Sóknarprestur misskilur hugtökin trúfrelsi og veraldlegt samfélag Sigurður Hólm Gunnarsson skrifar 4. júlí 2013 08:00 Sóknarpresturinn Gunnar Jóhannesson skrifar grein í Fréttablaðið 25. júní þar sem hann fjallar um stefnu Siðmenntar, félags siðrænna húmanista á Íslandi. Eins og virðist vera algengt hjá prestlærðu fólki misskilur Gunnar viljandi eða óviljandi stefnu Siðmenntar og grundvallarhugtök eins og trúfrelsi og veraldlegt samfélag. Gunnar vísar í grein mína „Stefna Siðmenntar í trúfrelsismálum er skýr og óbreytt“ þar sem ég vitna í stefnuskrá Siðmenntar: „Siðmennt lítur svo á að sannfæringarfrelsi, trúfrelsi og tjáningarfrelsi teljist til almennra lýðréttinda. Þau skuli ná til allra og þau megi hvorki afnema né skerða undir neinum kringumstæðum. Félagið telur að hið opinbera (ríkið, stjórnkerfið, þingið, dómskerfið, mennta- og heilbrigðiskerfið) eigi að starfa eftir veraldlegum leikreglum og án merkimiða einstakra trúar- eða lífsskoðunarfélaga.“ Gunnar heldur því fram að stefnan sé mótsagnarkennd af því að: a) Siðmennt styður almennt trúfrelsi og tjáningarfrelsi sem ekki megi afnema (trúfrelsi) og b) Siðmennt telur að hið opinbera eigi að starfa eftir veraldlegum leikreglum án merkimiða einstakra trúar- eða lífsskoðunarfélaga (veraldlegt samfélag). Ályktun Gunnars er þessi: „Það er erfitt að komast hjá því að álykta að krafa Siðmenntar sé í raun sú að hið opinbera svið eigi eingöngu að bera vitni um þá veraldlegu lífsskoðun sem félagið sjálft stendur vörð um, að þar sé að finna hlutlaust viðmið sem allir skuli sammælast um.“ Þessi ályktun sóknarprestsins er samt röng. Siðmennt er þeirrar skoðunar að hið opinbera eigi ekki að boða ákveðna trúar- eða lífsskoðun. Ríkið á ekki að boða eða fjármagna boðun sem gengur út á að sannfæra almenning að guð sé til (lífsskoðun trúaðra) og að sama skapi eiga opinberar stofnanir ekki að reyna að telja fólki trú um að guð sé ekki til (lífsskoðun sumra siðrænna húmanista – margir telja sig ekki geta vitað hvort guð sé til).Munurinn Trúfrelsi tryggir öllum rétt til að trúa og tjá skoðanir sínar alls staðar, hvort sem það er heima hjá sér, inni í trúarhofum, úti á götum, inni í skólum, í strætó, í sundi eða í raun hvar sem er (svo lengi sem ekki er gengið á rétt annarra). Veraldlegt samfélag snýst um hið opinbera, ekki almenning. Með veraldlegu samfélagi er reynt að tryggja að opinberar stofnanir séu ekki grundvallaðar á ákveðinni trú eða lífsskoðun. Í veraldlegu samfélagi fer ekki fram boðun á ákveðinni trú eða lífsskoðun á vegum hins opinbera eða í opinberu rými. Þannig ættu börn í opinberum skólum að fá frið fyrir áróðri bæði frá félögum eins og Þjóðkirkjunni og ekki síður frá Siðmennt. Í veraldlegu samfélagi eru opinberar stofnanir hlutlausar þegar kemur að lífsskoðunum. Þar hanga ekki upp á vegg boðorðin tíu og ekki heldur stefnuskrá Siðmenntar. Þar starfa ekki einstaklingar sem hafa það hlutverk að kristna einstaklinga og ekki heldur guðleysingjar frá Siðmennt sem vinna við að sannfæra fólk um gildi trúleysis og húmanisma. Í opinberum skólum fer fram fræðsla um ýmislegt. Þar á meðal um trúarbrögð og lífsskoðanir en ekki boðun. Rétt er hjá Gunnari að með veraldlegu samfélagi sé verið að fara eftir stefnu Siðmenntar af þeim augljósu ástæðum að Siðmennt berst fyrir veraldlegu samfélagi. En veraldlegt samfélag á ekki að vera normið af því að Siðmennt segir það heldur vegna þess að slíkt samfélag samræmist best hugmyndum okkar flestra um mannréttindi og umburðarlyndi. Siðmennt hefur líka í nær aldarfjórðung barist fyrir tjáningarfrelsi, jafnrétti kynjanna og mannréttindum samkynhneigðra svo eitthvað sé nefnt. Það vill einfaldlega þannig til að Siðmennt berst ekki fyrir neinu sem skerðir rétt annarra. Stefna Siðmenntar hefur frá upphafi samræmst fullkomlega þeim hugmyndum um mannréttindi og frelsi sem nú þykja sjálfsögð. Sem dæmi er kirkjan enn að rífast um réttindi samkynhneigðra og meðan sjálfsögð réttindi þeirra hafa alltaf verið sjálfsögð meðal siðrænna húmanista. Líklegast hefur ekkert félag á Íslandi talað jafn lengi og skýrt fyrir öllum þessum almennum réttindum. Er það vegna þess að félagið byggir afstöðu sína á gagnrýnni hugsun og siðfræði sem er óháð túlkun einstaklinga á gömlum trúarritum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Sjá meira
Sóknarpresturinn Gunnar Jóhannesson skrifar grein í Fréttablaðið 25. júní þar sem hann fjallar um stefnu Siðmenntar, félags siðrænna húmanista á Íslandi. Eins og virðist vera algengt hjá prestlærðu fólki misskilur Gunnar viljandi eða óviljandi stefnu Siðmenntar og grundvallarhugtök eins og trúfrelsi og veraldlegt samfélag. Gunnar vísar í grein mína „Stefna Siðmenntar í trúfrelsismálum er skýr og óbreytt“ þar sem ég vitna í stefnuskrá Siðmenntar: „Siðmennt lítur svo á að sannfæringarfrelsi, trúfrelsi og tjáningarfrelsi teljist til almennra lýðréttinda. Þau skuli ná til allra og þau megi hvorki afnema né skerða undir neinum kringumstæðum. Félagið telur að hið opinbera (ríkið, stjórnkerfið, þingið, dómskerfið, mennta- og heilbrigðiskerfið) eigi að starfa eftir veraldlegum leikreglum og án merkimiða einstakra trúar- eða lífsskoðunarfélaga.“ Gunnar heldur því fram að stefnan sé mótsagnarkennd af því að: a) Siðmennt styður almennt trúfrelsi og tjáningarfrelsi sem ekki megi afnema (trúfrelsi) og b) Siðmennt telur að hið opinbera eigi að starfa eftir veraldlegum leikreglum án merkimiða einstakra trúar- eða lífsskoðunarfélaga (veraldlegt samfélag). Ályktun Gunnars er þessi: „Það er erfitt að komast hjá því að álykta að krafa Siðmenntar sé í raun sú að hið opinbera svið eigi eingöngu að bera vitni um þá veraldlegu lífsskoðun sem félagið sjálft stendur vörð um, að þar sé að finna hlutlaust viðmið sem allir skuli sammælast um.“ Þessi ályktun sóknarprestsins er samt röng. Siðmennt er þeirrar skoðunar að hið opinbera eigi ekki að boða ákveðna trúar- eða lífsskoðun. Ríkið á ekki að boða eða fjármagna boðun sem gengur út á að sannfæra almenning að guð sé til (lífsskoðun trúaðra) og að sama skapi eiga opinberar stofnanir ekki að reyna að telja fólki trú um að guð sé ekki til (lífsskoðun sumra siðrænna húmanista – margir telja sig ekki geta vitað hvort guð sé til).Munurinn Trúfrelsi tryggir öllum rétt til að trúa og tjá skoðanir sínar alls staðar, hvort sem það er heima hjá sér, inni í trúarhofum, úti á götum, inni í skólum, í strætó, í sundi eða í raun hvar sem er (svo lengi sem ekki er gengið á rétt annarra). Veraldlegt samfélag snýst um hið opinbera, ekki almenning. Með veraldlegu samfélagi er reynt að tryggja að opinberar stofnanir séu ekki grundvallaðar á ákveðinni trú eða lífsskoðun. Í veraldlegu samfélagi fer ekki fram boðun á ákveðinni trú eða lífsskoðun á vegum hins opinbera eða í opinberu rými. Þannig ættu börn í opinberum skólum að fá frið fyrir áróðri bæði frá félögum eins og Þjóðkirkjunni og ekki síður frá Siðmennt. Í veraldlegu samfélagi eru opinberar stofnanir hlutlausar þegar kemur að lífsskoðunum. Þar hanga ekki upp á vegg boðorðin tíu og ekki heldur stefnuskrá Siðmenntar. Þar starfa ekki einstaklingar sem hafa það hlutverk að kristna einstaklinga og ekki heldur guðleysingjar frá Siðmennt sem vinna við að sannfæra fólk um gildi trúleysis og húmanisma. Í opinberum skólum fer fram fræðsla um ýmislegt. Þar á meðal um trúarbrögð og lífsskoðanir en ekki boðun. Rétt er hjá Gunnari að með veraldlegu samfélagi sé verið að fara eftir stefnu Siðmenntar af þeim augljósu ástæðum að Siðmennt berst fyrir veraldlegu samfélagi. En veraldlegt samfélag á ekki að vera normið af því að Siðmennt segir það heldur vegna þess að slíkt samfélag samræmist best hugmyndum okkar flestra um mannréttindi og umburðarlyndi. Siðmennt hefur líka í nær aldarfjórðung barist fyrir tjáningarfrelsi, jafnrétti kynjanna og mannréttindum samkynhneigðra svo eitthvað sé nefnt. Það vill einfaldlega þannig til að Siðmennt berst ekki fyrir neinu sem skerðir rétt annarra. Stefna Siðmenntar hefur frá upphafi samræmst fullkomlega þeim hugmyndum um mannréttindi og frelsi sem nú þykja sjálfsögð. Sem dæmi er kirkjan enn að rífast um réttindi samkynhneigðra og meðan sjálfsögð réttindi þeirra hafa alltaf verið sjálfsögð meðal siðrænna húmanista. Líklegast hefur ekkert félag á Íslandi talað jafn lengi og skýrt fyrir öllum þessum almennum réttindum. Er það vegna þess að félagið byggir afstöðu sína á gagnrýnni hugsun og siðfræði sem er óháð túlkun einstaklinga á gömlum trúarritum.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun