Sóknarprestur misskilur hugtökin trúfrelsi og veraldlegt samfélag Sigurður Hólm Gunnarsson skrifar 4. júlí 2013 08:00 Sóknarpresturinn Gunnar Jóhannesson skrifar grein í Fréttablaðið 25. júní þar sem hann fjallar um stefnu Siðmenntar, félags siðrænna húmanista á Íslandi. Eins og virðist vera algengt hjá prestlærðu fólki misskilur Gunnar viljandi eða óviljandi stefnu Siðmenntar og grundvallarhugtök eins og trúfrelsi og veraldlegt samfélag. Gunnar vísar í grein mína „Stefna Siðmenntar í trúfrelsismálum er skýr og óbreytt“ þar sem ég vitna í stefnuskrá Siðmenntar: „Siðmennt lítur svo á að sannfæringarfrelsi, trúfrelsi og tjáningarfrelsi teljist til almennra lýðréttinda. Þau skuli ná til allra og þau megi hvorki afnema né skerða undir neinum kringumstæðum. Félagið telur að hið opinbera (ríkið, stjórnkerfið, þingið, dómskerfið, mennta- og heilbrigðiskerfið) eigi að starfa eftir veraldlegum leikreglum og án merkimiða einstakra trúar- eða lífsskoðunarfélaga.“ Gunnar heldur því fram að stefnan sé mótsagnarkennd af því að: a) Siðmennt styður almennt trúfrelsi og tjáningarfrelsi sem ekki megi afnema (trúfrelsi) og b) Siðmennt telur að hið opinbera eigi að starfa eftir veraldlegum leikreglum án merkimiða einstakra trúar- eða lífsskoðunarfélaga (veraldlegt samfélag). Ályktun Gunnars er þessi: „Það er erfitt að komast hjá því að álykta að krafa Siðmenntar sé í raun sú að hið opinbera svið eigi eingöngu að bera vitni um þá veraldlegu lífsskoðun sem félagið sjálft stendur vörð um, að þar sé að finna hlutlaust viðmið sem allir skuli sammælast um.“ Þessi ályktun sóknarprestsins er samt röng. Siðmennt er þeirrar skoðunar að hið opinbera eigi ekki að boða ákveðna trúar- eða lífsskoðun. Ríkið á ekki að boða eða fjármagna boðun sem gengur út á að sannfæra almenning að guð sé til (lífsskoðun trúaðra) og að sama skapi eiga opinberar stofnanir ekki að reyna að telja fólki trú um að guð sé ekki til (lífsskoðun sumra siðrænna húmanista – margir telja sig ekki geta vitað hvort guð sé til).Munurinn Trúfrelsi tryggir öllum rétt til að trúa og tjá skoðanir sínar alls staðar, hvort sem það er heima hjá sér, inni í trúarhofum, úti á götum, inni í skólum, í strætó, í sundi eða í raun hvar sem er (svo lengi sem ekki er gengið á rétt annarra). Veraldlegt samfélag snýst um hið opinbera, ekki almenning. Með veraldlegu samfélagi er reynt að tryggja að opinberar stofnanir séu ekki grundvallaðar á ákveðinni trú eða lífsskoðun. Í veraldlegu samfélagi fer ekki fram boðun á ákveðinni trú eða lífsskoðun á vegum hins opinbera eða í opinberu rými. Þannig ættu börn í opinberum skólum að fá frið fyrir áróðri bæði frá félögum eins og Þjóðkirkjunni og ekki síður frá Siðmennt. Í veraldlegu samfélagi eru opinberar stofnanir hlutlausar þegar kemur að lífsskoðunum. Þar hanga ekki upp á vegg boðorðin tíu og ekki heldur stefnuskrá Siðmenntar. Þar starfa ekki einstaklingar sem hafa það hlutverk að kristna einstaklinga og ekki heldur guðleysingjar frá Siðmennt sem vinna við að sannfæra fólk um gildi trúleysis og húmanisma. Í opinberum skólum fer fram fræðsla um ýmislegt. Þar á meðal um trúarbrögð og lífsskoðanir en ekki boðun. Rétt er hjá Gunnari að með veraldlegu samfélagi sé verið að fara eftir stefnu Siðmenntar af þeim augljósu ástæðum að Siðmennt berst fyrir veraldlegu samfélagi. En veraldlegt samfélag á ekki að vera normið af því að Siðmennt segir það heldur vegna þess að slíkt samfélag samræmist best hugmyndum okkar flestra um mannréttindi og umburðarlyndi. Siðmennt hefur líka í nær aldarfjórðung barist fyrir tjáningarfrelsi, jafnrétti kynjanna og mannréttindum samkynhneigðra svo eitthvað sé nefnt. Það vill einfaldlega þannig til að Siðmennt berst ekki fyrir neinu sem skerðir rétt annarra. Stefna Siðmenntar hefur frá upphafi samræmst fullkomlega þeim hugmyndum um mannréttindi og frelsi sem nú þykja sjálfsögð. Sem dæmi er kirkjan enn að rífast um réttindi samkynhneigðra og meðan sjálfsögð réttindi þeirra hafa alltaf verið sjálfsögð meðal siðrænna húmanista. Líklegast hefur ekkert félag á Íslandi talað jafn lengi og skýrt fyrir öllum þessum almennum réttindum. Er það vegna þess að félagið byggir afstöðu sína á gagnrýnni hugsun og siðfræði sem er óháð túlkun einstaklinga á gömlum trúarritum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Sjá meira
Sóknarpresturinn Gunnar Jóhannesson skrifar grein í Fréttablaðið 25. júní þar sem hann fjallar um stefnu Siðmenntar, félags siðrænna húmanista á Íslandi. Eins og virðist vera algengt hjá prestlærðu fólki misskilur Gunnar viljandi eða óviljandi stefnu Siðmenntar og grundvallarhugtök eins og trúfrelsi og veraldlegt samfélag. Gunnar vísar í grein mína „Stefna Siðmenntar í trúfrelsismálum er skýr og óbreytt“ þar sem ég vitna í stefnuskrá Siðmenntar: „Siðmennt lítur svo á að sannfæringarfrelsi, trúfrelsi og tjáningarfrelsi teljist til almennra lýðréttinda. Þau skuli ná til allra og þau megi hvorki afnema né skerða undir neinum kringumstæðum. Félagið telur að hið opinbera (ríkið, stjórnkerfið, þingið, dómskerfið, mennta- og heilbrigðiskerfið) eigi að starfa eftir veraldlegum leikreglum og án merkimiða einstakra trúar- eða lífsskoðunarfélaga.“ Gunnar heldur því fram að stefnan sé mótsagnarkennd af því að: a) Siðmennt styður almennt trúfrelsi og tjáningarfrelsi sem ekki megi afnema (trúfrelsi) og b) Siðmennt telur að hið opinbera eigi að starfa eftir veraldlegum leikreglum án merkimiða einstakra trúar- eða lífsskoðunarfélaga (veraldlegt samfélag). Ályktun Gunnars er þessi: „Það er erfitt að komast hjá því að álykta að krafa Siðmenntar sé í raun sú að hið opinbera svið eigi eingöngu að bera vitni um þá veraldlegu lífsskoðun sem félagið sjálft stendur vörð um, að þar sé að finna hlutlaust viðmið sem allir skuli sammælast um.“ Þessi ályktun sóknarprestsins er samt röng. Siðmennt er þeirrar skoðunar að hið opinbera eigi ekki að boða ákveðna trúar- eða lífsskoðun. Ríkið á ekki að boða eða fjármagna boðun sem gengur út á að sannfæra almenning að guð sé til (lífsskoðun trúaðra) og að sama skapi eiga opinberar stofnanir ekki að reyna að telja fólki trú um að guð sé ekki til (lífsskoðun sumra siðrænna húmanista – margir telja sig ekki geta vitað hvort guð sé til).Munurinn Trúfrelsi tryggir öllum rétt til að trúa og tjá skoðanir sínar alls staðar, hvort sem það er heima hjá sér, inni í trúarhofum, úti á götum, inni í skólum, í strætó, í sundi eða í raun hvar sem er (svo lengi sem ekki er gengið á rétt annarra). Veraldlegt samfélag snýst um hið opinbera, ekki almenning. Með veraldlegu samfélagi er reynt að tryggja að opinberar stofnanir séu ekki grundvallaðar á ákveðinni trú eða lífsskoðun. Í veraldlegu samfélagi fer ekki fram boðun á ákveðinni trú eða lífsskoðun á vegum hins opinbera eða í opinberu rými. Þannig ættu börn í opinberum skólum að fá frið fyrir áróðri bæði frá félögum eins og Þjóðkirkjunni og ekki síður frá Siðmennt. Í veraldlegu samfélagi eru opinberar stofnanir hlutlausar þegar kemur að lífsskoðunum. Þar hanga ekki upp á vegg boðorðin tíu og ekki heldur stefnuskrá Siðmenntar. Þar starfa ekki einstaklingar sem hafa það hlutverk að kristna einstaklinga og ekki heldur guðleysingjar frá Siðmennt sem vinna við að sannfæra fólk um gildi trúleysis og húmanisma. Í opinberum skólum fer fram fræðsla um ýmislegt. Þar á meðal um trúarbrögð og lífsskoðanir en ekki boðun. Rétt er hjá Gunnari að með veraldlegu samfélagi sé verið að fara eftir stefnu Siðmenntar af þeim augljósu ástæðum að Siðmennt berst fyrir veraldlegu samfélagi. En veraldlegt samfélag á ekki að vera normið af því að Siðmennt segir það heldur vegna þess að slíkt samfélag samræmist best hugmyndum okkar flestra um mannréttindi og umburðarlyndi. Siðmennt hefur líka í nær aldarfjórðung barist fyrir tjáningarfrelsi, jafnrétti kynjanna og mannréttindum samkynhneigðra svo eitthvað sé nefnt. Það vill einfaldlega þannig til að Siðmennt berst ekki fyrir neinu sem skerðir rétt annarra. Stefna Siðmenntar hefur frá upphafi samræmst fullkomlega þeim hugmyndum um mannréttindi og frelsi sem nú þykja sjálfsögð. Sem dæmi er kirkjan enn að rífast um réttindi samkynhneigðra og meðan sjálfsögð réttindi þeirra hafa alltaf verið sjálfsögð meðal siðrænna húmanista. Líklegast hefur ekkert félag á Íslandi talað jafn lengi og skýrt fyrir öllum þessum almennum réttindum. Er það vegna þess að félagið byggir afstöðu sína á gagnrýnni hugsun og siðfræði sem er óháð túlkun einstaklinga á gömlum trúarritum.
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun