Sjálfsákvarðanatökuréttur og borgararéttindi Hákon E. Júlíusson skrifar 9. apríl 2013 00:01 Það sem hefur ábyggilega hreyft við taugum mínum sem mest á vettvangi þeirra stjórnmála sem maður hefur fengið að fylgjast með á síðustu árum, er hversu sjálfsagt það virðist vera fyrir fólki sem þar starfar að fikta í sjálfsákvarðanatökurétti einstaklinga. Inni á þinginu er almenningur meðhöndlaður eins og börn og endalaus lagafrumvörp eru afgreidd á færibandi, flest öll þeirra hönnuð til þess að þrengja að almenningi vegna margvíslegra ástæðna. Þetta kemur fram í endalausum birtingarmyndum forsjárhyggjunnar sem því miður svo margir eru farnir að aðhyllast. Við höfum horft upp á hluti eins og bann við sölu á heimaelduðu bakkelsi, reykingafrumvarp þar sem banna átti tóbaksreykingar á almannafæri, bann við klámi (hvernig sem það er skilgreint), bann við „hatursræðum", bann við notkun á kannabisefnum sem svo margir eru farnir að vilja lögleiða og skattleggja, hér eitt sinn var líka allsherjarbann við bjórnum og eins og staðan er í dag horfum við upp á bann við sölu á léttvíni og bjór í matvöruverslunum – annað en það sem gengur og gerist í nágrannalöndum okkar. Lengi mætti telja upp öll þau boð og bönn sem hafa sprottið upp eins og gorkúlur í gegnum árin, sérstaklega eftir efnahagshrunið 2008. Allt virðist eiga að banna undir því yfirskyni að passa upp á okkur. Það er varla neitt annað eftir að banna nema ákveðinn þankagang almennings sem gæti mögulega orðið honum skaðlegur, forsjárhyggjan er orðin það mikil finnst manni stundum. Veröldin er dag frá degi farin að minna mann skuggalega mikið á martraðarframtíðarsýn George Orwell (öðru nafni Eric Blair) sem hann skrifaði um í bókinni 1984, þar sem sjálfsákvarðanatökurétturinn var nánast enginn og almenningur var undir stanslausu eftirliti. Slíka veröld þurfum við að forðast af öllu alefli og verður það erfiðara og erfiðara látum við þessa aðför að okkur viðgangast mikið lengur. Hafa skal í huga að sjálfsákvarðanatökuréttur á sér mörg andlit, við gætum jafnvel skipt honum niður í nokkra flokka: Málfrelsisrétt eða tjáningarfrelsi, eignarrétt eða réttinn til þess að nærast, eiga heimili o.s.frv., líkamsrétt eða sjálfsákvarðanatökufrelsi, ferðarétt eða ferðafrelsi eins og það er oft kallað og skoðanarétt eða trúfrelsi. Þrátt fyrir þessa krufningu er mikilvægt að skilja að sjálfsákvarðanatökuréttur er mjög einfaldur í eðli sínu, við gætum kallað þessa einföldun frelsi, en maður er samt farinn að forðast þetta orð þar sem þetta hugtak hefur meira og meira verið bendlað við einhvers konar einokunarkapítalisma sem hefur ekkert með frelsi að gera. Þessi flokkun sem ég útlistaði hérna að framan var aðeins til þess að gefa hugmynd um það hvað við erum að tala um hérna. En af hverju nefni ég eignarrétt? Svarið er einfalt: Við erum lífrænar, efnafræðilegar og rafsegulmagnaðar verur. Við höfum ákveðnar grunnþarfir í þeim veruleika sem við búum í núna. Við þurfum lífsnauðsynlega húsaskjól, vatn og mat. Þetta er grundvallaröryggið sem er fólgið í því að geta sagt: „Þetta er mitt, ég á þetta og enginn getur tekið þetta af mér vegna þess að ég þarf á þessu að halda lífsnauðsynlega." Það er ástæða fyrir því að eignarréttur er varinn í stjórnarskrá, ekki bara hérlendis heldur í nánast öllum stjórnarskrám þjóða víðs vegar um heiminn. Auðvitað þarf eignarréttur að eiga sér takmörk svo að menn geti ekki sölsað undir sig allt í þessari veröld eins og gerst hefur, en þetta er að minnsta kosti grundvöllurinn sem hann er byggður á. Eftir efnahagshrunið höfum við horft á einu stærstu aðför að eignarréttinum sem Íslendingar hafa þurft að sitja undir, fyrir utan arðrán kvótagreifanna að sjálfsögðu, þar sem eignum hefur verið rakað í þúsundavís til banka og fjármálastofnana. Bifreiðar og annað sem hefur verið tínt til hefur verið hrifsað af almenningi með kolólöglegum hætti og fjölmargir hafa átt gríðarlega erfitt með að ná endum saman þar sem verðmæti vinnuframlags þeirra hefur verið fórnað á efnahagslegum forsendum. Þetta er klassískt dæmi um hvernig fjármagnseigendur grafa undan eignarrétti þeirra sem eiga minna. Svo er það líkamsrétturinn, þetta er kjarnarétturinn til þess að ráða yfir því hvað fer inn og út um líkama þinn, s.s. hvað maður borðar, hvaða lyf maður notar o.s.frv. Þetta frelsi má aldrei skerða, sérstaklega ekki í ljósi þess að matvæli og lyf eru meira og meira farin að verða vafasöm í ljósi erfðabreytingarstefnu voldugra stofnana eins og t.d. Monsanto í Bandaríkjunum. Meira og meira hefur verið lagt til að lögfesta sumar lyfjatökur og að sama skapi hefur lyfjanotkun ungra barna farið stigvaxandi. Nú svo er það málfrelsisrétturinn, valdhafar hafa ávallt haft það að markmiði að takmarka upplýsingar svo viðhalda megi ákveðnu hugsanamynstri almennings. Upplýsingar hafa áhrif á þetta hugsanamynstur. Með auknu aðgengi að upplýsingum sem internetið hefur boðið upp á hafa gömul pólitísk trúarkerfi farið að hrynja og fólk er farið að kalla eftir einhverju öðru. Píratar eru eina pólitíska aflið í komandi kosningum sem hefur það að meginmarkmiði að tryggja og verja þessi borgaralegu réttindi og þann sjálfsákvarðanatökurétt sem ég hef verið að útlista. Sú alræðisátt sem veröldin hefur verið að stefna að, þá sérstaklega eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001 í New York á alþjóðavísu, hefur ekki fært okkur meira öryggi. Það er ekki hægt að fórna frelsi fyrir öryggi, þessir tveir þættir eru órjúfanlegir. Án frelsis höfum við ekkert öryggi, og án öryggis höfum við ekkert frelsi. Almenningi stafar ógn af alræðiseftirliti og sviptingu borgararéttinda á 21. öldinni. Þessi réttindi þurfum við að vernda, hér á Íslandi líka ef við viljum tryggja sjálfstæði okkar til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Sjá meira
Það sem hefur ábyggilega hreyft við taugum mínum sem mest á vettvangi þeirra stjórnmála sem maður hefur fengið að fylgjast með á síðustu árum, er hversu sjálfsagt það virðist vera fyrir fólki sem þar starfar að fikta í sjálfsákvarðanatökurétti einstaklinga. Inni á þinginu er almenningur meðhöndlaður eins og börn og endalaus lagafrumvörp eru afgreidd á færibandi, flest öll þeirra hönnuð til þess að þrengja að almenningi vegna margvíslegra ástæðna. Þetta kemur fram í endalausum birtingarmyndum forsjárhyggjunnar sem því miður svo margir eru farnir að aðhyllast. Við höfum horft upp á hluti eins og bann við sölu á heimaelduðu bakkelsi, reykingafrumvarp þar sem banna átti tóbaksreykingar á almannafæri, bann við klámi (hvernig sem það er skilgreint), bann við „hatursræðum", bann við notkun á kannabisefnum sem svo margir eru farnir að vilja lögleiða og skattleggja, hér eitt sinn var líka allsherjarbann við bjórnum og eins og staðan er í dag horfum við upp á bann við sölu á léttvíni og bjór í matvöruverslunum – annað en það sem gengur og gerist í nágrannalöndum okkar. Lengi mætti telja upp öll þau boð og bönn sem hafa sprottið upp eins og gorkúlur í gegnum árin, sérstaklega eftir efnahagshrunið 2008. Allt virðist eiga að banna undir því yfirskyni að passa upp á okkur. Það er varla neitt annað eftir að banna nema ákveðinn þankagang almennings sem gæti mögulega orðið honum skaðlegur, forsjárhyggjan er orðin það mikil finnst manni stundum. Veröldin er dag frá degi farin að minna mann skuggalega mikið á martraðarframtíðarsýn George Orwell (öðru nafni Eric Blair) sem hann skrifaði um í bókinni 1984, þar sem sjálfsákvarðanatökurétturinn var nánast enginn og almenningur var undir stanslausu eftirliti. Slíka veröld þurfum við að forðast af öllu alefli og verður það erfiðara og erfiðara látum við þessa aðför að okkur viðgangast mikið lengur. Hafa skal í huga að sjálfsákvarðanatökuréttur á sér mörg andlit, við gætum jafnvel skipt honum niður í nokkra flokka: Málfrelsisrétt eða tjáningarfrelsi, eignarrétt eða réttinn til þess að nærast, eiga heimili o.s.frv., líkamsrétt eða sjálfsákvarðanatökufrelsi, ferðarétt eða ferðafrelsi eins og það er oft kallað og skoðanarétt eða trúfrelsi. Þrátt fyrir þessa krufningu er mikilvægt að skilja að sjálfsákvarðanatökuréttur er mjög einfaldur í eðli sínu, við gætum kallað þessa einföldun frelsi, en maður er samt farinn að forðast þetta orð þar sem þetta hugtak hefur meira og meira verið bendlað við einhvers konar einokunarkapítalisma sem hefur ekkert með frelsi að gera. Þessi flokkun sem ég útlistaði hérna að framan var aðeins til þess að gefa hugmynd um það hvað við erum að tala um hérna. En af hverju nefni ég eignarrétt? Svarið er einfalt: Við erum lífrænar, efnafræðilegar og rafsegulmagnaðar verur. Við höfum ákveðnar grunnþarfir í þeim veruleika sem við búum í núna. Við þurfum lífsnauðsynlega húsaskjól, vatn og mat. Þetta er grundvallaröryggið sem er fólgið í því að geta sagt: „Þetta er mitt, ég á þetta og enginn getur tekið þetta af mér vegna þess að ég þarf á þessu að halda lífsnauðsynlega." Það er ástæða fyrir því að eignarréttur er varinn í stjórnarskrá, ekki bara hérlendis heldur í nánast öllum stjórnarskrám þjóða víðs vegar um heiminn. Auðvitað þarf eignarréttur að eiga sér takmörk svo að menn geti ekki sölsað undir sig allt í þessari veröld eins og gerst hefur, en þetta er að minnsta kosti grundvöllurinn sem hann er byggður á. Eftir efnahagshrunið höfum við horft á einu stærstu aðför að eignarréttinum sem Íslendingar hafa þurft að sitja undir, fyrir utan arðrán kvótagreifanna að sjálfsögðu, þar sem eignum hefur verið rakað í þúsundavís til banka og fjármálastofnana. Bifreiðar og annað sem hefur verið tínt til hefur verið hrifsað af almenningi með kolólöglegum hætti og fjölmargir hafa átt gríðarlega erfitt með að ná endum saman þar sem verðmæti vinnuframlags þeirra hefur verið fórnað á efnahagslegum forsendum. Þetta er klassískt dæmi um hvernig fjármagnseigendur grafa undan eignarrétti þeirra sem eiga minna. Svo er það líkamsrétturinn, þetta er kjarnarétturinn til þess að ráða yfir því hvað fer inn og út um líkama þinn, s.s. hvað maður borðar, hvaða lyf maður notar o.s.frv. Þetta frelsi má aldrei skerða, sérstaklega ekki í ljósi þess að matvæli og lyf eru meira og meira farin að verða vafasöm í ljósi erfðabreytingarstefnu voldugra stofnana eins og t.d. Monsanto í Bandaríkjunum. Meira og meira hefur verið lagt til að lögfesta sumar lyfjatökur og að sama skapi hefur lyfjanotkun ungra barna farið stigvaxandi. Nú svo er það málfrelsisrétturinn, valdhafar hafa ávallt haft það að markmiði að takmarka upplýsingar svo viðhalda megi ákveðnu hugsanamynstri almennings. Upplýsingar hafa áhrif á þetta hugsanamynstur. Með auknu aðgengi að upplýsingum sem internetið hefur boðið upp á hafa gömul pólitísk trúarkerfi farið að hrynja og fólk er farið að kalla eftir einhverju öðru. Píratar eru eina pólitíska aflið í komandi kosningum sem hefur það að meginmarkmiði að tryggja og verja þessi borgaralegu réttindi og þann sjálfsákvarðanatökurétt sem ég hef verið að útlista. Sú alræðisátt sem veröldin hefur verið að stefna að, þá sérstaklega eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001 í New York á alþjóðavísu, hefur ekki fært okkur meira öryggi. Það er ekki hægt að fórna frelsi fyrir öryggi, þessir tveir þættir eru órjúfanlegir. Án frelsis höfum við ekkert öryggi, og án öryggis höfum við ekkert frelsi. Almenningi stafar ógn af alræðiseftirliti og sviptingu borgararéttinda á 21. öldinni. Þessi réttindi þurfum við að vernda, hér á Íslandi líka ef við viljum tryggja sjálfstæði okkar til framtíðar.
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun