Lýðskrum Ögmundur Jónasson skrifar 21. júní 2013 06:00 Eftir að ég – ásamt fleirum – lagði fram þingsályktunartillögu á Alþingi um að því yrði beint til Íbúðalánasjóðs og samsvarandi áskorun send til lífeyrissjóða og fjármálastofnana „að fresta öllum innheimtuaðgerðum og nauðungarsölum uns niðurstaða liggur fyrir í aðgerðum ríkisstjórnarinnar í skuldamálum heimilanna“, hef ég orðið þess var að þetta sé túlkað sem hið versta lýðskrum. Ég sé nýkominn úr ríkisstjórn, hvers vegna hafi ég ekki beitt mér fyrir þessu á meðan ég átti þar sæti. Staðreyndirnar eru hins vegar þessar: Fyrri ríkisstjórn gekkst fyrir tímabundinni frystingu af þessu tagi upp úr hruninu eða þar til að ætla mætti að þau úrræði sem gripið var til væru farin að koma til framkvæmda. Frystingin var síðan framlengd að minni tillögu. Allt kjörtímabilið var unnið að því að taka á lánamálunum, nú síðast lánsveðunum, sem kostaði langvinnar og erfiðar samningaviðræður við lífeyrissjóðina en skilaði á endanum árangri.Almennri niðurfærslu hafnað Öllum var ljóst að þessi mál yrðu ekki leyst í eitt skipti fyrir öll. Því miður náðist ekki samstaða um almenna niðurfærslu lána eins og Hagsmunasamtök heimilanna kröfðust en það hefði að mínum dómi kallað á að neyðarlögin yrðu látin taka til lánamarkaðarins. Það var okkar ógæfa að fara ekki þá leið í upphafi en gegn henni var andstaða, einkum og sérílagi af hálfu AGS, en einnig var ekki einhugur innan ríkisstjórnarinnar um að þetta væri rétt. Smám saman varð mönnum hins vegar ljóst, og endanlega haustið 2010, eftir strangar viðræður við fjármálafyrirtækin, að almenna niðurfærslu myndu þau aldrei fallast á í samkomulagi og hótuðu lögsókn ef þetta yrði reynt með lagasetningu. Enn harðdrægari voru lífeyrissjóðirnir sem veifuðu eignarréttarákvæðum stjórnarskrárinnar. Við svo búið var farin sú leið að skattleggja fjármálafyrirtækin og fjármagna þannig að hluta til sérstakar vaxtabætur sem komu til útgreiðslu ofan á almennar vaxtabætur. Þessar stórauknu vaxtabætur komu skuldugu fólki að sjálfsögðu að góðum notum og þyrftu þær að vera viðvarandi eða þar til aðrar lausnir kæmu til sögunnar. Í aðdraganda kosninganna viðraði VG nýja útfærslu hvað þetta varðar án þess þó að sver loforð væru gefin.Ríkisstjórnarflokkarnir lofuðu Öðru máli gegndi um Framsóknarflokkinn. Hann lofaði stórfelldri lækkun á höfuðstól lána. Þegar flokkurinn síðan komst til valda á grundvelli þessara loforða og Sjálfstæðisflokkurinn gekkst inn á þessa nálgun, sköpuðust nýjar aðstæður. Fyrir fólk sem komið er í greiðsluþrot eða er í þann veginn að missa heimili sitt skiptir sköpum að fá boðaða úrlausn sem allra fyrst, megi það verða til að forða frá heimilismissi eða gjaldþroti. Einnig skal halda því til haga að ákveðin biðstaða myndaðist á fasteignamarkaði og í úrvinnslu greiðsluerfiðleikamála eftir að ríkisstjórnin var mynduð. Ástæðan er m.a. væntingar einstaklinga til þess að fá lausn sinna mála. Þetta er skýringin á umræddri þingsályktunartillögu sem gengur út á að á meðan úrræði ríkisstjórnarinnar eru í vinnslu verði Íbúðalánasjóði gefin fyrrgreind fyrirmæli og lífeyrissjóðum og fjármálastofnunum send samsvarandi áskorun. Oft var farið þess á leit við mig sem innanríkisráðherra að ég stöðvaði dómsmál sem komin voru í ferli án þess að ég hefði til þess nokkra heimild. Ég tel reyndar að menn hafi einblínt um of á dómskerfið en ekki horft til sjálfra gerendanna, það er kröfuhafanna. Það er til þeirra sem lagt er til að nú verði horft.Trúa ekki orðum ríkisstjórnarinnar Ef einhverjum finnst þetta vera lýðskrum þá þykir mér það jafngilda yfirlýsingu um að viðkomandi trúi ekki orði af því sem ríkisstjórnin hefur lofað. Ef loforð og heitstrengingar ríkisstjórnarinnar eru bara orðin tóm þá er að sjálfsögðu tómt mál að tala um frestun á aðför. Ég er hins vegar í hópi þeirra sem vilja trúa því að ríkisstjórnin taki sjálfa sig alvarlega. Ef hún gerir það mun hún sjá skynsemina í því að reyna að telja lánamarkaðinn á að fresta innheimtuaðgerðum og uppboðum þar til ríkisstjórnin er tilbúin með tillögur sínar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Sjá meira
Eftir að ég – ásamt fleirum – lagði fram þingsályktunartillögu á Alþingi um að því yrði beint til Íbúðalánasjóðs og samsvarandi áskorun send til lífeyrissjóða og fjármálastofnana „að fresta öllum innheimtuaðgerðum og nauðungarsölum uns niðurstaða liggur fyrir í aðgerðum ríkisstjórnarinnar í skuldamálum heimilanna“, hef ég orðið þess var að þetta sé túlkað sem hið versta lýðskrum. Ég sé nýkominn úr ríkisstjórn, hvers vegna hafi ég ekki beitt mér fyrir þessu á meðan ég átti þar sæti. Staðreyndirnar eru hins vegar þessar: Fyrri ríkisstjórn gekkst fyrir tímabundinni frystingu af þessu tagi upp úr hruninu eða þar til að ætla mætti að þau úrræði sem gripið var til væru farin að koma til framkvæmda. Frystingin var síðan framlengd að minni tillögu. Allt kjörtímabilið var unnið að því að taka á lánamálunum, nú síðast lánsveðunum, sem kostaði langvinnar og erfiðar samningaviðræður við lífeyrissjóðina en skilaði á endanum árangri.Almennri niðurfærslu hafnað Öllum var ljóst að þessi mál yrðu ekki leyst í eitt skipti fyrir öll. Því miður náðist ekki samstaða um almenna niðurfærslu lána eins og Hagsmunasamtök heimilanna kröfðust en það hefði að mínum dómi kallað á að neyðarlögin yrðu látin taka til lánamarkaðarins. Það var okkar ógæfa að fara ekki þá leið í upphafi en gegn henni var andstaða, einkum og sérílagi af hálfu AGS, en einnig var ekki einhugur innan ríkisstjórnarinnar um að þetta væri rétt. Smám saman varð mönnum hins vegar ljóst, og endanlega haustið 2010, eftir strangar viðræður við fjármálafyrirtækin, að almenna niðurfærslu myndu þau aldrei fallast á í samkomulagi og hótuðu lögsókn ef þetta yrði reynt með lagasetningu. Enn harðdrægari voru lífeyrissjóðirnir sem veifuðu eignarréttarákvæðum stjórnarskrárinnar. Við svo búið var farin sú leið að skattleggja fjármálafyrirtækin og fjármagna þannig að hluta til sérstakar vaxtabætur sem komu til útgreiðslu ofan á almennar vaxtabætur. Þessar stórauknu vaxtabætur komu skuldugu fólki að sjálfsögðu að góðum notum og þyrftu þær að vera viðvarandi eða þar til aðrar lausnir kæmu til sögunnar. Í aðdraganda kosninganna viðraði VG nýja útfærslu hvað þetta varðar án þess þó að sver loforð væru gefin.Ríkisstjórnarflokkarnir lofuðu Öðru máli gegndi um Framsóknarflokkinn. Hann lofaði stórfelldri lækkun á höfuðstól lána. Þegar flokkurinn síðan komst til valda á grundvelli þessara loforða og Sjálfstæðisflokkurinn gekkst inn á þessa nálgun, sköpuðust nýjar aðstæður. Fyrir fólk sem komið er í greiðsluþrot eða er í þann veginn að missa heimili sitt skiptir sköpum að fá boðaða úrlausn sem allra fyrst, megi það verða til að forða frá heimilismissi eða gjaldþroti. Einnig skal halda því til haga að ákveðin biðstaða myndaðist á fasteignamarkaði og í úrvinnslu greiðsluerfiðleikamála eftir að ríkisstjórnin var mynduð. Ástæðan er m.a. væntingar einstaklinga til þess að fá lausn sinna mála. Þetta er skýringin á umræddri þingsályktunartillögu sem gengur út á að á meðan úrræði ríkisstjórnarinnar eru í vinnslu verði Íbúðalánasjóði gefin fyrrgreind fyrirmæli og lífeyrissjóðum og fjármálastofnunum send samsvarandi áskorun. Oft var farið þess á leit við mig sem innanríkisráðherra að ég stöðvaði dómsmál sem komin voru í ferli án þess að ég hefði til þess nokkra heimild. Ég tel reyndar að menn hafi einblínt um of á dómskerfið en ekki horft til sjálfra gerendanna, það er kröfuhafanna. Það er til þeirra sem lagt er til að nú verði horft.Trúa ekki orðum ríkisstjórnarinnar Ef einhverjum finnst þetta vera lýðskrum þá þykir mér það jafngilda yfirlýsingu um að viðkomandi trúi ekki orði af því sem ríkisstjórnin hefur lofað. Ef loforð og heitstrengingar ríkisstjórnarinnar eru bara orðin tóm þá er að sjálfsögðu tómt mál að tala um frestun á aðför. Ég er hins vegar í hópi þeirra sem vilja trúa því að ríkisstjórnin taki sjálfa sig alvarlega. Ef hún gerir það mun hún sjá skynsemina í því að reyna að telja lánamarkaðinn á að fresta innheimtuaðgerðum og uppboðum þar til ríkisstjórnin er tilbúin með tillögur sínar.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar