Sóknaráætlun landshluta og sjálfbær þróun Inga Sigrún Atladóttir skrifar 24. apríl 2013 06:00 Það er mikilvægt að byggja upp öflugt atvinnulíf. En það er ekki sama hvernig það er gert. Atvinnulíf þarf að byggja á vilja og hæfileikum fólksins í landinu og ríkið á að eiga í stöðugu og kröftugu samtali við það og veita orku sinni og fjármagni í sjóði til að efla nýsköpun og fjölbreytni. Núverandi ríkisstjórn hefur sett fram nýja stefnu í byggðamálum undir yfirskriftinni Sóknaráætlun landshluta, þar sem áhersla er lögð á að landið er ein heild og höfuðborg og landsbyggðir eiga sameiginlega hagsmuni í að um land allt sé öflugt samfélag og atvinnulíf. Síðasti landsfundur VG sló því föstu að hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar sé þar lykilatriði, þar sem miklu skiptir að byggja atvinnulíf á fjölbreyttum stoðum, nýta nærumhverfið, draga úr flutningskostnaði og treysta grunnstoðir samfélagsins.Lykilatriði og forgangsmál Annað lykilatriði er að fjárveitingar eru í auknum mæli fluttar heim í hérað þannig að heimamenn koma sjálfir að forgangsröðun fjármuna. Þessi hugmyndafræði byggir á lýðræðislegu samráðsferli um land allt. Miklu skiptir að byggja áfram á henni og styrkja þannig byggðir landsins. Þar mun Byggðastofnun einnig skipta máli sem stuðningsaðili við byggðir sem á þurfa að halda. Þá er jöfnun flutningskostnaðar, sem loksins komst á í tíð núverandi ríkisstjórnar, mikið byggðamál. Eitt af forgangsverkefnum byggðamála á komandi árum þarf að vera ljósleiðaravæðing í dreifbýli og full jöfnun húshitunarkostnaðar. Treysta þarf byggð í landinu með sanngjarnari skiptingu tekjustofna milli ríkis og sveitarfélaga og eflingu sveitarstjórnarstigsins til ákvarðana um grunnþjónustu. Í stefnuyfirlýsingu Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs segir m.a.: „Stöðu landsbyggðarinnar verður að styrkja með róttækum kerfisbreytingum og valddreifingu til að treysta byggð. Afar brýnt er að bregðast við fólksflótta frá landsbyggðinni, fyrst af öllu með því að leiðrétta þá fjárhagslegu mismunun sem landsbyggðarfólk býr við í námskostnaði, húshitun og vöruverði. Fjölbreytt atvinnulíf og öflug menningarstarfsemi ásamt traustri samfélagsþjónustu og góðum skólum er undirstaða lífvænlegrar byggðar.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Það er mikilvægt að byggja upp öflugt atvinnulíf. En það er ekki sama hvernig það er gert. Atvinnulíf þarf að byggja á vilja og hæfileikum fólksins í landinu og ríkið á að eiga í stöðugu og kröftugu samtali við það og veita orku sinni og fjármagni í sjóði til að efla nýsköpun og fjölbreytni. Núverandi ríkisstjórn hefur sett fram nýja stefnu í byggðamálum undir yfirskriftinni Sóknaráætlun landshluta, þar sem áhersla er lögð á að landið er ein heild og höfuðborg og landsbyggðir eiga sameiginlega hagsmuni í að um land allt sé öflugt samfélag og atvinnulíf. Síðasti landsfundur VG sló því föstu að hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar sé þar lykilatriði, þar sem miklu skiptir að byggja atvinnulíf á fjölbreyttum stoðum, nýta nærumhverfið, draga úr flutningskostnaði og treysta grunnstoðir samfélagsins.Lykilatriði og forgangsmál Annað lykilatriði er að fjárveitingar eru í auknum mæli fluttar heim í hérað þannig að heimamenn koma sjálfir að forgangsröðun fjármuna. Þessi hugmyndafræði byggir á lýðræðislegu samráðsferli um land allt. Miklu skiptir að byggja áfram á henni og styrkja þannig byggðir landsins. Þar mun Byggðastofnun einnig skipta máli sem stuðningsaðili við byggðir sem á þurfa að halda. Þá er jöfnun flutningskostnaðar, sem loksins komst á í tíð núverandi ríkisstjórnar, mikið byggðamál. Eitt af forgangsverkefnum byggðamála á komandi árum þarf að vera ljósleiðaravæðing í dreifbýli og full jöfnun húshitunarkostnaðar. Treysta þarf byggð í landinu með sanngjarnari skiptingu tekjustofna milli ríkis og sveitarfélaga og eflingu sveitarstjórnarstigsins til ákvarðana um grunnþjónustu. Í stefnuyfirlýsingu Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs segir m.a.: „Stöðu landsbyggðarinnar verður að styrkja með róttækum kerfisbreytingum og valddreifingu til að treysta byggð. Afar brýnt er að bregðast við fólksflótta frá landsbyggðinni, fyrst af öllu með því að leiðrétta þá fjárhagslegu mismunun sem landsbyggðarfólk býr við í námskostnaði, húshitun og vöruverði. Fjölbreytt atvinnulíf og öflug menningarstarfsemi ásamt traustri samfélagsþjónustu og góðum skólum er undirstaða lífvænlegrar byggðar.“
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar