Byggðin sem gleymdist Eyþór Jóvinsson skrifar 10. apríl 2013 07:00 Samkvæmt könnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði eru byggðamál sá málaflokkur sem fæstir telja mikilvægastan í komandi kosningum. Aðeins 6,8% aðspurðra telja byggðamál vera mikilvæg. Enn á ný virðast málefni landsbyggðarinnar ætla að gleymast. Þetta hryggir mig og veldur mér áhyggjum, því byggðamál og áhugi minn og ástríða mín fyrir þeim er hvatinn fyrir því að ég ákvað að stökkva inn á pólitíska sviðið og bjóða mig fram með Lýðræðisvaktinni í komandi kosningum. Byggðastefna stjórnvalda þarf ekki að vera flókin til að vera góð. Hún þarf aðeins að byggjast upp á heildstæðum lausnum, en ekki sértækum plástrum. Það höfum við haft að leiðarljósi við gerð byggðastefnu Lýðræðisvaktarinnar. Grunnþjónusta í heimabyggð Fyrir það fyrsta þarf að færa grunnþjónustuna aftur til landsbyggðarinnar. Það þarf að vinda ofan af þeirri þróun sem hefur átt sér stað undanfarin ár og áratugi, sem gengur út á að færa alla helstu grunnþjónustu burtu frá fólkinu í landinu. Það felst til að mynda engin hagræðing í því fyrir fólkið í landinu að þurfa að sækja alla sjúkraþjónustu til höfuðborgarinnar. Lýðræðisvaktin vill efla alla grunnþjónustu í heimabyggð. Frjálsar strandveiðar Þá viljum við að sveitarfélög landsins njóti nálægðar við auðlindir sínar og fái af þeim réttmætan arð. Strandveiðar eru mikil lyftistöng fyrir sjávarþorp landins og við viljum efla þær enn frekar með því að gera þær frjálsar að fullu og allan fisk á markað. Ákvörðunarrétt til heimamanna Það þarf að styrkja sveitarstjórnirnar og sjálfstæði þeirra þannig að ábyrgð, fjárráð og ákvarðanatökur færist til þeirra. Það er mikilvægt að heimamenn hafi fullt vald yfir þeim ákvörðunum sem þá snertir. Ákvarðanir þarf að byggja á þekkingu heimamanna. Skattaafslátt til nýsköpunar Að lokum þarf að efla nýsköpun á landsbyggðinni og ýta undir hana með skattaafslætti á upphafsárum nýrra fyrirtækja á landsbyggðinni. Það þarf að gera landsbyggðina að vænlegum kosti fyrir frumkvöðla til að skapa sér og öðrum atvinnu. Einnig er mikilvægt að skapa aðstæður fyrir ungt fólk til að koma heim að námi loknu og skapa sér störf sem byggja á menntun þess. Landsbyggðin þarf enga vorkunn eða ölmusu. Hún þarf frið frá stjórnvöldum til að byggja sig upp innan frá. Það þarf að gefa landsbyggðinni tækifæri til að skapa sína eigin framtíð á hennar eigin forsendum. Vera sjálfbjarga. Frekari útfærslur á byggðamálum má sjá á heimasíðu Lýðræðisvaktarinnar: xlvaktin.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt könnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði eru byggðamál sá málaflokkur sem fæstir telja mikilvægastan í komandi kosningum. Aðeins 6,8% aðspurðra telja byggðamál vera mikilvæg. Enn á ný virðast málefni landsbyggðarinnar ætla að gleymast. Þetta hryggir mig og veldur mér áhyggjum, því byggðamál og áhugi minn og ástríða mín fyrir þeim er hvatinn fyrir því að ég ákvað að stökkva inn á pólitíska sviðið og bjóða mig fram með Lýðræðisvaktinni í komandi kosningum. Byggðastefna stjórnvalda þarf ekki að vera flókin til að vera góð. Hún þarf aðeins að byggjast upp á heildstæðum lausnum, en ekki sértækum plástrum. Það höfum við haft að leiðarljósi við gerð byggðastefnu Lýðræðisvaktarinnar. Grunnþjónusta í heimabyggð Fyrir það fyrsta þarf að færa grunnþjónustuna aftur til landsbyggðarinnar. Það þarf að vinda ofan af þeirri þróun sem hefur átt sér stað undanfarin ár og áratugi, sem gengur út á að færa alla helstu grunnþjónustu burtu frá fólkinu í landinu. Það felst til að mynda engin hagræðing í því fyrir fólkið í landinu að þurfa að sækja alla sjúkraþjónustu til höfuðborgarinnar. Lýðræðisvaktin vill efla alla grunnþjónustu í heimabyggð. Frjálsar strandveiðar Þá viljum við að sveitarfélög landsins njóti nálægðar við auðlindir sínar og fái af þeim réttmætan arð. Strandveiðar eru mikil lyftistöng fyrir sjávarþorp landins og við viljum efla þær enn frekar með því að gera þær frjálsar að fullu og allan fisk á markað. Ákvörðunarrétt til heimamanna Það þarf að styrkja sveitarstjórnirnar og sjálfstæði þeirra þannig að ábyrgð, fjárráð og ákvarðanatökur færist til þeirra. Það er mikilvægt að heimamenn hafi fullt vald yfir þeim ákvörðunum sem þá snertir. Ákvarðanir þarf að byggja á þekkingu heimamanna. Skattaafslátt til nýsköpunar Að lokum þarf að efla nýsköpun á landsbyggðinni og ýta undir hana með skattaafslætti á upphafsárum nýrra fyrirtækja á landsbyggðinni. Það þarf að gera landsbyggðina að vænlegum kosti fyrir frumkvöðla til að skapa sér og öðrum atvinnu. Einnig er mikilvægt að skapa aðstæður fyrir ungt fólk til að koma heim að námi loknu og skapa sér störf sem byggja á menntun þess. Landsbyggðin þarf enga vorkunn eða ölmusu. Hún þarf frið frá stjórnvöldum til að byggja sig upp innan frá. Það þarf að gefa landsbyggðinni tækifæri til að skapa sína eigin framtíð á hennar eigin forsendum. Vera sjálfbjarga. Frekari útfærslur á byggðamálum má sjá á heimasíðu Lýðræðisvaktarinnar: xlvaktin.is
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun