Gleymum ekki stóru smámálunum Sigurður Jónas Eggertsson skrifar 27. apríl 2013 06:00 Í byrjun næsta mánaðar taka gildi ný lög sem breyta greiðsluþátttöku ríkisins vegna kaupa á lyfjum. Markmiðið með lögunum er að auka jöfnuð milli einstaklinga óháð sjúkdómum og draga úr útgjöldum þeirra sem mest þurfa á lyfjum að halda. Fjölmargir þurfa að taka inn lyf að staðaldri til þess að geta tekið þátt í daglegu lífi. Þetta á t.d. við um marga flogaveika, ofvirka og við þá sem eru með Tourette-heilkenni svo eitthvað sem nefnt. Sá galli er á gjöf Njarðar að bæði markmiðin missa marks. Lyf við þessum kvillum eru eins og er niðurgreidd að hluta eða öllu leyti og því munu útgjöld margra sem nauðsynlega þurfa á lyfjum að halda aukast en ekki minnka. Væntanlega má færa rök fyrir því að lagabreytingin auki jöfnuð milli einstaklinga óháð sjúkdómum en það er lítil huggun þeim sem standa frammi fyrir stórauknum lyfjakostnaði. Því miður vill það brenna við þegar leysa á tiltekið vandamál að það gleymist að hugsa um heildarmyndina. Það er t.d. mjög algengt að samhliða flogaveiki glími einstaklingar við aðrar raskanir svo sem ofvirkni, einhverfu og/eða þroskahömlun. Meðhöndlun er ekki eingöngu bundin við inntöku lyfja heldur einnig meðferð hjá sérfræðingum eins og iðjuþjálfum, þroskaþjálfurum, talmeinafræðingum og sjúkraþjálfurum svo eitthvað sé talið upp. Ef auka á jöfnuð milli einstaklinga óháð sjúkdómum þá er ekki eingöngu hægt að horfa til þátttöku ríkisins í lyfjum. Horfa þarf á heildarkostnað fjölskyldunnar sem einstaklingurinn tilheyrir vegna sjúkdómsins. Við í Dögun samþykktum á landsfundi okkar nú í mars að falla frá breytingum á greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands og vona ég að við fáum brautargengi í komandi kosningum til að vinna að þessu máli á þingi því hér er mikið hagsmunamál á ferð, ekki síst fyrir fjölskyldur veikra barna. Ég hef heyrt í mörgu fjölskyldufólki sem hefur miklar áhyggjur af lyfjakostnaði eftir að breytingarnar taka gildi í maí og það er sorgleg staða sem fráfarandi ríkisstjórn skilur mörg heimili eftir í. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Sjá meira
Í byrjun næsta mánaðar taka gildi ný lög sem breyta greiðsluþátttöku ríkisins vegna kaupa á lyfjum. Markmiðið með lögunum er að auka jöfnuð milli einstaklinga óháð sjúkdómum og draga úr útgjöldum þeirra sem mest þurfa á lyfjum að halda. Fjölmargir þurfa að taka inn lyf að staðaldri til þess að geta tekið þátt í daglegu lífi. Þetta á t.d. við um marga flogaveika, ofvirka og við þá sem eru með Tourette-heilkenni svo eitthvað sem nefnt. Sá galli er á gjöf Njarðar að bæði markmiðin missa marks. Lyf við þessum kvillum eru eins og er niðurgreidd að hluta eða öllu leyti og því munu útgjöld margra sem nauðsynlega þurfa á lyfjum að halda aukast en ekki minnka. Væntanlega má færa rök fyrir því að lagabreytingin auki jöfnuð milli einstaklinga óháð sjúkdómum en það er lítil huggun þeim sem standa frammi fyrir stórauknum lyfjakostnaði. Því miður vill það brenna við þegar leysa á tiltekið vandamál að það gleymist að hugsa um heildarmyndina. Það er t.d. mjög algengt að samhliða flogaveiki glími einstaklingar við aðrar raskanir svo sem ofvirkni, einhverfu og/eða þroskahömlun. Meðhöndlun er ekki eingöngu bundin við inntöku lyfja heldur einnig meðferð hjá sérfræðingum eins og iðjuþjálfum, þroskaþjálfurum, talmeinafræðingum og sjúkraþjálfurum svo eitthvað sé talið upp. Ef auka á jöfnuð milli einstaklinga óháð sjúkdómum þá er ekki eingöngu hægt að horfa til þátttöku ríkisins í lyfjum. Horfa þarf á heildarkostnað fjölskyldunnar sem einstaklingurinn tilheyrir vegna sjúkdómsins. Við í Dögun samþykktum á landsfundi okkar nú í mars að falla frá breytingum á greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands og vona ég að við fáum brautargengi í komandi kosningum til að vinna að þessu máli á þingi því hér er mikið hagsmunamál á ferð, ekki síst fyrir fjölskyldur veikra barna. Ég hef heyrt í mörgu fjölskyldufólki sem hefur miklar áhyggjur af lyfjakostnaði eftir að breytingarnar taka gildi í maí og það er sorgleg staða sem fráfarandi ríkisstjórn skilur mörg heimili eftir í.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun