Viðskipti innlent

Bein útsending - Hver er framtíð íslenskrar orku?

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Mynd/Vilhelm
Haustfundur Landsvirkjunar fer fram í Hörpu í dag og verður í beinni útsendingu á Vísi milli klukkan 14 og 16. Á haustfundi fyrirtækisins verður opin umræða um starfsemi fyrirtækisins og þeim verkefnum sem framundan eru.

Opin umræða um stór mál

Landsvirkjun hefur verið leiðandi í uppbyggingu íslenska raforkukerfisins og byggt upp öflugan raforkubúskap í farsælu samstarfi við viðskiptavini okkar í tæpa hálfa öld. Á þeim trausta grunni vill fyrirtækið byggja nú þegar landslag orkumála í heiminum er gjörbreytt og orkuverð fer hækkandi.

Staða Íslands er um margt eftirsóknarverð og þau miklu verðmæti sem í orkunni búa geta bætt lífskjör á Íslandi ef vel er á haldið. Hvers vegna er raforka verðmæt vara? Af hverju ættum við að auka raforku­framleiðslu? Hvernig tryggjum við samkeppnishæft rekstrarumhverfi iðnaðar á Íslandi? Hverjir eru kostir og gallar sæstrengs? Hvernig gætum við hagsmuna Íslands?

Dagskrá:

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar og viðskiptaráðherra, opnar fundinn.

Hörður Arnarson, forstjóri, Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri og Björgvin Skúli Sigurðsson, framkvæmdastjóri markaðs-og viðskiptaþróunar ræða um tækifæri Landsvirkjunar í breyttu umhverfi.

Gísli Marteinn Baldursson stýrir opnum umræðum.

Fundarstjóri er Magnús Þór Gylfason, yfirmaður samskiptasviðs.



Hér fyrir neðan má sjá beina útsendingu af fundinum. Einnig er hægt að fylgjast með fundinum á Twitter og senda inn spurningar til framsögumanna með því að nota merkinguna #lvhaustfundur. Fyrir neðan útsendinguna er hægt að fylgjast með tístum sem berast með merkingunni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×