Auður er lítils virði ef hann er ekki nýttur skynsamlega! Sólrún Jóhannesdóttir skrifar 26. apríl 2013 06:00 Auðlegð Íslendinga liggur í landinu okkar og fólkinu sem það byggir. Kostirnir sem prýða þetta land og íbúa þess eru margir en til að þeir nýtist okkur til góðs verðum við nýta þá á skynsaman hátt. Gildir einu hvort um ræðir náttúruauðlindir eða þann auð sem býr í þekkingu og færni landsmanna. Náttúruauðlindirnar er mikilvægt að nýta en um leið án þess að valda óafturkræfum spjöllum þannig að þær gagnist einnig komandi kynslóðum. Á sama hátt er mikilvægt að koma í veg fyrir stöðnun og landflótta því án mannauðsins má landið sín lítils. Þegar að kreppir eins og núna ríður á að forgangsraða þannig að auður Íslands hjálpi okkur yfir erfiðasta hjallann og skili okkur á endanum viðunandi lífsskilyrðum. Samanburður við frændþjóðir okkar sýna að við höfum dregist hressilega aftur úr hvað varðar lífskjör og við verðum að finna leiðir til að stöðva þá þróun svo ungt fólk sjái ástæðu til að búa hér. Það er óásættanlegt að búa við tvöfalt verð á húsnæði og mun hærra matvælaverð en þekkist í nágrannalöndunum. Með allar okkar náttúruauðlindir og mannauð erum við í þessari stöðu sem segir okkur að við höfum ekki haldið rétt á spilunum. Mistök fyrri ráðamanna eiga að vera námskrá dagsins í dag. Við viljum nefnilega ekki alltaf velja íslenskt, hver vill íslenskt vaxtastig, íslenskar efnashagssveiflur og hverjir vilja áfram notast við íslenskar skammtímalausnir? Verðugir fulltrúar fólksins taka þjóðarhag fram yfir einkahagsmuni, það er hið eiginlega lýðræði sem þjóðin á skilið.Aukin aðkoma íbúa Við frambjóðendur Lýðræðisvaktarinnar viljum bæta íslenskt samfélag og um leið íslensk stjórnmál. Forsenda þess að íslenskt samfélag fái notið sín er einfaldlega sú að að farið sé að vilja almennings. Svikin kosningaloforð eru samofin þeirri vanvirðingu lýðræðisins sem við búum við. Nú er lag að hverfa frá stjórnkerfi þar sem sérþarfir valdamikilla þrönghagsmunahópa eru teknar fram yfir hagsmuni hins almenna borgara. Það getum við gert með aukinni aðkomu íbúanna að ákvarðanatökum í þeim málum sem skipta þjóðina og framtíð hennar mestu. Þjóðaratkvæðagreiðslur eru gott verkfæri í slíkri vegferð. Náttúra landsins, allt frá nytjafiskum, loft- og vatnsgæðum til okkar fjölbreytta og fallega lands, er bankainnistæða landsmanna, auður sem nota þarf á sjálfbæran og skynsaman máta. Á sama hátt þarf að skapa starfsskilyrði þannig að mannauður þjóðarinnar nýtist og viðhaldist. Það gerum við með því að styrkja atvinnugreinar sem geta leyst af hólmi stóriðjustefnuna sem er gengin sér til húðar. Mikil sóknarfæri liggja í uppbyggingu á þekkingariðnaði og nýsköpun sem tengist sjávarútvegi, landbúnaði og ferðaþjónustu. Vonandi ber okkur gæfa til að nýta það sem okkur er gefið og leiðin að því marki felst í skynsamlegum langtímalausnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Auðlegð Íslendinga liggur í landinu okkar og fólkinu sem það byggir. Kostirnir sem prýða þetta land og íbúa þess eru margir en til að þeir nýtist okkur til góðs verðum við nýta þá á skynsaman hátt. Gildir einu hvort um ræðir náttúruauðlindir eða þann auð sem býr í þekkingu og færni landsmanna. Náttúruauðlindirnar er mikilvægt að nýta en um leið án þess að valda óafturkræfum spjöllum þannig að þær gagnist einnig komandi kynslóðum. Á sama hátt er mikilvægt að koma í veg fyrir stöðnun og landflótta því án mannauðsins má landið sín lítils. Þegar að kreppir eins og núna ríður á að forgangsraða þannig að auður Íslands hjálpi okkur yfir erfiðasta hjallann og skili okkur á endanum viðunandi lífsskilyrðum. Samanburður við frændþjóðir okkar sýna að við höfum dregist hressilega aftur úr hvað varðar lífskjör og við verðum að finna leiðir til að stöðva þá þróun svo ungt fólk sjái ástæðu til að búa hér. Það er óásættanlegt að búa við tvöfalt verð á húsnæði og mun hærra matvælaverð en þekkist í nágrannalöndunum. Með allar okkar náttúruauðlindir og mannauð erum við í þessari stöðu sem segir okkur að við höfum ekki haldið rétt á spilunum. Mistök fyrri ráðamanna eiga að vera námskrá dagsins í dag. Við viljum nefnilega ekki alltaf velja íslenskt, hver vill íslenskt vaxtastig, íslenskar efnashagssveiflur og hverjir vilja áfram notast við íslenskar skammtímalausnir? Verðugir fulltrúar fólksins taka þjóðarhag fram yfir einkahagsmuni, það er hið eiginlega lýðræði sem þjóðin á skilið.Aukin aðkoma íbúa Við frambjóðendur Lýðræðisvaktarinnar viljum bæta íslenskt samfélag og um leið íslensk stjórnmál. Forsenda þess að íslenskt samfélag fái notið sín er einfaldlega sú að að farið sé að vilja almennings. Svikin kosningaloforð eru samofin þeirri vanvirðingu lýðræðisins sem við búum við. Nú er lag að hverfa frá stjórnkerfi þar sem sérþarfir valdamikilla þrönghagsmunahópa eru teknar fram yfir hagsmuni hins almenna borgara. Það getum við gert með aukinni aðkomu íbúanna að ákvarðanatökum í þeim málum sem skipta þjóðina og framtíð hennar mestu. Þjóðaratkvæðagreiðslur eru gott verkfæri í slíkri vegferð. Náttúra landsins, allt frá nytjafiskum, loft- og vatnsgæðum til okkar fjölbreytta og fallega lands, er bankainnistæða landsmanna, auður sem nota þarf á sjálfbæran og skynsaman máta. Á sama hátt þarf að skapa starfsskilyrði þannig að mannauður þjóðarinnar nýtist og viðhaldist. Það gerum við með því að styrkja atvinnugreinar sem geta leyst af hólmi stóriðjustefnuna sem er gengin sér til húðar. Mikil sóknarfæri liggja í uppbyggingu á þekkingariðnaði og nýsköpun sem tengist sjávarútvegi, landbúnaði og ferðaþjónustu. Vonandi ber okkur gæfa til að nýta það sem okkur er gefið og leiðin að því marki felst í skynsamlegum langtímalausnum.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun