Gleðilegt sumar! Hanna Birna Kristjánsdóttir skrifar 26. apríl 2013 06:00 Sumarið er loksins komið. Þrátt fyrir að íslenska veðrið sé ekki alltaf í takt við tímasetningar dagatalsins, vitum við að nú verða dagarnir ekki aðeins lengri og bjartari, heldur verður krafturinn, vonin og bjartsýnin meiri. Þessi sumarbyrjun er líka sérlega ánægjuleg þar sem við fáum á sama tíma tækifæri til að gera breytingar til góðs á Íslandi, fjölga hér tækifærum og hefja uppbyggingu. Á morgun göngum við til kosninga sem snúast fyrst og fremst um það hvert við viljum stefna og hvernig við viljum haga málum næstu árin. Á morgun kjósum við um framtíðina. Við kjósum um ný tækifæri, ný vinnubrögð og nýja von. Ég hef átt þess kost að undanförnu að hitta margt fólk víða um land. Þau samtöl hafa sannfært mig um að viðfangsefni komandi kjörtímabils snúist einkum um þrennt. Í fyrsta lagi að lækka skatta með áherslu á að það gagnist sem best launþegum og auki ráðstöfunartekjur fjölskyldna. Í öðru lagi þarf að bregðast með raunhæfum og sanngjörnum hætti við skuldavanda heimilanna. Og í þriðja lagi þarf að sækja fram í atvinnulífinu og fjölga störfum með afnámi gjaldeyrishafta, einkaframtaki, og nýsköpun þannig að við getum tryggt traustan grunn fyrir þá velferðarþjónustu sem við viljum vernda. Þetta eru brýnustu viðfangsefnin. Þetta eru viðfangsefni sem snerta alla og það er skylda okkar sem störfum í stjórnmálum að hlusta, bretta upp ermar og vinna fyrir fólkið í landinu og með fólkinu í landinu. Þessi verkefni verða leyst sameiginlega af stjórnmálamönnum sem trúa á fólkið og af fólki sem trúir á framtíðina. Ísland er og á að vera land tækifæranna. Verkefni okkar er að sjá til þess að Ísland verði þannig land og það gerum við best með því að trúa á okkur sjálf, hvert annað og þá framtíð sem bíður okkar. Við eigum skilið að skipa okkur í hóp með þeim allra bestu og Íslendingar eiga skilið aukinn kaupmátt sem gefur fjölskyldum von um betri tíma. Sem þjóð þurfum við að sameinast um að gefa okkur slíkt tækifæri. Við stígum fyrsta skrefið á morgun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Sumarið er loksins komið. Þrátt fyrir að íslenska veðrið sé ekki alltaf í takt við tímasetningar dagatalsins, vitum við að nú verða dagarnir ekki aðeins lengri og bjartari, heldur verður krafturinn, vonin og bjartsýnin meiri. Þessi sumarbyrjun er líka sérlega ánægjuleg þar sem við fáum á sama tíma tækifæri til að gera breytingar til góðs á Íslandi, fjölga hér tækifærum og hefja uppbyggingu. Á morgun göngum við til kosninga sem snúast fyrst og fremst um það hvert við viljum stefna og hvernig við viljum haga málum næstu árin. Á morgun kjósum við um framtíðina. Við kjósum um ný tækifæri, ný vinnubrögð og nýja von. Ég hef átt þess kost að undanförnu að hitta margt fólk víða um land. Þau samtöl hafa sannfært mig um að viðfangsefni komandi kjörtímabils snúist einkum um þrennt. Í fyrsta lagi að lækka skatta með áherslu á að það gagnist sem best launþegum og auki ráðstöfunartekjur fjölskyldna. Í öðru lagi þarf að bregðast með raunhæfum og sanngjörnum hætti við skuldavanda heimilanna. Og í þriðja lagi þarf að sækja fram í atvinnulífinu og fjölga störfum með afnámi gjaldeyrishafta, einkaframtaki, og nýsköpun þannig að við getum tryggt traustan grunn fyrir þá velferðarþjónustu sem við viljum vernda. Þetta eru brýnustu viðfangsefnin. Þetta eru viðfangsefni sem snerta alla og það er skylda okkar sem störfum í stjórnmálum að hlusta, bretta upp ermar og vinna fyrir fólkið í landinu og með fólkinu í landinu. Þessi verkefni verða leyst sameiginlega af stjórnmálamönnum sem trúa á fólkið og af fólki sem trúir á framtíðina. Ísland er og á að vera land tækifæranna. Verkefni okkar er að sjá til þess að Ísland verði þannig land og það gerum við best með því að trúa á okkur sjálf, hvert annað og þá framtíð sem bíður okkar. Við eigum skilið að skipa okkur í hóp með þeim allra bestu og Íslendingar eiga skilið aukinn kaupmátt sem gefur fjölskyldum von um betri tíma. Sem þjóð þurfum við að sameinast um að gefa okkur slíkt tækifæri. Við stígum fyrsta skrefið á morgun.
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar