Gæti opnað margar dyr fyrir mig Stefán Árni Pálsson skrifar 8. júní 2013 08:00 Kristinn Pálsson í leik með Stella Azzurra Rome. Aðsend mynd Kristinn Pálsson, 16 ára leikmaður Njarðvíkur, mun leika með ítalska unglingaliðinu Stella Azzurra Rome næsta vetur. Kristinn er gríðarlega efnilegur og leikið marga leiki fyrir yngri landslið Íslands. Þetta mun vera gott tækifæri fyrir leikmanninn og gæti opnað margar dyr fyrir hann í framtíðinni. Allt byrjaði þetta í fyrrasumar er Kristinn lék með unglindalandsliði Íslands. Þar fylgdist ítalskur þjálfari með leikmanninum og í framhaldinu af því var Kristni boðið að taka þátt á móti í Barcelona með liðinu. Þar stóð drengurinn sig með stakri prýði og var meðal annars valinn besti ungi leikmaður mótsins. „Ég var að spila við stráka sem voru þremur árum eldri en ég á þessu móti og stóð mig mjög vel,“ segir Kristinn Pálsson í samtali við Fréttablaðið í gær. „Þetta var aljóðlegt mót sem ég tók þátt í og margir virkilega góðir leikmenn sem ég var að kljást við. Það gekk allt saman rosalega vel og ég var kjörinn besti ungi leikmaður mótsins.“ Núna hefur Stella Azzurra Rome boðið leikmanninum að vera hjá liðinu næsta árið en hann flytur endanlega til Ítalíu í haust. „Strax eftir mótið var mér boðið að koma til liðsins og vera þar allt næsta tímabil. Þetta er í raun einskonar körfuboltaakademía þarna á Ítalíu og allar aðstæður til fyrirmyndar. Það leika því bara ungir strákar með meistaraflokksliði Stella Azzurra Rome sem er í þriðju efstu deild Ítalíu.“Dvölin á Ítalíu getur opnað margar dyr fyrir Kristinn. „Ég mun fara í Marymount-skólann í Róm en hann er bandarískur og öll kennsla fer fram á ensku. Þegar ég hef lokið við þann skóla hef ég tækifæri til að fara í Háskóla í Bandaríkjunum og því er þetta frábært tækifæri fyrir mig.“ „Ég er mjög spenntur fyrir þessu og er tilbúinn að takast á við nýjar áskoranir.“ Kristinn Pálsson var við útskrift sína í gær þegar Fréttablaðið náði tali af honum. „Ég var að útskrifast úr 10. bekk áðan svo það er margt að gerast hjá mér þessa daganna.“ Körfubolti Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Golf Fleiri fréttir Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sjá meira
Kristinn Pálsson, 16 ára leikmaður Njarðvíkur, mun leika með ítalska unglingaliðinu Stella Azzurra Rome næsta vetur. Kristinn er gríðarlega efnilegur og leikið marga leiki fyrir yngri landslið Íslands. Þetta mun vera gott tækifæri fyrir leikmanninn og gæti opnað margar dyr fyrir hann í framtíðinni. Allt byrjaði þetta í fyrrasumar er Kristinn lék með unglindalandsliði Íslands. Þar fylgdist ítalskur þjálfari með leikmanninum og í framhaldinu af því var Kristni boðið að taka þátt á móti í Barcelona með liðinu. Þar stóð drengurinn sig með stakri prýði og var meðal annars valinn besti ungi leikmaður mótsins. „Ég var að spila við stráka sem voru þremur árum eldri en ég á þessu móti og stóð mig mjög vel,“ segir Kristinn Pálsson í samtali við Fréttablaðið í gær. „Þetta var aljóðlegt mót sem ég tók þátt í og margir virkilega góðir leikmenn sem ég var að kljást við. Það gekk allt saman rosalega vel og ég var kjörinn besti ungi leikmaður mótsins.“ Núna hefur Stella Azzurra Rome boðið leikmanninum að vera hjá liðinu næsta árið en hann flytur endanlega til Ítalíu í haust. „Strax eftir mótið var mér boðið að koma til liðsins og vera þar allt næsta tímabil. Þetta er í raun einskonar körfuboltaakademía þarna á Ítalíu og allar aðstæður til fyrirmyndar. Það leika því bara ungir strákar með meistaraflokksliði Stella Azzurra Rome sem er í þriðju efstu deild Ítalíu.“Dvölin á Ítalíu getur opnað margar dyr fyrir Kristinn. „Ég mun fara í Marymount-skólann í Róm en hann er bandarískur og öll kennsla fer fram á ensku. Þegar ég hef lokið við þann skóla hef ég tækifæri til að fara í Háskóla í Bandaríkjunum og því er þetta frábært tækifæri fyrir mig.“ „Ég er mjög spenntur fyrir þessu og er tilbúinn að takast á við nýjar áskoranir.“ Kristinn Pálsson var við útskrift sína í gær þegar Fréttablaðið náði tali af honum. „Ég var að útskrifast úr 10. bekk áðan svo það er margt að gerast hjá mér þessa daganna.“
Körfubolti Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Golf Fleiri fréttir Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sjá meira