Auðlindirnar þrjár Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 24. apríl 2013 06:00 Við Íslendingar eigum þrjár risa auðlindir sem nýttar er af mismiklum krafti. Auðug fiskimið, hrein orka og áhugavert land sem ferðamenn sækjast eftir að heimsækja. Þessar auðlindir eiga að mínu mati miklu meira sameiginlegt en haldið er fram í almennri umræðu. A) Allar eru þessar auðlindir að einhverju leyti nýttar nú þegar, B) það er hægt að nýta þær enn frekar ef vilji er til þess, C) allar gefa þær af sér tekjur með einum eða öðrum hætti og D) allar eru þær í eigu þjóðarinnar að miklu eða öllu leyti. En ólíkt því sem sumir halda þá leiðir nýting allra þessara auðlinda til einhverra umhverfisáhrifa. Það er ekkert ósnortið við vistkerfi hafsins þar sem olíuknúin skip moka upp yfir milljón tonnum af fiski, Það er ekkert ósnortið við náttúrufyrirbrigði sem girt er af með trépöllum, stígum, rútum í röðum, kömrum og minjagripaverslunum. Ekki frekar en á sem virkjuð hefur verið til raforkuframleiðslu er ósnortinn. En engar af þessum auðlindum eru ónýtar og nýtingin er endrum og sinnum ásættanlegt. Við Íslendingar eigum reyndar óhemju miklar auðlindir og höfum einungis nýtt þær að hluta. Það er auðveldlega hægt að moka upp mikið meira af fiski, virkja allar sprænur og hveri og hleypa hér inn fleiri milljónum ferðamanna. Við myndum vissulega græða mikið og hratt en væri að mínu mati græðgi og hreinlega óskynsamlegt. Það er líka að mínu mati algerlega óraunhæf draumsýn að ef við hættum að veiða, virkja og ferðast, þá muni sjómaðurinn, iðnaðarmaðurinn og ferðaþjónustuaðilinn um leið snúa sér að smíði tölvuleikja, gerviliðasmíði og náttúrusmyrslagerð. Hvort sem okkur líkar betur eða verr þá munu framtíðartekjur okkar og lífsgæði byggja að miklu leyti á hvernig þessum auðlindum verður stjórnað og miðlað í framtíðinni. Það gilda sömu mikilvægu ákvarðanatökur um allar auðlindirnar. A) Hvort, hvernig og hversu mikið eigum við að nýta? B) hvernig getum við nýtt þær með sem minnstum umhverfisáhrifum? C) hvernig og hversu miklar tekjur viljum við fá fyrir þær og hvernig skiptum við þeim og útdeilum á eigendur þ.e. okkur? Þetta gildir fyrir allar þessar auðlindir og algerlega óþarfi að vera rugla þeim eitthvað saman. Við vitum vel að í raun og veru hefur enginn ferðamaður hætt við að kaupa ferð til Íslands vegna virkjunarframkvæmdar, við vitum líka að enginn hefur hætt við að reisa gagnaver hérna vegna umdeildra makrílveiða. Hættum að blanda óskyldum hlutum saman og einbeitum okkur að sameiginlegum viðfangsefnum þessara auðlinda þ.e. skynsamlegri nýtingu. Mitt mat er að við getum aukið nýtingu á öllum þessum sviðum með jafnvel enn minni umhverfisáhrifum en gert er í dag. Það má t.d. minnka olíunotkun í sjávarútvegi og ferðaþjónustu, fella virkjanir betur að landslagi og bæta meðhöndlun og nýtingu úrgangs sem til verður í öllum auðlindaflokkunum. Ég veit líka jafnvel að allar þessar auðlindir eru takmarkaðar og stíga verður varlega til jarðar í allri ákvarðanatöku. Við eigum einnig að vera víðsýn í leit okkar að hámarkstekjum fyrir hverja auðlindareiningu. Það eru t.d. margir algerlega lokaðir fyrir sölu á raforku til erlendra aðila en finnst á sama tíma sjálfsagt að selja fisk út úr landinu og hleypa inn erlendum ferðamönnum vitandi að slíkt hefur hækkað bæði verð á fiski og gistinóttum innanlands fyrir heimamenn. Flestir átta sig auðvitað á þau neikvæðu áhrif eru miklu minni en þau jákvæðu sem fást með auknum tekjumöguleikum á stærri markaði. Það eru nefnilega ýmsar leiðir til að ná í tekjur af auðlindanýtingu og skoða verður alla bestun á slíku með yfirveguðum hætti. Beinn aðlindaskattur er ein leið en óbeinn tekjuskattur, atvinnusköpun eða lágt innanlandsverð eru líka leiðir til að úthluta arði af auðlindum. Okkur Íslendingum hefur verið falin umsjón yfir ótrúlegum auðlindum og okkur ber að umgangast þær af þolinmæði og skynsemi. Við verðum varveita þær og nýta þannig að umheimurinn og við sjálf getum verið stolt af. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Við Íslendingar eigum þrjár risa auðlindir sem nýttar er af mismiklum krafti. Auðug fiskimið, hrein orka og áhugavert land sem ferðamenn sækjast eftir að heimsækja. Þessar auðlindir eiga að mínu mati miklu meira sameiginlegt en haldið er fram í almennri umræðu. A) Allar eru þessar auðlindir að einhverju leyti nýttar nú þegar, B) það er hægt að nýta þær enn frekar ef vilji er til þess, C) allar gefa þær af sér tekjur með einum eða öðrum hætti og D) allar eru þær í eigu þjóðarinnar að miklu eða öllu leyti. En ólíkt því sem sumir halda þá leiðir nýting allra þessara auðlinda til einhverra umhverfisáhrifa. Það er ekkert ósnortið við vistkerfi hafsins þar sem olíuknúin skip moka upp yfir milljón tonnum af fiski, Það er ekkert ósnortið við náttúrufyrirbrigði sem girt er af með trépöllum, stígum, rútum í röðum, kömrum og minjagripaverslunum. Ekki frekar en á sem virkjuð hefur verið til raforkuframleiðslu er ósnortinn. En engar af þessum auðlindum eru ónýtar og nýtingin er endrum og sinnum ásættanlegt. Við Íslendingar eigum reyndar óhemju miklar auðlindir og höfum einungis nýtt þær að hluta. Það er auðveldlega hægt að moka upp mikið meira af fiski, virkja allar sprænur og hveri og hleypa hér inn fleiri milljónum ferðamanna. Við myndum vissulega græða mikið og hratt en væri að mínu mati græðgi og hreinlega óskynsamlegt. Það er líka að mínu mati algerlega óraunhæf draumsýn að ef við hættum að veiða, virkja og ferðast, þá muni sjómaðurinn, iðnaðarmaðurinn og ferðaþjónustuaðilinn um leið snúa sér að smíði tölvuleikja, gerviliðasmíði og náttúrusmyrslagerð. Hvort sem okkur líkar betur eða verr þá munu framtíðartekjur okkar og lífsgæði byggja að miklu leyti á hvernig þessum auðlindum verður stjórnað og miðlað í framtíðinni. Það gilda sömu mikilvægu ákvarðanatökur um allar auðlindirnar. A) Hvort, hvernig og hversu mikið eigum við að nýta? B) hvernig getum við nýtt þær með sem minnstum umhverfisáhrifum? C) hvernig og hversu miklar tekjur viljum við fá fyrir þær og hvernig skiptum við þeim og útdeilum á eigendur þ.e. okkur? Þetta gildir fyrir allar þessar auðlindir og algerlega óþarfi að vera rugla þeim eitthvað saman. Við vitum vel að í raun og veru hefur enginn ferðamaður hætt við að kaupa ferð til Íslands vegna virkjunarframkvæmdar, við vitum líka að enginn hefur hætt við að reisa gagnaver hérna vegna umdeildra makrílveiða. Hættum að blanda óskyldum hlutum saman og einbeitum okkur að sameiginlegum viðfangsefnum þessara auðlinda þ.e. skynsamlegri nýtingu. Mitt mat er að við getum aukið nýtingu á öllum þessum sviðum með jafnvel enn minni umhverfisáhrifum en gert er í dag. Það má t.d. minnka olíunotkun í sjávarútvegi og ferðaþjónustu, fella virkjanir betur að landslagi og bæta meðhöndlun og nýtingu úrgangs sem til verður í öllum auðlindaflokkunum. Ég veit líka jafnvel að allar þessar auðlindir eru takmarkaðar og stíga verður varlega til jarðar í allri ákvarðanatöku. Við eigum einnig að vera víðsýn í leit okkar að hámarkstekjum fyrir hverja auðlindareiningu. Það eru t.d. margir algerlega lokaðir fyrir sölu á raforku til erlendra aðila en finnst á sama tíma sjálfsagt að selja fisk út úr landinu og hleypa inn erlendum ferðamönnum vitandi að slíkt hefur hækkað bæði verð á fiski og gistinóttum innanlands fyrir heimamenn. Flestir átta sig auðvitað á þau neikvæðu áhrif eru miklu minni en þau jákvæðu sem fást með auknum tekjumöguleikum á stærri markaði. Það eru nefnilega ýmsar leiðir til að ná í tekjur af auðlindanýtingu og skoða verður alla bestun á slíku með yfirveguðum hætti. Beinn aðlindaskattur er ein leið en óbeinn tekjuskattur, atvinnusköpun eða lágt innanlandsverð eru líka leiðir til að úthluta arði af auðlindum. Okkur Íslendingum hefur verið falin umsjón yfir ótrúlegum auðlindum og okkur ber að umgangast þær af þolinmæði og skynsemi. Við verðum varveita þær og nýta þannig að umheimurinn og við sjálf getum verið stolt af.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar