Auðlindaákvæði Framsóknar Jóhann Ársælsson skrifar 25. apríl 2013 06:00 Ein aðalástæðan fyrir harkalegum átökum um stjórnarskrármálið er ákvæðið sem stjórnlagaráð lagði til að yrði sett í stjórnarskrána um auðlindir í þjóðareigu. Allir flokkar hafa lýst því yfir að ákvæði um þjóðareign á auðlindum skuli setja í stjórnarskrá. Hvers vegna er þá ekki pólitísk samstaða um að gera það?Umbúðir og innihald Ástæða átakanna um málið er að grundvallarmunur er á því hvert skuli vera innihald ákvæðisins. Sitt hvað eru umbúðir og innihald. Afstaða Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins reyndar líka til þess hvert innihald ákvæðisins skuli vera kom skýrt fram árið 2006 þegar formenn þessara flokka lögðu fram tillögu um auðlindaákvæði í stjórnarskrána. Í því ákvæði var einungis gert ráð fyrir endurgjaldi fyrir nýtingu sem væri ætlað að greiða kostnað af rannsóknum, viðhaldi og verndun auðlindanna. Ekkert endurgjald skyldi vera fyrir verðmæti nýtingarinnar annað en það óverulega veiðigjald sem þá var í gildi. Framsóknarflokkurinn hefur ítrekað flutt frumvarp með nákvæmlega sama innihaldi og boðað var árið 2006 og í greinargerð með því stendur: „Rétt er að leggja áherslu á það, til þess að fyrirbyggja misskilning, að með samþykkt þessa frumvarps yrði ekki hróflað við stjórnarskrárvörðum eignarrétti eða atvinnuréttindum þeirra sem öðlast hafa slík réttindi nú þegar á grundvelli 1. mgr. 72. gr. og 1. mgr. 75. gr. stjórnarskrárinnar. Þvert á móti yrði því slegið föstu, svo sem fram kemur í 3. málsl. 2. mgr. 1. gr. frumvarpsins, að þegar fengin heimild til afnota eða nýtingar á náttúruauðlindum og landsréttindum í þjóðareign teldist til óbeinna eignarréttinda sem njóta verndar 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar eins og hver önnur eignarréttindi.“ Í vetur dró Framsóknarflokkurinn upp þetta sama ákvæði án þess að boða breytingar á því hvert flokkurinn teldi vera innihald þess. Ekkert bendir til að grundvallarafstaða Framsóknarflokksins eða Sjálfstæðisflokksins hafi breyst til þess hvert skuli vera innihald ákvæðis í stjórnarskrá. Handhafar kvótans, en ekki almenningur, skulu vera hinir raunverulegu eigendur og hirða arðinn. Þjóðareignarákvæðinu er fyrst og fremst ætlað að vernda forréttindi hinna útvöldu fyrir ásælni útlendinga.Afstaða Samfylkingar Samfylkingin hefur mótað stefnu sem byggir á alvöru þjóðareign og lagt til að útgerðin fái rýmilegan tíma til að aðlagast aðgangi að kvótanum á markaði þar sem hinn raunverulegi eigandi, þjóðin, tæki fullan þátt sem eigandi. Þá grundvallarafstöðu að þjóðin skuli eiga auðlindina í raun má sjá í stefnu flestra framboða og flokka sem bjóða fram til Alþingis annarra en Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Tillaga stjórnlagaráðs Í stjórnlagaráði gerðu menn sér fulla grein fyrir mismunandi afstöðu til þessa ákvæðis og að mikil gjá er milli þings og þjóðar um hvernig nýtingarrétti á kvótanum skuli vera fyrir komið. Eftir mikla yfirvegun var innihald orðanna jafnræði og fullt verð notað til að girða fyrir allan „misskilning“ sem gæti vaknað um hvað ákvæðið fæli í sér. Tillaga stjórnlagaráðs varð því eftirfarandi: „Stjórnvöld geta á grundvelli laga veitt leyfi til afnota eða hagnýtingar auðlinda eða annarra takmarkaðra almannagæða gegn fullu gjaldi og til tiltekins hóflegs tíma í senn. Slík leyfi skal veita á jafnræðisgrundvelli og þau leiða aldrei til eignarréttar eða óafturkallanlegs forræðis yfir auðlindunum.“ Nú stefnir í að þeir tveir flokkar sem vilja að núverandi handhafar kvótans hafi ígildi eignarhalds á nýtingu verðmætustu auðlindar þjóðarinnar fái aftur meirihluta á Alþingi. Vilt þú það? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Ein aðalástæðan fyrir harkalegum átökum um stjórnarskrármálið er ákvæðið sem stjórnlagaráð lagði til að yrði sett í stjórnarskrána um auðlindir í þjóðareigu. Allir flokkar hafa lýst því yfir að ákvæði um þjóðareign á auðlindum skuli setja í stjórnarskrá. Hvers vegna er þá ekki pólitísk samstaða um að gera það?Umbúðir og innihald Ástæða átakanna um málið er að grundvallarmunur er á því hvert skuli vera innihald ákvæðisins. Sitt hvað eru umbúðir og innihald. Afstaða Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins reyndar líka til þess hvert innihald ákvæðisins skuli vera kom skýrt fram árið 2006 þegar formenn þessara flokka lögðu fram tillögu um auðlindaákvæði í stjórnarskrána. Í því ákvæði var einungis gert ráð fyrir endurgjaldi fyrir nýtingu sem væri ætlað að greiða kostnað af rannsóknum, viðhaldi og verndun auðlindanna. Ekkert endurgjald skyldi vera fyrir verðmæti nýtingarinnar annað en það óverulega veiðigjald sem þá var í gildi. Framsóknarflokkurinn hefur ítrekað flutt frumvarp með nákvæmlega sama innihaldi og boðað var árið 2006 og í greinargerð með því stendur: „Rétt er að leggja áherslu á það, til þess að fyrirbyggja misskilning, að með samþykkt þessa frumvarps yrði ekki hróflað við stjórnarskrárvörðum eignarrétti eða atvinnuréttindum þeirra sem öðlast hafa slík réttindi nú þegar á grundvelli 1. mgr. 72. gr. og 1. mgr. 75. gr. stjórnarskrárinnar. Þvert á móti yrði því slegið föstu, svo sem fram kemur í 3. málsl. 2. mgr. 1. gr. frumvarpsins, að þegar fengin heimild til afnota eða nýtingar á náttúruauðlindum og landsréttindum í þjóðareign teldist til óbeinna eignarréttinda sem njóta verndar 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar eins og hver önnur eignarréttindi.“ Í vetur dró Framsóknarflokkurinn upp þetta sama ákvæði án þess að boða breytingar á því hvert flokkurinn teldi vera innihald þess. Ekkert bendir til að grundvallarafstaða Framsóknarflokksins eða Sjálfstæðisflokksins hafi breyst til þess hvert skuli vera innihald ákvæðis í stjórnarskrá. Handhafar kvótans, en ekki almenningur, skulu vera hinir raunverulegu eigendur og hirða arðinn. Þjóðareignarákvæðinu er fyrst og fremst ætlað að vernda forréttindi hinna útvöldu fyrir ásælni útlendinga.Afstaða Samfylkingar Samfylkingin hefur mótað stefnu sem byggir á alvöru þjóðareign og lagt til að útgerðin fái rýmilegan tíma til að aðlagast aðgangi að kvótanum á markaði þar sem hinn raunverulegi eigandi, þjóðin, tæki fullan þátt sem eigandi. Þá grundvallarafstöðu að þjóðin skuli eiga auðlindina í raun má sjá í stefnu flestra framboða og flokka sem bjóða fram til Alþingis annarra en Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Tillaga stjórnlagaráðs Í stjórnlagaráði gerðu menn sér fulla grein fyrir mismunandi afstöðu til þessa ákvæðis og að mikil gjá er milli þings og þjóðar um hvernig nýtingarrétti á kvótanum skuli vera fyrir komið. Eftir mikla yfirvegun var innihald orðanna jafnræði og fullt verð notað til að girða fyrir allan „misskilning“ sem gæti vaknað um hvað ákvæðið fæli í sér. Tillaga stjórnlagaráðs varð því eftirfarandi: „Stjórnvöld geta á grundvelli laga veitt leyfi til afnota eða hagnýtingar auðlinda eða annarra takmarkaðra almannagæða gegn fullu gjaldi og til tiltekins hóflegs tíma í senn. Slík leyfi skal veita á jafnræðisgrundvelli og þau leiða aldrei til eignarréttar eða óafturkallanlegs forræðis yfir auðlindunum.“ Nú stefnir í að þeir tveir flokkar sem vilja að núverandi handhafar kvótans hafi ígildi eignarhalds á nýtingu verðmætustu auðlindar þjóðarinnar fái aftur meirihluta á Alþingi. Vilt þú það?
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun