Viðskipti innlent

Daimler selur restina af hlut sínum í EADS

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Íslenska flugfélagið Wow air notar þotur frá Airbus og hefur nýverið tekið á móti tveimur nýjum slíkum þotum og á von á tveimur til viðbótar fyrir sumarið. Móðurfélag Airbus er EADS.
Mynd/Wow
Íslenska flugfélagið Wow air notar þotur frá Airbus og hefur nýverið tekið á móti tveimur nýjum slíkum þotum og á von á tveimur til viðbótar fyrir sumarið. Móðurfélag Airbus er EADS. Mynd/Wow
Þýski bílaframleiðandinn Daimler selur nú 7,5 prósenta hlutinn sem hann átti eftir í evrópska flugframleiðandanum og hergagnafyrirtækinu EADS.

Fréttavefur breska ríkisútvarpsins BBC greinir frá því að Daimler, sem á Mercedes-Benz, ætli að nota fjármunina sem fáist úr sölunni til að styrkja bílaframleiðslu sína.

Hluturinn í EADS er verðlagður á um 2,3 milljarða evra, eða ríflega 354 milljarða íslenskra króna, miðað við gengi hlutabréfa fyrirtækisins við lokun markaða í gær.

EADS er móðurfélag flugvélaframleiðandans Airbus. Félagið hefur lýst því yfir að það hyggist sjálft kaupa um 600 milljóna evra virði af hlutabréfunum, en sú upphæð jafngildir um 92,4 milljörðum króna. Daimler seldi annan 7,5 prósenta hlut í EADS í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×