Skoðun á hatri og kærleika Árni Svanur Daníelsson skrifar 22. ágúst 2013 08:00 Anna Pála Sverrisdóttir, formaður Samtakanna "78 skrifaði um skoðanir og hatursorðræðu í Fréttablaðinu í síðustu viku. Hún sagði þar: „Svo ég taki dæmi um manneskju sem ber mikla ábyrgð í opinberri umræðu vil ég nefna biskup Íslands. Eftir því sem ég best veit kemur enn til greina að hún taki þátt í samkomu þar sem aðalstjarnan er bandarískur predikari sem hefur það að gróðalind að miðla hatursáróðri um hinsegin fólk. Biskup segist sjálf annarrar skoðunar en predikarinn en hefur látið í ljós að hún telji best að nokkurs konar samtal fari fram. Um leið og ég þakka henni kærlega stuðning við málstað hinsegin fólks vil ég spyrja hvort sá stuðningur mætti ekki vera afdráttarlausari.“ Biskup Íslands hefur ekki notað orðið „skoðun“ til að lýsa orðum Franklins Graham um samkynhneigða, það er komið annars staðar frá. Annars tek ég undir með Önnu Pálu að okkur beri að gera skýran greinarmun á skoðunum sem eru studdar rökum og áróðri sem byggir á hatri. Annað má rökræða. Hitt er ekki til umræðu. Jesús mætti hatri með kærleika. Í því fólst ekki samþykki á hatrinu. Hann gaf ekkert eftir í baráttunni gegn ofbeldi. Hann fór ekki fram með yfirgangi heldur friðsemd og ákveðni. Við eigum að taka hann til fyrirmyndar. Heiðarlegt og einlægt samtal ásamt hugrekki til að orða og afhjúpa ofbeldi er lykill að bættu samfélagi. Við eigum að nýta hvert tækifæri til að tala fyrir hinu góða og berjast gegn því slæma. Þjóðkirkjan hefur tekið afstöðu með samkynhneigðum, réttindabaráttu þeirra og hjónabandi samkynhneigðra. Umræða undanfarinna daga hefur leitt í ljós að fordómar í garð samkynhneigðra leynast víða í samfélaginu. Við þurfum að taka höndum saman gegn þeim. Ég vona að Samtökin "78 með Önnu Pálu Sverrisdóttur í forystu og þjóðkirkjan með Agnesi M. Sigurðardóttur í forystu geti átt gott og afdráttarlaust samstarf um það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Anna Pála Sverrisdóttir, formaður Samtakanna "78 skrifaði um skoðanir og hatursorðræðu í Fréttablaðinu í síðustu viku. Hún sagði þar: „Svo ég taki dæmi um manneskju sem ber mikla ábyrgð í opinberri umræðu vil ég nefna biskup Íslands. Eftir því sem ég best veit kemur enn til greina að hún taki þátt í samkomu þar sem aðalstjarnan er bandarískur predikari sem hefur það að gróðalind að miðla hatursáróðri um hinsegin fólk. Biskup segist sjálf annarrar skoðunar en predikarinn en hefur látið í ljós að hún telji best að nokkurs konar samtal fari fram. Um leið og ég þakka henni kærlega stuðning við málstað hinsegin fólks vil ég spyrja hvort sá stuðningur mætti ekki vera afdráttarlausari.“ Biskup Íslands hefur ekki notað orðið „skoðun“ til að lýsa orðum Franklins Graham um samkynhneigða, það er komið annars staðar frá. Annars tek ég undir með Önnu Pálu að okkur beri að gera skýran greinarmun á skoðunum sem eru studdar rökum og áróðri sem byggir á hatri. Annað má rökræða. Hitt er ekki til umræðu. Jesús mætti hatri með kærleika. Í því fólst ekki samþykki á hatrinu. Hann gaf ekkert eftir í baráttunni gegn ofbeldi. Hann fór ekki fram með yfirgangi heldur friðsemd og ákveðni. Við eigum að taka hann til fyrirmyndar. Heiðarlegt og einlægt samtal ásamt hugrekki til að orða og afhjúpa ofbeldi er lykill að bættu samfélagi. Við eigum að nýta hvert tækifæri til að tala fyrir hinu góða og berjast gegn því slæma. Þjóðkirkjan hefur tekið afstöðu með samkynhneigðum, réttindabaráttu þeirra og hjónabandi samkynhneigðra. Umræða undanfarinna daga hefur leitt í ljós að fordómar í garð samkynhneigðra leynast víða í samfélaginu. Við þurfum að taka höndum saman gegn þeim. Ég vona að Samtökin "78 með Önnu Pálu Sverrisdóttur í forystu og þjóðkirkjan með Agnesi M. Sigurðardóttur í forystu geti átt gott og afdráttarlaust samstarf um það.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar