Aflamarkskerfi, veiðidagakerfi og frjálsar handfæraveiðar Helgi Helgason skrifar 25. apríl 2013 06:00 Núverandi stjórn fiskveiða með áherslu á kvótakerfið og framsal aflaheimilda hefur gengið sér til húðar. Kerfið er mjög umdeildt meðal allra. Hvort heldur er fiskifræðinga, útgerðarmanna eða þjóðarinnar. Það sem meira er að það hefur sýnt sig að það er sennilega að valda skaða á fiskistofnunum við Ísland.Friðaður til dauða Fiskifræðingar sem eru á öndverðum meiði við friðunarstefnu Hafró hafa fært mjög sannfærandi rök fyrir því að verið sé að friða þorskinn til dauða. Með umfangsmikilli friðun er verið að minnka æti fyrir heildina að mati þessara fiskifræðinga. Máli sínu til stuðnings hafa þeir bent á svæði í Barentshafi þar sem ráðleggingar friðunarsinna meðal fiskifræðinga voru hundsaðar og það borið saman við annað svæði þar sem farið var eftir friðunnarsinnum. Þar sem ekki var skorið niður samkvæmt ráði fiskifræðinga hefur stofninn stækkað og nýliðun er mjög góð. Þar sem farið var að ráði fiskifræðinga og skorið niður í veiðum hefur afli sífellt verið að minnka og nýliðun lítil líkt og hér á Íslandsmiðum. Hér hefur afli verið að minnka og nýliðun nánast alltaf verið léleg alveg sama hvað Hafró friðar mikið. Þessa sögu þekkja allir. Nýjar lausnir fyrir alla XG Hægri grænir, flokkur fólksins hefur lagt fram mjög athyglisverða og skynsama lausn í stjórn fiskveiða á Íslandi. Það er þó fátt eitt nýtt undir sólinni og tillögurnar í ætt við það eins og fiskveiðar við Ísland voru fyrir daga kvótakerfisins, þegar við vorum að veiða hátt í 500 þúsund tonn á ári af þorski áratug eftir áratug. Tillagan gengur út á að draga úr miðstýringunni og að veiðar verði frjálsar, þ.e. útgerð verði ekki bundin af kvóta. Það getur þá hver sem er hafið útgerð að uppfylltun almennum ákveðnum skilyrðum eins og t.d. að hafa skipstjórnarréttindi, leggja fram söluáætlun á aflanum, o.s.frv. Veiðidagakerfi verði á botnfiskveiðum, óháð tegundum, magni og stærð fiskjar og að öllum afla verði að landa að viðlögðum leyfismissi. Aflamarkskerfi verði á uppsjávarveiðum m.a. vegna alþjóðlegra samninga, þó þannig að smærri skip og bátar geti fengið að stunda t.d. makrílveiðar. Handfæraveiðar verða gefnar alveg frjálsar á leyfilegum veiðitíma t.d. frá fyrsta sumardegi til fyrsta vetrardags. Með þessu er kvótakerfið úr sögunni og framsal veiðileyfa sem að margra mati var upphafið af hruni Íslands bannað. Það er ekkert tekið af neinum og þar af leiðandi ekki um það að ræða að menn geti krafist bóta. Þvert á móti er útlit fyrir að núverandi útgerðir og aðrir nýliðar muni hafa aðgang að meiri afla en í gegnum kvótann.Upp úr hjólfarinu Núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er handótnýtt. Við verðum að prófa eitthvað annað. Þessar tillögur Hægri grænna eru skynsamar og ábyrgar og eru settar fram eftir ítarlega yfirlegu og samtöl við fiskifræðinga og aðra aðila í sjávarútvegi og síðast en ekki síst á samanburði á veiddum afla fyrir og eftir kvótakerfið. Niðurstaðan er sláandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Skoðun Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Sjá meira
Núverandi stjórn fiskveiða með áherslu á kvótakerfið og framsal aflaheimilda hefur gengið sér til húðar. Kerfið er mjög umdeildt meðal allra. Hvort heldur er fiskifræðinga, útgerðarmanna eða þjóðarinnar. Það sem meira er að það hefur sýnt sig að það er sennilega að valda skaða á fiskistofnunum við Ísland.Friðaður til dauða Fiskifræðingar sem eru á öndverðum meiði við friðunarstefnu Hafró hafa fært mjög sannfærandi rök fyrir því að verið sé að friða þorskinn til dauða. Með umfangsmikilli friðun er verið að minnka æti fyrir heildina að mati þessara fiskifræðinga. Máli sínu til stuðnings hafa þeir bent á svæði í Barentshafi þar sem ráðleggingar friðunarsinna meðal fiskifræðinga voru hundsaðar og það borið saman við annað svæði þar sem farið var eftir friðunnarsinnum. Þar sem ekki var skorið niður samkvæmt ráði fiskifræðinga hefur stofninn stækkað og nýliðun er mjög góð. Þar sem farið var að ráði fiskifræðinga og skorið niður í veiðum hefur afli sífellt verið að minnka og nýliðun lítil líkt og hér á Íslandsmiðum. Hér hefur afli verið að minnka og nýliðun nánast alltaf verið léleg alveg sama hvað Hafró friðar mikið. Þessa sögu þekkja allir. Nýjar lausnir fyrir alla XG Hægri grænir, flokkur fólksins hefur lagt fram mjög athyglisverða og skynsama lausn í stjórn fiskveiða á Íslandi. Það er þó fátt eitt nýtt undir sólinni og tillögurnar í ætt við það eins og fiskveiðar við Ísland voru fyrir daga kvótakerfisins, þegar við vorum að veiða hátt í 500 þúsund tonn á ári af þorski áratug eftir áratug. Tillagan gengur út á að draga úr miðstýringunni og að veiðar verði frjálsar, þ.e. útgerð verði ekki bundin af kvóta. Það getur þá hver sem er hafið útgerð að uppfylltun almennum ákveðnum skilyrðum eins og t.d. að hafa skipstjórnarréttindi, leggja fram söluáætlun á aflanum, o.s.frv. Veiðidagakerfi verði á botnfiskveiðum, óháð tegundum, magni og stærð fiskjar og að öllum afla verði að landa að viðlögðum leyfismissi. Aflamarkskerfi verði á uppsjávarveiðum m.a. vegna alþjóðlegra samninga, þó þannig að smærri skip og bátar geti fengið að stunda t.d. makrílveiðar. Handfæraveiðar verða gefnar alveg frjálsar á leyfilegum veiðitíma t.d. frá fyrsta sumardegi til fyrsta vetrardags. Með þessu er kvótakerfið úr sögunni og framsal veiðileyfa sem að margra mati var upphafið af hruni Íslands bannað. Það er ekkert tekið af neinum og þar af leiðandi ekki um það að ræða að menn geti krafist bóta. Þvert á móti er útlit fyrir að núverandi útgerðir og aðrir nýliðar muni hafa aðgang að meiri afla en í gegnum kvótann.Upp úr hjólfarinu Núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er handótnýtt. Við verðum að prófa eitthvað annað. Þessar tillögur Hægri grænna eru skynsamar og ábyrgar og eru settar fram eftir ítarlega yfirlegu og samtöl við fiskifræðinga og aðra aðila í sjávarútvegi og síðast en ekki síst á samanburði á veiddum afla fyrir og eftir kvótakerfið. Niðurstaðan er sláandi.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar