Bakraddir Bjarkar í stjörnufansi í L.A. Kristjana Arnarsdóttir skrifar 12. júní 2013 10:00 Elín Edda Sigurðardóttir, ein af bakröddum Bjarkar á tónleikaferðalagi hennar, skemmti sér vel í eftirpartíi með Robert Pattinson og Robyn. Fréttablaðið/Anton „Við hittum fullt af stjörnum í partíi eftir tónleika okkar og Bjarkar hér í Hollywood,“ segir Elín Edda Sigurðardóttir, kórstúlka úr Graduale Nobili, en kórinn er á tónleikaferðalagi með Björk í Bandaríkjunum. Á laugardagskvöldið fóru fram tónleikar Bjarkar í Hollywood en þangað mættu meðal annars stórstjörnurnar Robert Pattinson, Katy Perry, Tommy Lee Jones og hin sænska Robyn. Eftir tónleikana var öllum boðið í eftirpartí. „Ég spjallaði aðeins við Pattinson og hann sagðist vera ótrúlega hrifinn af Björk. Svo talaði ég við Robyn sem var mjög skemmtileg. Hún virkar mjög jarðbundin.“ Elín Edda segir að ágengir ljósmyndarar hafi verið úti um allt fyrir utan partíið. „Þegar Katy Perry var að fara hélt ég að það væri einhver sýning í gangi fyrir utan, einhvers konar ljósashow. Þegar ég leit út sá ég bara að þetta var heill her af papparössum.“ Kórinn hefur verið í Hollywood í tæpar tvær vikur en heldur til Nashville í dag. Á mánudag var hópnum boðið í sundlaugarpartí heim til leikarans Dannys DeVito í Beverly Hills-hverfinu. „Synir mannsins sem framleiddi Avatar-myndina eru miklir aðdáendur Bjarkar en þeir eru vinir Dannys DeVito. Þeir buðu okkur í sundlaugarpartí. Húsin þarna í Beverly Hills eru alveg fáránleg.“ Kórinn hefur verið á ferðalagi með Björk um langt skeið eða alveg frá því að Biophilia-plata Bjarkar kom út árið 2011. „Við fórum fyrst með Björk til Manchester fyrir um tveimur árum. Þegar við förum í tónleikaferðalag erum við ýmist á sama stað í nokkrar vikur, eða eins og síðasta sumar, þegar við flökkuðum á milli tónlistarhátíða í tónleikarútu.“Vöktu athygli slúðurmiðlaKórstúlkurnar smelltu myndum af sér með Robert Pattinson á laugardagskvöldið og birtu á Instagram. Slúðurmiðlarnir ytra voru ekki lengi að taka við sér og birtust myndirnar á vefmiðlunum Hollywoodlife.com strax degi síðar. Pattinson er einn eftirsóttasti piparsveinninn í Hollywood en hann er nýhættur með leikkonunni Kristen Stewart. Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bíó og sjónvarp Einmana um jólin og sex góð ráð Áskorun Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Fleiri fréttir „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Sjá meira
„Við hittum fullt af stjörnum í partíi eftir tónleika okkar og Bjarkar hér í Hollywood,“ segir Elín Edda Sigurðardóttir, kórstúlka úr Graduale Nobili, en kórinn er á tónleikaferðalagi með Björk í Bandaríkjunum. Á laugardagskvöldið fóru fram tónleikar Bjarkar í Hollywood en þangað mættu meðal annars stórstjörnurnar Robert Pattinson, Katy Perry, Tommy Lee Jones og hin sænska Robyn. Eftir tónleikana var öllum boðið í eftirpartí. „Ég spjallaði aðeins við Pattinson og hann sagðist vera ótrúlega hrifinn af Björk. Svo talaði ég við Robyn sem var mjög skemmtileg. Hún virkar mjög jarðbundin.“ Elín Edda segir að ágengir ljósmyndarar hafi verið úti um allt fyrir utan partíið. „Þegar Katy Perry var að fara hélt ég að það væri einhver sýning í gangi fyrir utan, einhvers konar ljósashow. Þegar ég leit út sá ég bara að þetta var heill her af papparössum.“ Kórinn hefur verið í Hollywood í tæpar tvær vikur en heldur til Nashville í dag. Á mánudag var hópnum boðið í sundlaugarpartí heim til leikarans Dannys DeVito í Beverly Hills-hverfinu. „Synir mannsins sem framleiddi Avatar-myndina eru miklir aðdáendur Bjarkar en þeir eru vinir Dannys DeVito. Þeir buðu okkur í sundlaugarpartí. Húsin þarna í Beverly Hills eru alveg fáránleg.“ Kórinn hefur verið á ferðalagi með Björk um langt skeið eða alveg frá því að Biophilia-plata Bjarkar kom út árið 2011. „Við fórum fyrst með Björk til Manchester fyrir um tveimur árum. Þegar við förum í tónleikaferðalag erum við ýmist á sama stað í nokkrar vikur, eða eins og síðasta sumar, þegar við flökkuðum á milli tónlistarhátíða í tónleikarútu.“Vöktu athygli slúðurmiðlaKórstúlkurnar smelltu myndum af sér með Robert Pattinson á laugardagskvöldið og birtu á Instagram. Slúðurmiðlarnir ytra voru ekki lengi að taka við sér og birtust myndirnar á vefmiðlunum Hollywoodlife.com strax degi síðar. Pattinson er einn eftirsóttasti piparsveinninn í Hollywood en hann er nýhættur með leikkonunni Kristen Stewart.
Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bíó og sjónvarp Einmana um jólin og sex góð ráð Áskorun Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Fleiri fréttir „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Sjá meira