Breytum stjórnmálum Páll Valur Björnsson skrifar 26. apríl 2013 06:00 Eitt af því sem fékk mig til þess að gefa mig að stjórnmálum var þetta ákall sem maður heyrði óma alla daga um breytt stjórnmál. Alls staðar þar sem maður kom voru allir að tala um hversu ömurleg stjórnmálamenningin væri hér á landi. Hér réðu formenn flokka öllu og í kringum þá væri klíka og jábræður sem lytu valdi flokkselítunnar í einu og öllu. Þetta var umræðan fyrir fjórum árum og þetta er umræðan enn þá. Í rannsóknarskýrslu Alþingis, sem furðu margir virðast hreinlega hafa gleymt, kemur þetta m.a. fram og í áttunda bindi hennar bls. 184 er vitnað í fyrrverandi stjórnmálamann með langa setu á Alþingi og ráðherradóm að baki. Hann segir: „Auðvitað er það svo að flokksræðið nánast í öllum stjórnmálaflokkunum hefur þróast í ofurvald foringjans og klíkunnar. Þess vegna er lýðræðið okkar svona brothætt og veikt og ég velti því fyrir mér hvort í rauninni þurfi ekki að stíga mörg sterk skref vegna þessarar reynslu til að tryggja sterkari stjórnmálamenn og minna foringjaræði.“ Hefur þetta ástand í stjórnmálunum breyst síðan þetta var skrifað og gert opinbert? Að mínu viti hefur svo ekki gerst nema að mjög takmörkuðu leyti og þegar horft er til þeirra flokka sem setið hafa á Alþingi síðasta kjörtímabil þá hefur foringjaræðið ráðið ríkjum. Eina sjáanlega breytingin hvað þetta varðar er hjá Reykjarvíkurborg og hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með hvernig þróunin hefur verið á þeim bæ frá síðustu sveitarstjórnarkosningum. Lágstemmd pólitík þar sem stöðugt er unnið að breytingum íbúunum til heilla og eru aðgerðir þeirra til aukins íbúalýðræðis einkar athyglisverðar. Björt framtíð hefur það sem eitt af sínum meginmarkmiðum að reyna að breyta þeirri stjórnmálamenningu sem hér hefur verið ríkjandi og leitar m.a. í hugmyndasmiðju Besta flokksins í þeim efnum. En einnig leitum við í smiðjur fræðimanna sem láta sér samfélagsmál mikið varða og eru þar margir góðir sem til greina koma. Sá sem ég heillast hvað mest af er dr. Páll Skúlason, heimspekingur og fyrrverandi rektor Háskóla Íslands. Hann hefur skrifað margar góðar greinar um það hvernig farsælast sé að iðka stjórnmál almenningi til heilla. Í erindi sem birtist í TMM 2009 og aðgengilegt er á heimasíðu Páls segir hann þetta um það hvað hann telji vera meginhlutverk stjórnmála: Í fyrsta lagi: „að opinber umræða fari fram um sameiginleg mál okkar“, í öðru lagi: „að við mótum skynsamlegar leiðir til að taka ákvarðanir í sameiginlegum málum okkar“ og í þriðja lagi: „að við vinnum markvisst að því að skapa samfélag þar sem fjölbreytt mannlíf fær dafnað og sátt ríkir um viss grundvallargildi.“ „Samkvæmt þessum skilningi er stjórnmálaflokkur samtök sem vilja hafa áhrif á það hvernig stjórnmálin eru stunduð, hvernig við ræðum um sameiginleg mál, hvaða leiðir við höfum til að taka ákvarðanir um þau og vinna að eflingu samfélagsins. Þetta er í mínum huga það sem mestu skiptir til skilnings á hlutverki stjórnmála og þeirra sem taka þátt í þeim. Við lifum saman, deilum lífinu, og komumst ekki hjá því að hugsa um og ræða hvað er okkur sem heild fyrir bestu, hverjir séu okkar sameiginlegu hagsmunir, hver sé almannaheill.“ Við í Bjartri framtíð erum fullkomlega sammála nafna mínum í þessum málum og munum leggja okkur öll fram um að starfa samkvæmt þessu í framtíðinni. Björt framtíð vill breyta stjórnmálunum. Vinna að friði. Vil viljum tala af virðingu og sanngirni hvert um annað. Þannig eflum við traust. Björt framtíð trúir því að sameinuð leysum við öll þau vandamál sem að íslensku þjóðfélagi steðja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun Sönnun um framlag hælisleitanda til íslensks samfélags Toshiki Toma Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt af því sem fékk mig til þess að gefa mig að stjórnmálum var þetta ákall sem maður heyrði óma alla daga um breytt stjórnmál. Alls staðar þar sem maður kom voru allir að tala um hversu ömurleg stjórnmálamenningin væri hér á landi. Hér réðu formenn flokka öllu og í kringum þá væri klíka og jábræður sem lytu valdi flokkselítunnar í einu og öllu. Þetta var umræðan fyrir fjórum árum og þetta er umræðan enn þá. Í rannsóknarskýrslu Alþingis, sem furðu margir virðast hreinlega hafa gleymt, kemur þetta m.a. fram og í áttunda bindi hennar bls. 184 er vitnað í fyrrverandi stjórnmálamann með langa setu á Alþingi og ráðherradóm að baki. Hann segir: „Auðvitað er það svo að flokksræðið nánast í öllum stjórnmálaflokkunum hefur þróast í ofurvald foringjans og klíkunnar. Þess vegna er lýðræðið okkar svona brothætt og veikt og ég velti því fyrir mér hvort í rauninni þurfi ekki að stíga mörg sterk skref vegna þessarar reynslu til að tryggja sterkari stjórnmálamenn og minna foringjaræði.“ Hefur þetta ástand í stjórnmálunum breyst síðan þetta var skrifað og gert opinbert? Að mínu viti hefur svo ekki gerst nema að mjög takmörkuðu leyti og þegar horft er til þeirra flokka sem setið hafa á Alþingi síðasta kjörtímabil þá hefur foringjaræðið ráðið ríkjum. Eina sjáanlega breytingin hvað þetta varðar er hjá Reykjarvíkurborg og hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með hvernig þróunin hefur verið á þeim bæ frá síðustu sveitarstjórnarkosningum. Lágstemmd pólitík þar sem stöðugt er unnið að breytingum íbúunum til heilla og eru aðgerðir þeirra til aukins íbúalýðræðis einkar athyglisverðar. Björt framtíð hefur það sem eitt af sínum meginmarkmiðum að reyna að breyta þeirri stjórnmálamenningu sem hér hefur verið ríkjandi og leitar m.a. í hugmyndasmiðju Besta flokksins í þeim efnum. En einnig leitum við í smiðjur fræðimanna sem láta sér samfélagsmál mikið varða og eru þar margir góðir sem til greina koma. Sá sem ég heillast hvað mest af er dr. Páll Skúlason, heimspekingur og fyrrverandi rektor Háskóla Íslands. Hann hefur skrifað margar góðar greinar um það hvernig farsælast sé að iðka stjórnmál almenningi til heilla. Í erindi sem birtist í TMM 2009 og aðgengilegt er á heimasíðu Páls segir hann þetta um það hvað hann telji vera meginhlutverk stjórnmála: Í fyrsta lagi: „að opinber umræða fari fram um sameiginleg mál okkar“, í öðru lagi: „að við mótum skynsamlegar leiðir til að taka ákvarðanir í sameiginlegum málum okkar“ og í þriðja lagi: „að við vinnum markvisst að því að skapa samfélag þar sem fjölbreytt mannlíf fær dafnað og sátt ríkir um viss grundvallargildi.“ „Samkvæmt þessum skilningi er stjórnmálaflokkur samtök sem vilja hafa áhrif á það hvernig stjórnmálin eru stunduð, hvernig við ræðum um sameiginleg mál, hvaða leiðir við höfum til að taka ákvarðanir um þau og vinna að eflingu samfélagsins. Þetta er í mínum huga það sem mestu skiptir til skilnings á hlutverki stjórnmála og þeirra sem taka þátt í þeim. Við lifum saman, deilum lífinu, og komumst ekki hjá því að hugsa um og ræða hvað er okkur sem heild fyrir bestu, hverjir séu okkar sameiginlegu hagsmunir, hver sé almannaheill.“ Við í Bjartri framtíð erum fullkomlega sammála nafna mínum í þessum málum og munum leggja okkur öll fram um að starfa samkvæmt þessu í framtíðinni. Björt framtíð vill breyta stjórnmálunum. Vinna að friði. Vil viljum tala af virðingu og sanngirni hvert um annað. Þannig eflum við traust. Björt framtíð trúir því að sameinuð leysum við öll þau vandamál sem að íslensku þjóðfélagi steðja.
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun