Regnboginn svíkur ekki Haraldur Ólafsson skrifar 24. apríl 2013 06:00 Ýmsum kann að þykja villugjarnt að ferðast í skógi framboða að þessu sinni. Lítum nánar á. Félagshyggjumegin í litrófi stjórnmálanna er eitt framboð sem hefur æpandi sérstöðu. Það er Regnboginn. Í ranni Regnbogans er fólk sem hefur þá bjargföstu skoðun að heppilegast sé að Íslandi sé til frambúðar stjórnað að fólki sem þiggur umboð sitt frá íbúum landsins, en ekki frá rentukammeri í útlöndum, hvar sem það kann að vera hverju sinni. Nú er sótt að þessu stjórnarfyrirkomulagi af ákafa. Nóg er af vilyrðum um gull og græna skóga ef valdið verður sent þangað sem það verður ekki sótt aftur. Um það er kosið núna. Sérstaða Regnbogans felst í að þar ráða þeir einir húsum sem ekki hafa skipt um skoðun daginn eftir kosningar án þess að nokkuð hafi gerst annað en að kjörstöðum var lokað. Í Regnboganum er enginn sem þegið hefur fúlgur fjár til að smyrja gangverk innlimunar Íslands í verðandi stórríki gömlu evrópsku nýlenduveldanna. Þar hefur heldur enginn boðið áróðursvél þessa sama stórríkis hingað heim svo hún megi með styrk úr ótæmandi sjóðum mylja nýja sannleika til brúks í margumræddri þjóðaratkvæðagreiðslu sem efnt verður til jafnskjótt og vindar verða hagstæðir. Í Regnboganum gera menn sér glögga grein fyrir að ekki þarf að sækja umboð til að hætta umboðslausri vegferð og þar dettur engum í hug að lýðræði felist í að kjósa um afstöðu til erlends stórríkis undir drununum frá áróðursvélum þessa sama stórríkis. Þetta er sérstaða sem vert er að gefa gaum. Ekki spillir svo að Regnbogafólkið vill fara vel með náttúruna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Ýmsum kann að þykja villugjarnt að ferðast í skógi framboða að þessu sinni. Lítum nánar á. Félagshyggjumegin í litrófi stjórnmálanna er eitt framboð sem hefur æpandi sérstöðu. Það er Regnboginn. Í ranni Regnbogans er fólk sem hefur þá bjargföstu skoðun að heppilegast sé að Íslandi sé til frambúðar stjórnað að fólki sem þiggur umboð sitt frá íbúum landsins, en ekki frá rentukammeri í útlöndum, hvar sem það kann að vera hverju sinni. Nú er sótt að þessu stjórnarfyrirkomulagi af ákafa. Nóg er af vilyrðum um gull og græna skóga ef valdið verður sent þangað sem það verður ekki sótt aftur. Um það er kosið núna. Sérstaða Regnbogans felst í að þar ráða þeir einir húsum sem ekki hafa skipt um skoðun daginn eftir kosningar án þess að nokkuð hafi gerst annað en að kjörstöðum var lokað. Í Regnboganum er enginn sem þegið hefur fúlgur fjár til að smyrja gangverk innlimunar Íslands í verðandi stórríki gömlu evrópsku nýlenduveldanna. Þar hefur heldur enginn boðið áróðursvél þessa sama stórríkis hingað heim svo hún megi með styrk úr ótæmandi sjóðum mylja nýja sannleika til brúks í margumræddri þjóðaratkvæðagreiðslu sem efnt verður til jafnskjótt og vindar verða hagstæðir. Í Regnboganum gera menn sér glögga grein fyrir að ekki þarf að sækja umboð til að hætta umboðslausri vegferð og þar dettur engum í hug að lýðræði felist í að kjósa um afstöðu til erlends stórríkis undir drununum frá áróðursvélum þessa sama stórríkis. Þetta er sérstaða sem vert er að gefa gaum. Ekki spillir svo að Regnbogafólkið vill fara vel með náttúruna.
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar