Stjórnarskráin er enn á floti Árni Þór Sigurðsson skrifar 17. apríl 2013 07:30 Margir eru vonsviknir yfir lyktum stjórnarskrármálsins á því þingi sem nú er nýlokið. Aðrir leggja meira kapp á önnur mál eins og gengur. Ég er í hópi þeirra sem vildu svo gjarnan sjá veigamiklar breytingar á stjórnarskránni, á þeim grunni sem stjórnlagaráð vann og kosið var um í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október sl. En er ástæða til að örvænta um breytingar á stjórnarskrá? Svo tel ég ekki vera. Breytingar á stjórnarskrá er flókið ferli og það er eðlilegt um slíka grundvallarlöggjöf. Hins vegar var rík krafa í samfélaginu í kjölfar hrunsins að gerðar yrðu gagngerar breytingar á stjórnarskránni, með nýjum mannréttindaákvæðum, endurskoðun stjórnskipunarinnar, ákvæðum um auðlindir í þjóðareigu, jöfnun atkvæðisréttar, þjóðaratkvæðagreiðslum o.fl. Við í Vinstri grænum studdum þær stjórnarfarsumbætur sem unnar voru af þjóðfundi, stjórnlaganefnd og stjórnlagaráði, þótt vissulega séu skiptar skoðanir um einstaka útfærslur. Þegar málið kom til kasta Alþingis varð ljóst að talsverð andstaða var við tillögur stjórnlagaráðs, fyrst og fremst af hálfu Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Núverandi stjórnskipun gerir kröfu um að breytingar á stjórnarskrá séu samþykktar á tveimur þingum með alþingiskosningum á milli. Þess vegna var mikilvægt að ná sem breiðastri samstöðu um stjórnarskrárbreytingarnar, því ef næsta þing samþykkir þær ekki, hefði verið til lítils barist. Það er í þessu samhengi sem þess var freistað að ná fram tilteknum breytingum nú og tryggja áframhaldandi vinnu við endurskoðun stjórnarskrárinnar á næsta kjörtímabili, á þeim grunni sem unnið hefur verið. Að knýja fram breytingar með minnsta meirihluta, jafnvel með því að stöðva umræðu um málið á Alþingi, hefði verið ávísun á að breytingarnar hefðu ekki náð fram á næsta þingi. Þá fyrst hefði málið raunverulega dáið drottni sínum. Þetta er blákaldur raunveruleikinn sem menn verða að horfast í augu við, þótt sárt sé. Í mínum huga var það ekki góður kostur. Tillaga formanna Vinstri grænna, Samfylkingar og Bjartrar framtíðar um að á næsta kjörtímabili væri heimilt að gera breytingar á stjórnarskránni án þess að það tæki endilega heilt kjörtímabil var þess vegna nauðsynleg til að tryggja málinu framhaldslíf. Nú er deilt um hvort svokallaður samþykkisþröskuldur, þ.e. 40% kosningabærra manna þurfi að samþykkja breytingar, sé eðlilegur eða sanngjarn. Hann er vissulega hár en þó lægri en nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Hreyfingarinnar höfðu lagt til, sem var 50%. Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis hafði lagt til 25%. Hér var því um ákveðna málamiðlun að ræða. Vinstri græn munu beita sér fyrir því að stjórnarskrármálið verði strax tekið upp á nýju þingi og unnið áfram með þær tillögur að nýrri stjórnarskrá sem fyrir liggja, með það að markmiði að unnt verði að kjósa um þær, t.d. samhliða sveitarstjórnarkosningum vorið 2014. Það ætti að tryggja góða þátttöku og miðað við reynslu okkar á Íslandi, þar sem kosningaþátttaka er almennt í kringum 80%, þýðir 40% samþykkisþröskuldur í raun samþykki einfalds meirihluta. Það er alls ekki óviðráðanlegt. Þess vegna er stjórnarskrármálið enn á floti, en til þess þarf að tryggja að þeir flokkar sem helst hafa beitt sér gegn nýrri stjórnarskrá, fái ekki stöðu til þess að stöðva málið. Við Vinstri græn viljum hiklaust halda málinu áfram og tryggja þjóðinni nýja stjórnarskrá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Margir eru vonsviknir yfir lyktum stjórnarskrármálsins á því þingi sem nú er nýlokið. Aðrir leggja meira kapp á önnur mál eins og gengur. Ég er í hópi þeirra sem vildu svo gjarnan sjá veigamiklar breytingar á stjórnarskránni, á þeim grunni sem stjórnlagaráð vann og kosið var um í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október sl. En er ástæða til að örvænta um breytingar á stjórnarskrá? Svo tel ég ekki vera. Breytingar á stjórnarskrá er flókið ferli og það er eðlilegt um slíka grundvallarlöggjöf. Hins vegar var rík krafa í samfélaginu í kjölfar hrunsins að gerðar yrðu gagngerar breytingar á stjórnarskránni, með nýjum mannréttindaákvæðum, endurskoðun stjórnskipunarinnar, ákvæðum um auðlindir í þjóðareigu, jöfnun atkvæðisréttar, þjóðaratkvæðagreiðslum o.fl. Við í Vinstri grænum studdum þær stjórnarfarsumbætur sem unnar voru af þjóðfundi, stjórnlaganefnd og stjórnlagaráði, þótt vissulega séu skiptar skoðanir um einstaka útfærslur. Þegar málið kom til kasta Alþingis varð ljóst að talsverð andstaða var við tillögur stjórnlagaráðs, fyrst og fremst af hálfu Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Núverandi stjórnskipun gerir kröfu um að breytingar á stjórnarskrá séu samþykktar á tveimur þingum með alþingiskosningum á milli. Þess vegna var mikilvægt að ná sem breiðastri samstöðu um stjórnarskrárbreytingarnar, því ef næsta þing samþykkir þær ekki, hefði verið til lítils barist. Það er í þessu samhengi sem þess var freistað að ná fram tilteknum breytingum nú og tryggja áframhaldandi vinnu við endurskoðun stjórnarskrárinnar á næsta kjörtímabili, á þeim grunni sem unnið hefur verið. Að knýja fram breytingar með minnsta meirihluta, jafnvel með því að stöðva umræðu um málið á Alþingi, hefði verið ávísun á að breytingarnar hefðu ekki náð fram á næsta þingi. Þá fyrst hefði málið raunverulega dáið drottni sínum. Þetta er blákaldur raunveruleikinn sem menn verða að horfast í augu við, þótt sárt sé. Í mínum huga var það ekki góður kostur. Tillaga formanna Vinstri grænna, Samfylkingar og Bjartrar framtíðar um að á næsta kjörtímabili væri heimilt að gera breytingar á stjórnarskránni án þess að það tæki endilega heilt kjörtímabil var þess vegna nauðsynleg til að tryggja málinu framhaldslíf. Nú er deilt um hvort svokallaður samþykkisþröskuldur, þ.e. 40% kosningabærra manna þurfi að samþykkja breytingar, sé eðlilegur eða sanngjarn. Hann er vissulega hár en þó lægri en nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Hreyfingarinnar höfðu lagt til, sem var 50%. Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis hafði lagt til 25%. Hér var því um ákveðna málamiðlun að ræða. Vinstri græn munu beita sér fyrir því að stjórnarskrármálið verði strax tekið upp á nýju þingi og unnið áfram með þær tillögur að nýrri stjórnarskrá sem fyrir liggja, með það að markmiði að unnt verði að kjósa um þær, t.d. samhliða sveitarstjórnarkosningum vorið 2014. Það ætti að tryggja góða þátttöku og miðað við reynslu okkar á Íslandi, þar sem kosningaþátttaka er almennt í kringum 80%, þýðir 40% samþykkisþröskuldur í raun samþykki einfalds meirihluta. Það er alls ekki óviðráðanlegt. Þess vegna er stjórnarskrármálið enn á floti, en til þess þarf að tryggja að þeir flokkar sem helst hafa beitt sér gegn nýrri stjórnarskrá, fái ekki stöðu til þess að stöðva málið. Við Vinstri græn viljum hiklaust halda málinu áfram og tryggja þjóðinni nýja stjórnarskrá.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun