Vaxtarverkir í skólastofunni Áslaug María Friðriksdóttir skrifar 24. apríl 2013 06:00 Menntun er lykilhugtak nútímans. Menntun drífur áfram nýsköpun og leiðir af sér vöxt. Íslensk þjóð hefur löngum verið stolt af því að vera kölluð bókaþjóð og Íslendingar hreyknir yfir því að eiga menntað fólk. Við rekum mjög marga skóla miðað við höfðatölu og nám er aðgengilegt. En erum við tilbúin í næsta vaxtarskeið?Það skemmtilega Ísland er fremst í flokki þegar kemur að jöfnum tækifærum til náms. Öll börn fara í grunnskóla og hafa tækifæri til að verða læs, skrifandi og skapandi. Minni tengsl eru hér á landi á milli þess hvort einstaklingur fer í nám og þess að eiga vel menntaða foreldra. Okkur hefur tekist að jafna möguleika fólks til að stunda nám. Hið opinbera greiðir mun meira til grunnskóla en gerist annars staðar sem sýnir væntanlega að í samfélaginu sé áhersla lögð á að börn hér á landi fái að njóta góðs skólakerfis og hér leggi fólk áherslu á að mennta börnin. Háskólamenntun skilar miklum verðmætum. OECD telur að á síðasta áratug hafi um helmingur vaxtar í vergri landsframleiðslu í aðildarríkjum stafað af því að háskólamenntað fólk fékk hærri tekjur. Nokkuð ljóst er að menntun skilar verðmætum og hagsæld.Það leiðinlega En svo er þetta leiðinlega. Því miður er það svo að námsárangur barna hér á landi endurspeglar ekki það fé sem lagt er til skólakerfisins. Námsárangurinn er svipaður og hjá þjóðum þar sem mun minna fé er lagt til skólakerfisins. Það er því eðlilegt að við reynum að átta okkur á því í hverju við erum að fjárfesta. Sérkennsla er áhyggjuefni en 27% barna hér á landi þurfa sérkennslu á meðan eðlilegt hlutfall að mati sérfræðinga er 5%. Við hrukkum upp við þær fréttir fyrir um ári að fjórðungur 15 ára drengja getur ekki lesið sér til gagns og að stúlkur sýna einkenni kvíða og vanlíðunar meira en drengir í grunnskólunum. Kennsluefni og aðferðir virðast ekki svara þörfum barnanna nægilega vel. Fjöldi þeirra sem lýkur framhaldsskóla á fjórum árum hér á landi er minni en það sem gengur og gerist innan OECD-ríkjanna. Framhaldsskólinn er undir gríðarlegu álagi og fjársveltur. Nemendur í tækni- og raungreinum eru ekki nægilega margir og hægt gengur að auka hlutdeild verk- og iðnnáms. Nemendur á háskólastigi eru einnig of lengi í námi. Atvinnurekendur kvarta yfir því að skortur sé á fólki með þá menntun sem þörf er á.Það nauðsynlega Atvinnulífið á Íslandi þarf að fara í gegnum mikla vaxtarverki á næstunni. Ef ekkert verður að gert fækkar hér fólki og samfélaginu hrakar. Breytingar á skólakerfinu eru óumflýjanlegar. Skólar verða að hafa fullt frelsi til að reyna að takast á við þessar breytingar. Hefðbundnar leiðir mega ekki standa í vegi fyrir því að nýjar fái að líta dagsins ljós. Gæta verður þess að kjarni náms týnist ekki í óþörfu flækjustigi. Finna verður fé til að bæta upplýsingatækni innan skólanna. Tækifæri geta legið í því að fást við kennslu á óhefðbundnari hátt en hingað til hefur verið gert og þá sérstaklega á efri námsstigum. Nýta má fjarkennsluaðferðir betur og auka hlut rafrænna verkefna. Það allra mikilvægasta er að finna leiðir til að byggja upp áhuga og drifkraft nemenda þannig að þeirra eðlislægi áhugi nái að fylgja þeim frá leikskóla og áfram í gegnum öll námsstig. Aðeins þannig fær vinnumarkaðurinn þá orku sem hann þarf til að takast á við spennandi og krefjandi framtíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Menntun er lykilhugtak nútímans. Menntun drífur áfram nýsköpun og leiðir af sér vöxt. Íslensk þjóð hefur löngum verið stolt af því að vera kölluð bókaþjóð og Íslendingar hreyknir yfir því að eiga menntað fólk. Við rekum mjög marga skóla miðað við höfðatölu og nám er aðgengilegt. En erum við tilbúin í næsta vaxtarskeið?Það skemmtilega Ísland er fremst í flokki þegar kemur að jöfnum tækifærum til náms. Öll börn fara í grunnskóla og hafa tækifæri til að verða læs, skrifandi og skapandi. Minni tengsl eru hér á landi á milli þess hvort einstaklingur fer í nám og þess að eiga vel menntaða foreldra. Okkur hefur tekist að jafna möguleika fólks til að stunda nám. Hið opinbera greiðir mun meira til grunnskóla en gerist annars staðar sem sýnir væntanlega að í samfélaginu sé áhersla lögð á að börn hér á landi fái að njóta góðs skólakerfis og hér leggi fólk áherslu á að mennta börnin. Háskólamenntun skilar miklum verðmætum. OECD telur að á síðasta áratug hafi um helmingur vaxtar í vergri landsframleiðslu í aðildarríkjum stafað af því að háskólamenntað fólk fékk hærri tekjur. Nokkuð ljóst er að menntun skilar verðmætum og hagsæld.Það leiðinlega En svo er þetta leiðinlega. Því miður er það svo að námsárangur barna hér á landi endurspeglar ekki það fé sem lagt er til skólakerfisins. Námsárangurinn er svipaður og hjá þjóðum þar sem mun minna fé er lagt til skólakerfisins. Það er því eðlilegt að við reynum að átta okkur á því í hverju við erum að fjárfesta. Sérkennsla er áhyggjuefni en 27% barna hér á landi þurfa sérkennslu á meðan eðlilegt hlutfall að mati sérfræðinga er 5%. Við hrukkum upp við þær fréttir fyrir um ári að fjórðungur 15 ára drengja getur ekki lesið sér til gagns og að stúlkur sýna einkenni kvíða og vanlíðunar meira en drengir í grunnskólunum. Kennsluefni og aðferðir virðast ekki svara þörfum barnanna nægilega vel. Fjöldi þeirra sem lýkur framhaldsskóla á fjórum árum hér á landi er minni en það sem gengur og gerist innan OECD-ríkjanna. Framhaldsskólinn er undir gríðarlegu álagi og fjársveltur. Nemendur í tækni- og raungreinum eru ekki nægilega margir og hægt gengur að auka hlutdeild verk- og iðnnáms. Nemendur á háskólastigi eru einnig of lengi í námi. Atvinnurekendur kvarta yfir því að skortur sé á fólki með þá menntun sem þörf er á.Það nauðsynlega Atvinnulífið á Íslandi þarf að fara í gegnum mikla vaxtarverki á næstunni. Ef ekkert verður að gert fækkar hér fólki og samfélaginu hrakar. Breytingar á skólakerfinu eru óumflýjanlegar. Skólar verða að hafa fullt frelsi til að reyna að takast á við þessar breytingar. Hefðbundnar leiðir mega ekki standa í vegi fyrir því að nýjar fái að líta dagsins ljós. Gæta verður þess að kjarni náms týnist ekki í óþörfu flækjustigi. Finna verður fé til að bæta upplýsingatækni innan skólanna. Tækifæri geta legið í því að fást við kennslu á óhefðbundnari hátt en hingað til hefur verið gert og þá sérstaklega á efri námsstigum. Nýta má fjarkennsluaðferðir betur og auka hlut rafrænna verkefna. Það allra mikilvægasta er að finna leiðir til að byggja upp áhuga og drifkraft nemenda þannig að þeirra eðlislægi áhugi nái að fylgja þeim frá leikskóla og áfram í gegnum öll námsstig. Aðeins þannig fær vinnumarkaðurinn þá orku sem hann þarf til að takast á við spennandi og krefjandi framtíð.
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar