Hvað ætlarðu að gera við peningana sem frúin í Hamborg gaf þér? Bolli Héðinsson skrifar 24. apríl 2013 06:00 Með lögum um gjaldeyrismál sem sett voru fyrir réttu ári skóp núverandi ríkisstjórn þá samningsstöðu gagnvart erlendum kröfuhöfum föllnu viðskiptabankanna sem þjóðin nýtur nú í dag og allir stjórnmálaflokkar ætla sér að nýta á næsta kjörtímabili. Umræðan í samfélaginu minnir aftur á móti mest á bollaleggingar um hvernig eigi að ráðstafa stórum happdrættisvinningi eða þann ágæta leik sem kenndur er við frúna í Hamborg. Að vísu er kálið ekki sopið, en þegar tekst að semja við kröfuhafana, hvað á þá að gera við peningana? Verða það jafn margir milljarðar og þeir sem mestu lofa segja okkur? Er þeim örugglega best varið með því að lækka skuldir allra sem skulduðu árið 2008? Eða væri þeim betur varið í að reka sjúkrahúsin á Ísafirði, Sauðárkróki, Húsavík, Neskaupstað og Vestmannaeyjum eða til að hækka bætur til öryrkja og einstæðra foreldra?Þreföldun barna- og vaxtabóta? Eins og málinu hefur verið stillt upp er eins og að sjálfsagt og eðlilegt sé að fjármununum verði varið í almenna skuldalækkun. Hvers vegna er þeim best varið svo? Er eitthvert vit í því að lækka skuldir moldríkra einstaklinga bara af því að þeir skulduðu árið 2008? Jafnvel þó svo skuldir allra skuldara verði lækkaðar um 10% verður þá ekki stór hópur áfram í vandræðum? Hvernig á að hjálpa þeim? Þarf ekki að láta sem mest renna til þeirra sem mest þurfa á skuldalækkunum að halda? Í óðagoti þeirra sem vilja skilyrðislausa skuldalækkun allra, jafnt þeirra sem hennar þurfa með og þeirra sem þurfa ekki á henni að halda, þá hefur algjörlega skort málefnalega umræðu um hvað kemur fólki best. Hvort það komi þeim ekki betur, sem eru í verulegum vandræðum, að fá hærri vaxtabætur og hærri barnabætur? Þær leiðir eru mun líklegri til að tryggja að fjármunirnir renni til þeirra sem þurfa mest á þeim að halda og fleiri losni úr skuldaklafanum.Húseignir hækka í verði Forsendubresturinn (gengis- og vísitöluhækkunin) sem varð þegar lánin hækkuðu, mun með tíð og tíma leiða til þess að húseignirnar sem lánin hvíla á, hækka í verði. Þær munu einfaldlega hækka í verði vegna þeirrar verðbólgu sem forsendubresturinn olli. Þetta gerist ekki strax og það gerist ekki jafnt yfir línuna. Spurningin sem við hljótum þá að spyrja okkur er, eiga allir þeir einstaklingar sem fengu lánin sín lækkuð um 10% einnig að fá að njóta verðhækkunarinnar á húsnæðinu, af völdum sama forsendubrests, þegar þeir selja það? Og svo það sem flestir forðast að tala um, hvernig á að koma í veg fyrir að svona gerist aftur? Þurfum við að búast við að svona ríði yfir með reglulegu millibili? Meðan gjaldmiðillinn er króna, hvort sem hún er verðtryggð eða óverðtryggð, þá er eins líklegt að hamfarir með álíka forsendubresti og urðu 2008 hvolfist yfir okkur með reglubundnum hætti í framtíðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Í nafni frelsis og valdeflingar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Skoðun Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Sjá meira
Með lögum um gjaldeyrismál sem sett voru fyrir réttu ári skóp núverandi ríkisstjórn þá samningsstöðu gagnvart erlendum kröfuhöfum föllnu viðskiptabankanna sem þjóðin nýtur nú í dag og allir stjórnmálaflokkar ætla sér að nýta á næsta kjörtímabili. Umræðan í samfélaginu minnir aftur á móti mest á bollaleggingar um hvernig eigi að ráðstafa stórum happdrættisvinningi eða þann ágæta leik sem kenndur er við frúna í Hamborg. Að vísu er kálið ekki sopið, en þegar tekst að semja við kröfuhafana, hvað á þá að gera við peningana? Verða það jafn margir milljarðar og þeir sem mestu lofa segja okkur? Er þeim örugglega best varið með því að lækka skuldir allra sem skulduðu árið 2008? Eða væri þeim betur varið í að reka sjúkrahúsin á Ísafirði, Sauðárkróki, Húsavík, Neskaupstað og Vestmannaeyjum eða til að hækka bætur til öryrkja og einstæðra foreldra?Þreföldun barna- og vaxtabóta? Eins og málinu hefur verið stillt upp er eins og að sjálfsagt og eðlilegt sé að fjármununum verði varið í almenna skuldalækkun. Hvers vegna er þeim best varið svo? Er eitthvert vit í því að lækka skuldir moldríkra einstaklinga bara af því að þeir skulduðu árið 2008? Jafnvel þó svo skuldir allra skuldara verði lækkaðar um 10% verður þá ekki stór hópur áfram í vandræðum? Hvernig á að hjálpa þeim? Þarf ekki að láta sem mest renna til þeirra sem mest þurfa á skuldalækkunum að halda? Í óðagoti þeirra sem vilja skilyrðislausa skuldalækkun allra, jafnt þeirra sem hennar þurfa með og þeirra sem þurfa ekki á henni að halda, þá hefur algjörlega skort málefnalega umræðu um hvað kemur fólki best. Hvort það komi þeim ekki betur, sem eru í verulegum vandræðum, að fá hærri vaxtabætur og hærri barnabætur? Þær leiðir eru mun líklegri til að tryggja að fjármunirnir renni til þeirra sem þurfa mest á þeim að halda og fleiri losni úr skuldaklafanum.Húseignir hækka í verði Forsendubresturinn (gengis- og vísitöluhækkunin) sem varð þegar lánin hækkuðu, mun með tíð og tíma leiða til þess að húseignirnar sem lánin hvíla á, hækka í verði. Þær munu einfaldlega hækka í verði vegna þeirrar verðbólgu sem forsendubresturinn olli. Þetta gerist ekki strax og það gerist ekki jafnt yfir línuna. Spurningin sem við hljótum þá að spyrja okkur er, eiga allir þeir einstaklingar sem fengu lánin sín lækkuð um 10% einnig að fá að njóta verðhækkunarinnar á húsnæðinu, af völdum sama forsendubrests, þegar þeir selja það? Og svo það sem flestir forðast að tala um, hvernig á að koma í veg fyrir að svona gerist aftur? Þurfum við að búast við að svona ríði yfir með reglulegu millibili? Meðan gjaldmiðillinn er króna, hvort sem hún er verðtryggð eða óverðtryggð, þá er eins líklegt að hamfarir með álíka forsendubresti og urðu 2008 hvolfist yfir okkur með reglubundnum hætti í framtíðinni.
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar