Verðbólgan ræðst af niðurstöðu kjarasamninga Þorsteinn Víglundsson skrifar 24. ágúst 2013 08:00 Af nýlegum hagspám má ráða fullkomna vantrú á skynsamlega niðurstöðu kjarasamninga í vetur. Í nýendurskoðaðri þjóðhagsspá Seðlabanka virðist gert ráð fyrir u.þ.b. 5,5% meðaltals launahækkunum á ári næstu tvö árin. Bankinn segir þessar launabreytingar nokkuð umfram það sem samrýmist verðbólgumarkmiðinu, 2,5%, og fyrir vikið muni það ekki nást fyrr en á fyrri hluta ársins 2016, í stað þess að nást á næsta ári eins og í síðustu spá bankans fyrir aðeins þremur mánuðum síðan. Verði launabreytingar hins vegar í takti við það sem samræmist verðbólgumarkmiðinu muni verðbólga verða minni og vextir lægri en ella. Hagstofan gerir ráð fyrir svipaðri launabreytingu á milli ára, um 5,5%, og að verðbólga verði áfram í kringum 4%. Sama er uppi á teningunum hjá greingardeild Íslandsbanka og verðbólguvæntingar á verðbréfamarkaði og meðal fyrirtækja eru svipaðar eða á bilinu 4,0-4,5% á komandi tveimur árum. Verðbólguvæntingar heimilanna eru enn meiri, eða 5%. Ljóst er því að ofangreindir aðilar hafa enga trú á að umræða að undanförnu um breytt vinnubrögð við gerð kjarasamninga muni skila sér í skynsamlegri niðurstöðu komandi kjaraviðræðna. Lái þeim hver sem vill. Á undanförnum áratug hafa laun hér á landi hækkað að jafnaði um tæp 7% á ári, langt umfram það sem samrýmist verðstöðugleika. Á Norðurlöndunum nemur sambærileg hækkun um 3,5% á ári að jafnaði. Að sama skapi hefur verðbólgan hér verið að meðaltali liðlega 6% á undanförnum áratug samanborið við 1,8% að meðaltali á Norðurlöndunum. Kaupmáttaraukning þar varð 18% samanborið við tæp 4% hér á landi. Árangur Íslendinga er því slakur sama hvernig á það er litið. Vera kann að spámennirnir muni hafa rétt fyrir sér þegar upp er staðið. Þeir spá því einfaldlega að samningsaðilar á vinnumarkaði leysi sín mál með sama hætti og áður. Þeir ganga út frá því að samið verði um háar prósentuhækkanir launa, sem eru langt umfram heildarhækkanir launa í öllum samkeppnisríkjum og langt umfram það sem samræmist markmiði um verðstöðugleika. Verði sú leið farin enn einu sinni verða samningarnir ekki gerðir á grundvelli þess hvað kemur þjóðfélaginu og heimilunum best til lengri tíma en það er lág verðbólga og lágir vextir. Við stöðugleika er miklu meiri von um að Íslendingar komist upp úr öldudalnum og fjárfestingar og atvinnusköpun komist á fulla ferð heldur en í verðbólgu og háum vöxtum eins og undanfarin ár. Almenn vantrú á farsæla lausn kjaraviðræðna ætti að vera aðilum vinnumarkaðar hvatning til ábyrgrar nálgunar í komandi viðræðum. Verði það ekki munum við gjalda fyrir með hærra vaxtastigi, hækkandi höfuðstól verðtryggðra lána heimila og fyrirtækja og áframhaldandi stöðnun, doða og framtaksleysi í atvinnulífinu. Á því þurfum við ekki að halda við núverandi aðstæður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Af nýlegum hagspám má ráða fullkomna vantrú á skynsamlega niðurstöðu kjarasamninga í vetur. Í nýendurskoðaðri þjóðhagsspá Seðlabanka virðist gert ráð fyrir u.þ.b. 5,5% meðaltals launahækkunum á ári næstu tvö árin. Bankinn segir þessar launabreytingar nokkuð umfram það sem samrýmist verðbólgumarkmiðinu, 2,5%, og fyrir vikið muni það ekki nást fyrr en á fyrri hluta ársins 2016, í stað þess að nást á næsta ári eins og í síðustu spá bankans fyrir aðeins þremur mánuðum síðan. Verði launabreytingar hins vegar í takti við það sem samræmist verðbólgumarkmiðinu muni verðbólga verða minni og vextir lægri en ella. Hagstofan gerir ráð fyrir svipaðri launabreytingu á milli ára, um 5,5%, og að verðbólga verði áfram í kringum 4%. Sama er uppi á teningunum hjá greingardeild Íslandsbanka og verðbólguvæntingar á verðbréfamarkaði og meðal fyrirtækja eru svipaðar eða á bilinu 4,0-4,5% á komandi tveimur árum. Verðbólguvæntingar heimilanna eru enn meiri, eða 5%. Ljóst er því að ofangreindir aðilar hafa enga trú á að umræða að undanförnu um breytt vinnubrögð við gerð kjarasamninga muni skila sér í skynsamlegri niðurstöðu komandi kjaraviðræðna. Lái þeim hver sem vill. Á undanförnum áratug hafa laun hér á landi hækkað að jafnaði um tæp 7% á ári, langt umfram það sem samrýmist verðstöðugleika. Á Norðurlöndunum nemur sambærileg hækkun um 3,5% á ári að jafnaði. Að sama skapi hefur verðbólgan hér verið að meðaltali liðlega 6% á undanförnum áratug samanborið við 1,8% að meðaltali á Norðurlöndunum. Kaupmáttaraukning þar varð 18% samanborið við tæp 4% hér á landi. Árangur Íslendinga er því slakur sama hvernig á það er litið. Vera kann að spámennirnir muni hafa rétt fyrir sér þegar upp er staðið. Þeir spá því einfaldlega að samningsaðilar á vinnumarkaði leysi sín mál með sama hætti og áður. Þeir ganga út frá því að samið verði um háar prósentuhækkanir launa, sem eru langt umfram heildarhækkanir launa í öllum samkeppnisríkjum og langt umfram það sem samræmist markmiði um verðstöðugleika. Verði sú leið farin enn einu sinni verða samningarnir ekki gerðir á grundvelli þess hvað kemur þjóðfélaginu og heimilunum best til lengri tíma en það er lág verðbólga og lágir vextir. Við stöðugleika er miklu meiri von um að Íslendingar komist upp úr öldudalnum og fjárfestingar og atvinnusköpun komist á fulla ferð heldur en í verðbólgu og háum vöxtum eins og undanfarin ár. Almenn vantrú á farsæla lausn kjaraviðræðna ætti að vera aðilum vinnumarkaðar hvatning til ábyrgrar nálgunar í komandi viðræðum. Verði það ekki munum við gjalda fyrir með hærra vaxtastigi, hækkandi höfuðstól verðtryggðra lána heimila og fyrirtækja og áframhaldandi stöðnun, doða og framtaksleysi í atvinnulífinu. Á því þurfum við ekki að halda við núverandi aðstæður.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar