Viðskipti innlent

Skipaður í fimm ár

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Arnór Sighvatsson
Arnór Sighvatsson
Arnór Sighvatsson hefur verið skipaður á ný í starf aðstoðarseðlabankastjóra Seðlabanka Íslands. Fjármála- og efnahagsráðherra skipar Arnór með bréfi dagsettu 12. apríl síðastliðinn. Skipunin gildir til fimm ára frá og með 1. júlí 2013.

Fram kemur í tilkynningu Seðlabankans að Arnór hafi fyrst verið settur í starf aðstoðarseðlabankastjóra 27. febrúar 2009. Þá er ráðherra aðeins sagt heimilt að skipa sama mann aðstoðarseðlabankastjóra tvisvar sinnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×