Lífið

Mamma Patta ánægð

Foreldrar Roberts, Claire og Richard, gleðjast mjög yfir því að sonurinn hafi losað sig endanlega við Kristen.
Foreldrar Roberts, Claire og Richard, gleðjast mjög yfir því að sonurinn hafi losað sig endanlega við Kristen. Nordicphotos/Getty

Eins og mikið hefur verið fjallað um að undanförnu er vampíruparið Robert Pattinson og Kristen Stewart nú hætt saman aftur, og í þetta skiptið er það víst endanlegt.

Það eru þó ekki bara einhleypar stúlkur um gjörvallan heim sem gleðjast yfir tíðindunum því mamma Roberts, Claire Pattinson, er víst í skýjunum. Henni hafði líkað ágætlega við Kristen allt þar til hún tók sig til og hélt fram hjá syni hennar síðasta sumar. Eftir það hefur hún varla virt hana viðlits og fór víst ekki leynt með það við son sinn að henni þætti hann hafa gert skyssu með því að taka við henni aftur.

Raunar var öll fjölskylda Robs frekar ósátt við þá ákvörðun hans. Robert hefur verið orðaður við nokkrar skvísur frá því að hann kom aftur á markaðinn, eins og von er á þegar um er að ræða svo girnilegan pilt. Nú síðast var það söngkonan Katy Perry en því var haldið fram að hún væri raunveruleg ástæða fyrir því að Rob hefði endanlega farið frá Kristen.

Það virðist þó ekki vera svo þar sem Perry sást knúsa sinn fyrrverandi, John Mayer, á dögunum. Það virðist því vera að vampíruprinsinn sé enn laus og liðugur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.