Umferðarteppan og úthverfin Dagur B. Eggertsson skrifar 6. september 2013 00:01 Umferðarteppan sem alltaf myndast kvölds og morgna þegar skólar byrja á haustin ætti að vekja okkur til umhugsunar. Ef við höldum áfram að þróa byggðina lengra í austur mun það auka á þessa umferð og rýra lífsgæði þeirra sem búa í Árbæ, Breiðholti, Grafarholti og Grafarvogi, ekki síður en þeim hverfum sem stofnbrautirnar liggja í gegnum. Það er vegna þess að umferð úr nýju hverfi í austri myndi bætast við umferðina um Ártúnsbrekku, Miklubraut eða Sæbraut til og frá vinnu. Viðbótarbílarnir myndu fylla göturnar, hægja á umferðinni og auka ferðatímann. Þetta eru ein sterkustu umferðarrökin fyrir því að þróa byggðina í Reykjavík inn á við og „þétta hana“. Útreikningar og reynsla sýna að það er eina leiðin til að draga úr umferð, mengun og ferðatíma innan borgarinnar. Ástæðan er sú að stærstu vinnustaðirnir og skólarnir eru á miðborgarsvæðinu. Þétting byggðar styttir meðalferðina milli heimilis og vinnu og minnkar þannig heildarumferðina á höfuðborgarsvæðinu. Með þéttingu byggðar er verið að verja lífsgæði þeirra sem búa í okkar góðu úthverfum og komið í veg fyrir alvöru umferðarsultu framtíðarinnar. Sumir hafa haldið því fram að þetta sé öfugt. Að þétting byggðar sé vond fyrir austari hluta borgarinnar. Einfalt dæmi sýnir að þetta er rangt: hvað myndi gerast ef við myndum bæta 25.000 manna byggð við á landfyllingum í sjónum vestan við Seltjarnarnes og beina umferðinni úr því hverfi eftir núverandi götum á nesinu? Jú, umferðin myndi aukast og stíflast og Seltirningar fyndu sannarlega fyrir því. Þetta er nákvæmlega eins fyrir Árbæ, Breiðholt, Grafarholt eða Grafarvog ef við bætum við nýjum 25.000 manna hverfum austan við þessi hverfi. Áframhaldandi útþensla byggðar er ógn við þau miklu lífsgæði sem úthverfi Reykjavíkur bjóða. Þess vegna er stefnt að því að þróa borgina inn á við í nýju aðalskipulagi, og þess sérstaklega gætt að það sé ekki gert á kostnað grænna svæða. Græn svæði eru lungu borgarinnar sem við eigum að standa saman um að verja til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Mest lesið Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Umferðarteppan sem alltaf myndast kvölds og morgna þegar skólar byrja á haustin ætti að vekja okkur til umhugsunar. Ef við höldum áfram að þróa byggðina lengra í austur mun það auka á þessa umferð og rýra lífsgæði þeirra sem búa í Árbæ, Breiðholti, Grafarholti og Grafarvogi, ekki síður en þeim hverfum sem stofnbrautirnar liggja í gegnum. Það er vegna þess að umferð úr nýju hverfi í austri myndi bætast við umferðina um Ártúnsbrekku, Miklubraut eða Sæbraut til og frá vinnu. Viðbótarbílarnir myndu fylla göturnar, hægja á umferðinni og auka ferðatímann. Þetta eru ein sterkustu umferðarrökin fyrir því að þróa byggðina í Reykjavík inn á við og „þétta hana“. Útreikningar og reynsla sýna að það er eina leiðin til að draga úr umferð, mengun og ferðatíma innan borgarinnar. Ástæðan er sú að stærstu vinnustaðirnir og skólarnir eru á miðborgarsvæðinu. Þétting byggðar styttir meðalferðina milli heimilis og vinnu og minnkar þannig heildarumferðina á höfuðborgarsvæðinu. Með þéttingu byggðar er verið að verja lífsgæði þeirra sem búa í okkar góðu úthverfum og komið í veg fyrir alvöru umferðarsultu framtíðarinnar. Sumir hafa haldið því fram að þetta sé öfugt. Að þétting byggðar sé vond fyrir austari hluta borgarinnar. Einfalt dæmi sýnir að þetta er rangt: hvað myndi gerast ef við myndum bæta 25.000 manna byggð við á landfyllingum í sjónum vestan við Seltjarnarnes og beina umferðinni úr því hverfi eftir núverandi götum á nesinu? Jú, umferðin myndi aukast og stíflast og Seltirningar fyndu sannarlega fyrir því. Þetta er nákvæmlega eins fyrir Árbæ, Breiðholt, Grafarholt eða Grafarvog ef við bætum við nýjum 25.000 manna hverfum austan við þessi hverfi. Áframhaldandi útþensla byggðar er ógn við þau miklu lífsgæði sem úthverfi Reykjavíkur bjóða. Þess vegna er stefnt að því að þróa borgina inn á við í nýju aðalskipulagi, og þess sérstaklega gætt að það sé ekki gert á kostnað grænna svæða. Græn svæði eru lungu borgarinnar sem við eigum að standa saman um að verja til framtíðar.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun