Sækja til sjávar með nýja barnafatalínu Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 18. júlí 2013 13:15 Útgerðin er glænýtt hönnunarfyrirtæki sem sent hefur frá sér barnafatalínu. Línan kemur í verslanir á næstu dögum. mynd/útgerðin Útgerðin er glænýtt hönnunarfyrirtæki sem sent hefur frá sér sína fyrstu barnafatalínu. Fyrirtækið er til húsa við Reykjavíkurhöfn og er innblásturinn sóttur til sjávarútvegs og sögu hans. „Við hjá Útgerðinni erum heilluð af sjónum. Samspil manns og sjávar er stór hluti af hinni íslensku arfleifð og er það leiðarstefið í hönnun okkar,“ segir Kristín Ýr Pétursdóttir, hönnuður hjá Útgerðinni, splunkunýju hönnunarfyrirtæki sem er til húsa við Reykjavíkurhöfn. Fyrsta vörulína Útgerðarinnar, Iceland Ocean Fisheries, er væntanleg í verslanir á næstu dögum en það er barnafatalína með skírskotun í íslenskan sjávarútveg og sögu hans. „Útgerðin er í húsi Sjávarklasans við Reykjavíkurhöfn og því má segja að innblásturinn sé hér allt í kringum okkur á þessum skemmtilega stað, þar sem ein aðalatvinnugrein Íslendinga á sér djúpar rætur,“ segir Kristín Ýr.Kristín Ýr Pétursdóttir, hönnuður hjá Útgerðinni.mynd/útgerðin„Við berum mikla virðingu fyrir umhverfinu og sýnum það með því að hanna vandaða vöru sem er framleidd á hagstæðan og umhverfisvænan hátt. Vörumerkið okkar, Iceland Ocean Fisheries sækjum við til Iceland Fisheries sem var bresk-íslensk útgerð, stofnuð í Vestmannaeyjum rétt um aldamótin 1900. Með þessari vísun erum við að tengja okkur sögunni og sýna henni virðingu,“ útskýrir Kristín. Fyrstu línuna vann Útgerðin í samvinnu við Halldóru Vífilsdóttur arkitekt. Línan samanstendur af barnaskyrtum, bolum og klútum fyrir börn á aldrinum 4-14 ára. „Vinnufatnaður íslenskra sjómanna var innblástur okkar við hönnunina. Hann varð að vera vandaður og endingargóður og við notum hinn sterk- appelsínugula lit sem svo margir tengja við sjávarútveg og sjómenn klæddust í öryggisskyni til varnar hinum óblíðu náttúruöflum. Þetta er fatnaður fyrir flotta krakka sem láta ekkert stoppa sig, síst af öllu veðrið,“ segir Kristín. Barnafatnaður Iceland Ocean Fisheries verður til sölu í sérvöldum verslunum en nánar má forvitnast um Iceland Ocean Fisheries á Facebook. Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Fleiri fréttir Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Sjá meira
Útgerðin er glænýtt hönnunarfyrirtæki sem sent hefur frá sér sína fyrstu barnafatalínu. Fyrirtækið er til húsa við Reykjavíkurhöfn og er innblásturinn sóttur til sjávarútvegs og sögu hans. „Við hjá Útgerðinni erum heilluð af sjónum. Samspil manns og sjávar er stór hluti af hinni íslensku arfleifð og er það leiðarstefið í hönnun okkar,“ segir Kristín Ýr Pétursdóttir, hönnuður hjá Útgerðinni, splunkunýju hönnunarfyrirtæki sem er til húsa við Reykjavíkurhöfn. Fyrsta vörulína Útgerðarinnar, Iceland Ocean Fisheries, er væntanleg í verslanir á næstu dögum en það er barnafatalína með skírskotun í íslenskan sjávarútveg og sögu hans. „Útgerðin er í húsi Sjávarklasans við Reykjavíkurhöfn og því má segja að innblásturinn sé hér allt í kringum okkur á þessum skemmtilega stað, þar sem ein aðalatvinnugrein Íslendinga á sér djúpar rætur,“ segir Kristín Ýr.Kristín Ýr Pétursdóttir, hönnuður hjá Útgerðinni.mynd/útgerðin„Við berum mikla virðingu fyrir umhverfinu og sýnum það með því að hanna vandaða vöru sem er framleidd á hagstæðan og umhverfisvænan hátt. Vörumerkið okkar, Iceland Ocean Fisheries sækjum við til Iceland Fisheries sem var bresk-íslensk útgerð, stofnuð í Vestmannaeyjum rétt um aldamótin 1900. Með þessari vísun erum við að tengja okkur sögunni og sýna henni virðingu,“ útskýrir Kristín. Fyrstu línuna vann Útgerðin í samvinnu við Halldóru Vífilsdóttur arkitekt. Línan samanstendur af barnaskyrtum, bolum og klútum fyrir börn á aldrinum 4-14 ára. „Vinnufatnaður íslenskra sjómanna var innblástur okkar við hönnunina. Hann varð að vera vandaður og endingargóður og við notum hinn sterk- appelsínugula lit sem svo margir tengja við sjávarútveg og sjómenn klæddust í öryggisskyni til varnar hinum óblíðu náttúruöflum. Þetta er fatnaður fyrir flotta krakka sem láta ekkert stoppa sig, síst af öllu veðrið,“ segir Kristín. Barnafatnaður Iceland Ocean Fisheries verður til sölu í sérvöldum verslunum en nánar má forvitnast um Iceland Ocean Fisheries á Facebook.
Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Fleiri fréttir Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Sjá meira