Par með fatlað barn fast í íbúð á 7. hæð Hanna Ólafsdóttir skrifar 19. apríl 2013 07:00 Hjónin hafa leitað til Kópavogsbæjar ásamt því að reyna að finna íbúð á almennum leigumarkaði sem hentar þeirra þörfum, en án árangurs.Fréttablaðið/Valli „Við erum komin í hálfgerða pattstöðu. Við fáum ekki húsnæði og sjáum ekki fram á að finna neitt í náinni framtíð,“ segir Magnús Tindri Sigurðsson, tveggja barna faðir sem leitar að húsnæði sem hentar sérstökum aðstæðum fjölskyldunnar. Eldri sonur Magnúsar, þriggja ára drengur að nafni Xavier, er alveg hreyfihamlaður eftir að hafa verið nærri dáinn vöggudauða fjögurra mánaða gamall. Fjölskyldan býr nú í íbúð á sjöundu hæð í Engihjalla en eftir að yngra barnið kom í heiminn eru þau algjörlega háð því að vera tvö saman þegar fara skal með börnin út úr húsi. „Það er ekki hægt að koma þeim niður af sjöundu hæð einsamall án þess að skilja annan þeirra eftir þar sem mikill búnaður fylgir Xavi. Þetta var allt í lagi á meðan ég var í fæðingarorlofi en nú styttist í að ég byrja að vinna og við erum orðin mjög áhyggjufull.“ Magnús segist hafa sótt um húsnæði á vegum Kópavogsbæjar í fyrra þegar þau vissu að von var á öðru barni og einnig leitað að húsnæði á hinum almenna markaði. Þau hafi fengið þau svör frá bænum að þau væri efst á biðlista en lítið hafi þokast áfram og þau sjái ekki fram á að finna íbúð áður en hann hættir í fæðingarorlofi. Magnús segir ekki koma til greina að þau skilji annað barnið eftirlitslaust eftir, sérstaklega eftir að hafa næstum misst barn úr vöggudauða. „Það kemur ekki til greina að skilja annað barnið eitt eftir uppi á sjöundu hæð, sérstaklega ekki eftir okkar reynslu. Það tók ekki nema örfáar mínútur fyrir Xavi að snúa sér yfir á magann í vöggunni. Konan mín kom að honum nánast dánum og það er í raun ótrúlegt að hann hafi lifað þetta af.“ Magnús segir fjölskylduna ekki vera í aðstöðu til að kaupa sér húsnæði en mikil útgjöld hafa fylgt veikindum Xaviers. Til að mynda keypti fjölskyldan nýverið níu manna bíl til koma öllum búnaði fatlaða drengsins fyrir. Þrátt fyrir að búa í Kópavogi segir Magnús fjölskylduna vera opna fyrir að búa hvar sem er á höfuðborgarsvæðinu. „Við gerum ekki miklar kröfur, bara að hún sé fjögurra herbergja og á jarðhæð. Þannig að hægt sé að rúlla öðrum drengnum út og hinum strax á eftir.“ Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
„Við erum komin í hálfgerða pattstöðu. Við fáum ekki húsnæði og sjáum ekki fram á að finna neitt í náinni framtíð,“ segir Magnús Tindri Sigurðsson, tveggja barna faðir sem leitar að húsnæði sem hentar sérstökum aðstæðum fjölskyldunnar. Eldri sonur Magnúsar, þriggja ára drengur að nafni Xavier, er alveg hreyfihamlaður eftir að hafa verið nærri dáinn vöggudauða fjögurra mánaða gamall. Fjölskyldan býr nú í íbúð á sjöundu hæð í Engihjalla en eftir að yngra barnið kom í heiminn eru þau algjörlega háð því að vera tvö saman þegar fara skal með börnin út úr húsi. „Það er ekki hægt að koma þeim niður af sjöundu hæð einsamall án þess að skilja annan þeirra eftir þar sem mikill búnaður fylgir Xavi. Þetta var allt í lagi á meðan ég var í fæðingarorlofi en nú styttist í að ég byrja að vinna og við erum orðin mjög áhyggjufull.“ Magnús segist hafa sótt um húsnæði á vegum Kópavogsbæjar í fyrra þegar þau vissu að von var á öðru barni og einnig leitað að húsnæði á hinum almenna markaði. Þau hafi fengið þau svör frá bænum að þau væri efst á biðlista en lítið hafi þokast áfram og þau sjái ekki fram á að finna íbúð áður en hann hættir í fæðingarorlofi. Magnús segir ekki koma til greina að þau skilji annað barnið eftirlitslaust eftir, sérstaklega eftir að hafa næstum misst barn úr vöggudauða. „Það kemur ekki til greina að skilja annað barnið eitt eftir uppi á sjöundu hæð, sérstaklega ekki eftir okkar reynslu. Það tók ekki nema örfáar mínútur fyrir Xavi að snúa sér yfir á magann í vöggunni. Konan mín kom að honum nánast dánum og það er í raun ótrúlegt að hann hafi lifað þetta af.“ Magnús segir fjölskylduna ekki vera í aðstöðu til að kaupa sér húsnæði en mikil útgjöld hafa fylgt veikindum Xaviers. Til að mynda keypti fjölskyldan nýverið níu manna bíl til koma öllum búnaði fatlaða drengsins fyrir. Þrátt fyrir að búa í Kópavogi segir Magnús fjölskylduna vera opna fyrir að búa hvar sem er á höfuðborgarsvæðinu. „Við gerum ekki miklar kröfur, bara að hún sé fjögurra herbergja og á jarðhæð. Þannig að hægt sé að rúlla öðrum drengnum út og hinum strax á eftir.“
Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira