yfir hundrað ára meðaltali, í hærri kanti án þess þó að vera nokkurs staðar nærri þeim hæðum sem sáust í netbólunni um aldamótin eða bólunni sem myndaðist í kring um fjármálafyrirtæki fyrir síðasta hrun. Í nýlegri umfjöllun greiningardeildar Arion banka er fjallað um hlut lífeyrissjóðanna á hlutabréfamarkaði hér, en lífeyrissjóðir eiga beint í það minnsta 30 prósent af markaðsvirði íslensku hlutafélaganna á aðallista Kauphallarinnar. Fram kemur í umfjölluninni að svigrúm sjóðanna til fjárfestinga í innlendum hlutabréfum fari nú minnkandi. Hver sjóður má lögum samkvæmt ekki eiga meira en fimmtán prósent af hlutafé félags og ekki meira en tíu prósent í fjármálafyrirtæki. Minnki eftirspurn sjóðanna eftir hlutabréfum má ljóst vera að það hefur áhrif á verð bréfa á markaði. Skuldabréfamarkaður skiptir líka miklu máli„Á komandi mánuðum og misserum er þó útlit fyrir að félögum á innlenda hlutabréfamarkaðinum muni halda áfram að fjölga, en aukið framboð fjárfestingakosta hér heima mun að einhverju leyti veita lífeyrissjóðum aukið svigrúm til fjárfestinga og dreifingar eigna,“ segir í umfjölluninni. Þá telja sérfræðingar ekki merki um að lífeyriskerfið í heild sé að nálgast einhvern endapunkt í fjárfestingum í hlutabréfum þó svo að einhverjir einstakir sjóðir kunni að vera að nálgast hámarkseign í stöku félögum. Eins er bent á að þótt kastljósinu sé gjarnan beint að hlutabréfamarkaði og sveiflum þar þá hafi skuldabréfamarkaður verið á fleygiferð með stanslausum hækkunum frá því fyrir hrun. Skuldabréfamarkaðurinn sé svo aftur grunnurinn að allri verðmyndun, hvort heldur það sé á markaði með hlutabréf, fasteignir eða eitthvað annað. Ekki sé ólíklegt að þar sé ekki síður að leita skýringa á hækkun eignaverðs en í afkomutölum og stemningsfréttum af einstökum mörkuðum.
Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Sjá meira