Hjólar allt að tvöhundruð kílómetra í senn Sara McMahon skrifar 20. júní 2013 09:30 Björn Arnar Hauksson stundar hjólreiðar af miklum móð í Singapúr. Þó hann hafi aðeins æft íþróttina í stuttan tíma hefur hann þegar lent í efstu sætum í hjólreiðakeppnum í Malasíu og Taílandi. „Ég hef ekki átt bíl í tíu ár og hef notað hjól sem samgöngumáta í London, Haag og Singapúr. Ég hef líka stundað langhlaup og fjallgöngur. Þegar ég svo prófaði hraðskreitt götuhjól þá varð ekki aftur snúið. Það kom svo fljótlega í ljós að ég virtist eiga tiltölulega auðvelt með að hjóla hratt, langt og upp brekkur. Þrjóska og viljastyrkur hjálpa líka til í svona úthaldsíþróttum en þegar mest á reynir kalla ég á Þór, Óðin og Freyju,“ segir hjólagarpurinn og hagfræðingurinn Björn Arnar Hauksson. Björn er búsettur í Singapúr ásamt fjölskyldu sinni og stundar hjólreiðar af miklum móð og hefur meðal annars lent í efstu sætum í hjólreiðakeppnum víða um Malasíu og í Taílandi. Inntur út í árangur sinn viðurkennir Björn Arnar að það sé ávallt gaman þegar vel gengur. Hann stundar íþróttina sex sinnum í viku og byrja æfingar klukkan 04.30 að morgni því þá er veður svalara og minni bílaumferð. „Á virkum dögum fer ég 50 til 80 kílómetra en um helgi allt að 200 kílómetra í senn. Suma daga æfum við spretti eða brekkur. Ég nota að jafnaði þrjú hjól: eitt fyrir æfingar og keppnir, annað í samgöngur og það þriðja í innkaup og snatt í hverfinu.“ Björn Arnar nam hagfræði og tölvunarfræði við Háskóla Íslands og flutti árið 2006 til London þar sem hann vann í hrávörukauphöll þar sem verslað er með olíu, sykur, appelsínur og kaffi svo fátt eitt sé nefnt. „Nokkrum árum síðar fluttist ég ásamt konu minni, Kristínu [Viggósdóttur], til Hollands og hóf störf hjá einu stærsta auðlindafyrirtæki heims. Skrifstofunni í Haag var svo lokað í fyrra þar sem viðskiptin hafa færst til Asíu og mér var boðið að flytja til Singapúr,“ útskýrir hann. Fjölskyldunni líkar lífið í Singapúr vel þó að veðráttan sé stundum til ama. „Hitastigið hér er að jafnaði yfir 30 gráðunum og mikill raki, en maður lærir að laga sig að aðstæðum. Það er frábært að fá tækifæri til að kynnast menningunni hér. Við ferðumst mikið og reynum eins og kostur er að lifa eins og innfæddir. Fimm ára dóttir okkar, Góa, hefur lært hollensku, ensku og er nú að spreyta sig á kínversku,“ segir hann að lokum. Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Einmana um jólin og sex góð ráð Áskorun Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Fleiri fréttir „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Sjá meira
„Ég hef ekki átt bíl í tíu ár og hef notað hjól sem samgöngumáta í London, Haag og Singapúr. Ég hef líka stundað langhlaup og fjallgöngur. Þegar ég svo prófaði hraðskreitt götuhjól þá varð ekki aftur snúið. Það kom svo fljótlega í ljós að ég virtist eiga tiltölulega auðvelt með að hjóla hratt, langt og upp brekkur. Þrjóska og viljastyrkur hjálpa líka til í svona úthaldsíþróttum en þegar mest á reynir kalla ég á Þór, Óðin og Freyju,“ segir hjólagarpurinn og hagfræðingurinn Björn Arnar Hauksson. Björn er búsettur í Singapúr ásamt fjölskyldu sinni og stundar hjólreiðar af miklum móð og hefur meðal annars lent í efstu sætum í hjólreiðakeppnum víða um Malasíu og í Taílandi. Inntur út í árangur sinn viðurkennir Björn Arnar að það sé ávallt gaman þegar vel gengur. Hann stundar íþróttina sex sinnum í viku og byrja æfingar klukkan 04.30 að morgni því þá er veður svalara og minni bílaumferð. „Á virkum dögum fer ég 50 til 80 kílómetra en um helgi allt að 200 kílómetra í senn. Suma daga æfum við spretti eða brekkur. Ég nota að jafnaði þrjú hjól: eitt fyrir æfingar og keppnir, annað í samgöngur og það þriðja í innkaup og snatt í hverfinu.“ Björn Arnar nam hagfræði og tölvunarfræði við Háskóla Íslands og flutti árið 2006 til London þar sem hann vann í hrávörukauphöll þar sem verslað er með olíu, sykur, appelsínur og kaffi svo fátt eitt sé nefnt. „Nokkrum árum síðar fluttist ég ásamt konu minni, Kristínu [Viggósdóttur], til Hollands og hóf störf hjá einu stærsta auðlindafyrirtæki heims. Skrifstofunni í Haag var svo lokað í fyrra þar sem viðskiptin hafa færst til Asíu og mér var boðið að flytja til Singapúr,“ útskýrir hann. Fjölskyldunni líkar lífið í Singapúr vel þó að veðráttan sé stundum til ama. „Hitastigið hér er að jafnaði yfir 30 gráðunum og mikill raki, en maður lærir að laga sig að aðstæðum. Það er frábært að fá tækifæri til að kynnast menningunni hér. Við ferðumst mikið og reynum eins og kostur er að lifa eins og innfæddir. Fimm ára dóttir okkar, Góa, hefur lært hollensku, ensku og er nú að spreyta sig á kínversku,“ segir hann að lokum.
Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Einmana um jólin og sex góð ráð Áskorun Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Fleiri fréttir „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Sjá meira