Nýtum kosningaréttinn Jón Gnarr skrifar 11. apríl 2013 07:00 Á miðnætti í kvöld lýkur rafrænum íbúakosningum um verkefni í hverfum Reykjavíkur. Ég vil hvetja alla Reykvíkinga sem voru orðnir 16 ára um síðustu áramót til að nýta sér atkvæðisrétt sinn í dag og forgangsraða þannig fjármunum sem hverfunum er úthlutað. Reynslan af verkefninu Betri hverfi hefur verið frábær. Í fyrra kusu borgarbúar 124 verkefni og hafa þau nú að mestu verið framkvæmd af hálfu borgarinnar. Við það hefur borgin fengið nýtt og betra svipmót. Nýjungin við þetta verkefni felst í því að Reykjavíkurborg er að framkvæma hugmyndir sem borgarbúar koma með sjálfir. Það er beinlínis dásamlegt. Í janúar hélt ég, ásamt embættismönnum, íbúafundi í öllum hverfum borgarinnar sem voru sóttir af um þúsund Reykvíkingum. Þar kynntum við verkefnið og í kjölfarið byrjuðu hugmyndir að streyma inn frá borgarbúum á vefinn Betri hverfi. Alls bárust um 600 hugmyndir. Þær voru skoðaðar af íbúanefndum sem starfa ásamt hverfaráðum og fagteymi Reykjavíkurborgar að því að útfæra hugmyndirnar. Alls var stillt upp 229 hugmyndum – allt að 30 í hverju hverfi – sem fólk getur kosið um í íbúakosningunum nú. Ég tel afar mikilvægt að fólk nýti sér kosningarétt sinn og forgangsraði fjármunum sem borgin hefur ráðstafað til að bæta hverfin í borginni. Ef fáir láta sig málið varða er allt eins líklegt að fátt verði um fína drætti í íbúalýðræðisverkefnum framtíðarinnar. Við þurfum þó ekki að óttast neitt því kjörsókn í fyrra var rúm 8% sem þykir glimrandi góður árangur í sambærilegum verkefnum erlendis. Allt byrjar með góðri hugmynd og borgarbúar eru svo sannarlega hugmyndaríkir þegar kemur að því að bæta hverfin sín. Veitum góðum hugmyndum Reykvíkinga brautargengi í íbúakosningunum, hugsum vel um hverfin okkar og njótum þess að búa í einni bestu borg heims. Það er einfalt að kjósa á vefslóðinni kjosa.betrireykjavik.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gnarr Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Sjá meira
Á miðnætti í kvöld lýkur rafrænum íbúakosningum um verkefni í hverfum Reykjavíkur. Ég vil hvetja alla Reykvíkinga sem voru orðnir 16 ára um síðustu áramót til að nýta sér atkvæðisrétt sinn í dag og forgangsraða þannig fjármunum sem hverfunum er úthlutað. Reynslan af verkefninu Betri hverfi hefur verið frábær. Í fyrra kusu borgarbúar 124 verkefni og hafa þau nú að mestu verið framkvæmd af hálfu borgarinnar. Við það hefur borgin fengið nýtt og betra svipmót. Nýjungin við þetta verkefni felst í því að Reykjavíkurborg er að framkvæma hugmyndir sem borgarbúar koma með sjálfir. Það er beinlínis dásamlegt. Í janúar hélt ég, ásamt embættismönnum, íbúafundi í öllum hverfum borgarinnar sem voru sóttir af um þúsund Reykvíkingum. Þar kynntum við verkefnið og í kjölfarið byrjuðu hugmyndir að streyma inn frá borgarbúum á vefinn Betri hverfi. Alls bárust um 600 hugmyndir. Þær voru skoðaðar af íbúanefndum sem starfa ásamt hverfaráðum og fagteymi Reykjavíkurborgar að því að útfæra hugmyndirnar. Alls var stillt upp 229 hugmyndum – allt að 30 í hverju hverfi – sem fólk getur kosið um í íbúakosningunum nú. Ég tel afar mikilvægt að fólk nýti sér kosningarétt sinn og forgangsraði fjármunum sem borgin hefur ráðstafað til að bæta hverfin í borginni. Ef fáir láta sig málið varða er allt eins líklegt að fátt verði um fína drætti í íbúalýðræðisverkefnum framtíðarinnar. Við þurfum þó ekki að óttast neitt því kjörsókn í fyrra var rúm 8% sem þykir glimrandi góður árangur í sambærilegum verkefnum erlendis. Allt byrjar með góðri hugmynd og borgarbúar eru svo sannarlega hugmyndaríkir þegar kemur að því að bæta hverfin sín. Veitum góðum hugmyndum Reykvíkinga brautargengi í íbúakosningunum, hugsum vel um hverfin okkar og njótum þess að búa í einni bestu borg heims. Það er einfalt að kjósa á vefslóðinni kjosa.betrireykjavik.is
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar